Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 09:03 Styttan, stuttu áður en henni var steypt í höfnina. Ben Birchall/AP Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. Mótmælendur undir merkjum Black Lives Matter-hreyfingarinnar, sem berst gegn kerfisbundinni kynþáttamismunun, og þá aðallega í Bandaríkjunum, rifu styttuna niður og fleygðu í höfnina. Á myndböndum af atvikinu má heyra gríðarleg fagnaðarlæti þegar styttan var tekin niður og henni fleygt í vatnið. Borgarráð Bristol-borgar sagði það hafa verið nauðsynlegt að fjarlægja styttuna, svo áfram yrði hægt að vinna við höfnina. Styttan var fjarlægð í skjóli nætur, af ótta við það að draga að sér áhorfendur með þeim afleiðingum að einhver meiddist. Þá kemur fram í frétt BBC af málinu að styttan verði nú flutt á „öruggan stað.“ Þar verði hún þrifin áður en henni verður komið fyrir á safni. Styttan var sem áður segir af Edward Colston. Hann var þrælasali sem uppi var á 18. öld. Arfleið hans er áberandi í Bristol, en er þó langt frá því að vera óumdeild. Colston var meðlimur í Royal African Company sem flutti um 80 þúsund þræla frá Afríku til Bandaríkjanna. Colston auðgaðist mjög á þrælasölunni og eftir andlát hans arfleiddi hann ýmis góðgerðarsamtök að auðæfum hans. Frá andláti hans hefur nafn hans verið áberandi í Bristol og má finna það víða í götunöfnum, minnisvörðum og byggingum. Borgarstjóri Bristol, Marvin Rees, sagði, áður en styttan var hífð úr höfninni, að hann saknaði styttunnar ekki neitt. Stofnanir og skólar sem hafa kennt sig við Colston, hafa nú tekið til skoðunar að breyta nafni sínu. Bretland Black Lives Matter Styttur og útilistaverk England Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Sjá meira
Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. Mótmælendur undir merkjum Black Lives Matter-hreyfingarinnar, sem berst gegn kerfisbundinni kynþáttamismunun, og þá aðallega í Bandaríkjunum, rifu styttuna niður og fleygðu í höfnina. Á myndböndum af atvikinu má heyra gríðarleg fagnaðarlæti þegar styttan var tekin niður og henni fleygt í vatnið. Borgarráð Bristol-borgar sagði það hafa verið nauðsynlegt að fjarlægja styttuna, svo áfram yrði hægt að vinna við höfnina. Styttan var fjarlægð í skjóli nætur, af ótta við það að draga að sér áhorfendur með þeim afleiðingum að einhver meiddist. Þá kemur fram í frétt BBC af málinu að styttan verði nú flutt á „öruggan stað.“ Þar verði hún þrifin áður en henni verður komið fyrir á safni. Styttan var sem áður segir af Edward Colston. Hann var þrælasali sem uppi var á 18. öld. Arfleið hans er áberandi í Bristol, en er þó langt frá því að vera óumdeild. Colston var meðlimur í Royal African Company sem flutti um 80 þúsund þræla frá Afríku til Bandaríkjanna. Colston auðgaðist mjög á þrælasölunni og eftir andlát hans arfleiddi hann ýmis góðgerðarsamtök að auðæfum hans. Frá andláti hans hefur nafn hans verið áberandi í Bristol og má finna það víða í götunöfnum, minnisvörðum og byggingum. Borgarstjóri Bristol, Marvin Rees, sagði, áður en styttan var hífð úr höfninni, að hann saknaði styttunnar ekki neitt. Stofnanir og skólar sem hafa kennt sig við Colston, hafa nú tekið til skoðunar að breyta nafni sínu.
Bretland Black Lives Matter Styttur og útilistaverk England Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Sjá meira