Nýtt tilfelli ebóla staðfest í Austur-Kongó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 13:02 Ebólafaraldurinn hefur leikið Austur-Kongó grátt frá því í ágúst 2018 þegar faraldurinn braust þar út. EPA/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu og þýða að faraldurinn muni standa yfir í minnst tvo mánuði til viðbótar áður en heilbrigðisstarfsmenn geta verið vissir um að niðurlögum veirunnar hafi verið ráðið. Faraldurinn, sem hófst í ágúst 2018, hefur dregið meira en 2.200 manns til dauða. „Fréttirnar komu aðeins tveimur dögum fyrir endalok veirunnar, þetta þykir okkur afar sorglegt,“ sagði Marie Roseline Belizaire, sem fer fyrir ebóla-deild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við erum enn í viðbragðsstöðu. Og við munum vera það þar til yfirlíkur.“ Faraldurinn er sá tíundi sinnar tegundar í Kongó og er hann sá annar versti sem hefur riðið yfir landið. Hann fylgir fast á hæla ebólafaraldursins sem reið yfir Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu á árunum 2013-2016. Tilfellið sem tilkynnt var á föstudag er 26 ára gamall maður í Bení, hundruð þúsunda manna borg í Austur-Kongó, sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Síðar á föstudag tilkynntu kongósk yfirvöld að maðurinn hafi látist. Ebóla er sérstaklega skæð veira og hafa nærri tveir af hverjum þremur sem smitast hafa af henni látist í þessum faraldri. Erfitt hefur reynst að bregðast við veirunni vegna átaka í Austur-Kongó sem hafa geisað samhliða faraldrinum og hafa árásir á heilbrigðisstarfsmenn verið tíðar. Í Kongó hafa 215 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest og lítill hluti þeirra hefur verið í héraðinu Norður Kívú, þar sem ebólafaraldurinn hefur verið hvað verstur. Þá hefur skæðasti yfirstandandi mislingafaraldur í heiminum leikið Austur-Kongó grátt og hafa meira en 6.000 manns látið lífið af sökum hans síðasta árið. Samkvæmt Belizaire taka heilbrigðisstarfsmenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um 200 sýni á dag á bæði lifandi og látnum einstaklingum sem taldir eru vera smitaðir af ebóla. Þá sagði hún að teymi hennar fái minnst 5.000 tilkynningar á dag, sem sendar eru þegar sjúklingar sýna einkenni ebóla. Einkennin eru meðal annars hár hiti, blæðingar, uppköst og niðurgangur. Þessi einkenni geta einnig verið einkenni mislinga, malaríu og margra annarra sjúkdóma. Ebóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austur-Kongó Tengdar fréttir Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59 Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02 Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu og þýða að faraldurinn muni standa yfir í minnst tvo mánuði til viðbótar áður en heilbrigðisstarfsmenn geta verið vissir um að niðurlögum veirunnar hafi verið ráðið. Faraldurinn, sem hófst í ágúst 2018, hefur dregið meira en 2.200 manns til dauða. „Fréttirnar komu aðeins tveimur dögum fyrir endalok veirunnar, þetta þykir okkur afar sorglegt,“ sagði Marie Roseline Belizaire, sem fer fyrir ebóla-deild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við erum enn í viðbragðsstöðu. Og við munum vera það þar til yfirlíkur.“ Faraldurinn er sá tíundi sinnar tegundar í Kongó og er hann sá annar versti sem hefur riðið yfir landið. Hann fylgir fast á hæla ebólafaraldursins sem reið yfir Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu á árunum 2013-2016. Tilfellið sem tilkynnt var á föstudag er 26 ára gamall maður í Bení, hundruð þúsunda manna borg í Austur-Kongó, sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Síðar á föstudag tilkynntu kongósk yfirvöld að maðurinn hafi látist. Ebóla er sérstaklega skæð veira og hafa nærri tveir af hverjum þremur sem smitast hafa af henni látist í þessum faraldri. Erfitt hefur reynst að bregðast við veirunni vegna átaka í Austur-Kongó sem hafa geisað samhliða faraldrinum og hafa árásir á heilbrigðisstarfsmenn verið tíðar. Í Kongó hafa 215 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest og lítill hluti þeirra hefur verið í héraðinu Norður Kívú, þar sem ebólafaraldurinn hefur verið hvað verstur. Þá hefur skæðasti yfirstandandi mislingafaraldur í heiminum leikið Austur-Kongó grátt og hafa meira en 6.000 manns látið lífið af sökum hans síðasta árið. Samkvæmt Belizaire taka heilbrigðisstarfsmenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um 200 sýni á dag á bæði lifandi og látnum einstaklingum sem taldir eru vera smitaðir af ebóla. Þá sagði hún að teymi hennar fái minnst 5.000 tilkynningar á dag, sem sendar eru þegar sjúklingar sýna einkenni ebóla. Einkennin eru meðal annars hár hiti, blæðingar, uppköst og niðurgangur. Þessi einkenni geta einnig verið einkenni mislinga, malaríu og margra annarra sjúkdóma.
Ebóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austur-Kongó Tengdar fréttir Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59 Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02 Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59
Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02
Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34