Ítalir sætta sig ekki við útskúfun vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 12:55 Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza. EPA/FABIO MUZZI Ekki má koma fram við Ítalíu eins og nýlendu fyrir holdsveika. Þetta segir Luigi Di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, og heitir hann því að Ítalir muni taka vel á móti ferðamönnum í sumar. Í sama mund varaði hann önnur ríki Evrópu við að meina Ítölum aðgang vegna Covid-19. Mörg Evrópuríki eru nú að opna landamæri sín á varkárinn máta þar sem nýju kórónuveiran virðist víðast hvar á undanhaldi. Ítalir ætla að opna landamæri sín fyrir ferðamönnum þann 15. júní. Forsvarsmenn einhverra ríkja hafa þó meinað borgurum ríkja sem urðu hvað verst úti í faraldrinum. Þar á meðal er Ítalía. Til að mynda tilkynntu yfirvöld Grikklands í gær að landamæri ríkisins yrðu opnuð fólki frá 29 löndum. Bretar, Spánverjar og Ítalir mega þó ekki ferðast til Grikklands. Ítalía situr í þriðja sæti ríkja þar sem flestir hafa dáið vegna veirunnar, svo vitað sé, eða minnst 33.229 manns. Smituðum hefur þó fækkað stöðugt í þessum mánuði og er verið að draga úr félagsforðun þar. Til stendur að fella niður allar takmarkanir á ferðalögum milli mismunandi landshluta Ítalíu þann 3. júní. Í yfirlýsingu á Facebook sagði Di Maio að ef ríki Evrópu ætluðu sér að mismuna ríkjum væri andi heimsálfunnar tapaður. Hann sagði að Ítalir myndu ekki sætta sig við útskúfun. „Ef einhver heldur að þeir geti komið fram við okkur sem holdsveikinýlendu, ættu þeir að vita við munum ekki sætta okkur við það.“ Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Ekki má koma fram við Ítalíu eins og nýlendu fyrir holdsveika. Þetta segir Luigi Di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, og heitir hann því að Ítalir muni taka vel á móti ferðamönnum í sumar. Í sama mund varaði hann önnur ríki Evrópu við að meina Ítölum aðgang vegna Covid-19. Mörg Evrópuríki eru nú að opna landamæri sín á varkárinn máta þar sem nýju kórónuveiran virðist víðast hvar á undanhaldi. Ítalir ætla að opna landamæri sín fyrir ferðamönnum þann 15. júní. Forsvarsmenn einhverra ríkja hafa þó meinað borgurum ríkja sem urðu hvað verst úti í faraldrinum. Þar á meðal er Ítalía. Til að mynda tilkynntu yfirvöld Grikklands í gær að landamæri ríkisins yrðu opnuð fólki frá 29 löndum. Bretar, Spánverjar og Ítalir mega þó ekki ferðast til Grikklands. Ítalía situr í þriðja sæti ríkja þar sem flestir hafa dáið vegna veirunnar, svo vitað sé, eða minnst 33.229 manns. Smituðum hefur þó fækkað stöðugt í þessum mánuði og er verið að draga úr félagsforðun þar. Til stendur að fella niður allar takmarkanir á ferðalögum milli mismunandi landshluta Ítalíu þann 3. júní. Í yfirlýsingu á Facebook sagði Di Maio að ef ríki Evrópu ætluðu sér að mismuna ríkjum væri andi heimsálfunnar tapaður. Hann sagði að Ítalir myndu ekki sætta sig við útskúfun. „Ef einhver heldur að þeir geti komið fram við okkur sem holdsveikinýlendu, ættu þeir að vita við munum ekki sætta okkur við það.“
Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira