Gamli tíminn og nýi tíminn Olga Kristrún Ingólfsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir skrifa 21. júní 2020 17:31 Þann 30. júní næstkomandi verður haldinn aðalfundur SÁÁ þar sem verður kosinn nýr formaður samtakanna. Leiðinlegt er að sjá hvernig mótframbjóðandi Þórarins Tyrfingssonar hefur komið með ómálefnalega rök ásamt því að lýsa því yfir að hann standi með nýja tímanum en Þórarinn með þeim gamla og ekki sé hægt að lifa á forni frægð. Það hefur verið okkur hugleikið að átta okkur á þessari yfirlýsingu og hvernig er hægt að nota þessi orð til einföldunar á mjög mikilvægu málefni. Helst teljum við að mótframbjóðanda Þórarins skorti skilning og innsæi í mikilvægi reynslu og þekkingar á því hvaðan við erum að koma og hvert við stefnum. SÁÁ eru almannaheillasamtök sem standa vörð um sjúklinga og aðstandendur þeirra og voru stofnuð fyrir 42 árum síðan. Meðferðin hefur verið í stöðugri framþróun allan tímann. Samtökin hafa haft mikinn metnað varðandi faglega stjórnun meðferðarstarfsins með áherslu á að fíknisjúkdómur er meðhöndlanlegur sem þarf sérhæfða meðhöndlun. Áfengisráðgjafar eru starfsstéttin sem er uppistaðan í meðferðinni og eru sérmenntaðir í ráðgjöf sem ekki hefur verið kennd í almennum menntastofnunum. Þessa aðferð fluttu frumkvöðlar SÁÁ inn í landið og það hefur tekist að halda þessari leið allar götur síðan vegna þess að það virkar. Tengsl við sjálfshjálparsamtök eru gífurlega mikilvæg og má mæla umfang þeirra á Íslandi í þessu samhengi sem er rosalega mikið og margfaldaðist með tilkomu starfsemi SÁÁ strax í upphafi. SÁÁ félagar með hjartað á réttum stað skilja þetta. Kannski er aðeins farið að fenna yfir hvernig staðan var í meðferðarmálum alkóhólista/fíknisjúkra fyrir stofnun samtakanna. Að okkar mati þarf að staldra við núna og færa skilning eldri kynslóðar yfir til þeirrar yngri um hver sagan er að baki því mikla starfi sem SÁÁ hefur staðið að. Það er nefnilega hætta á að hratt fjari undan og hnignun verði á starfinu ef farið er inn á þá braut að aðrir aðilar en SÁÁ komi að stjórn meðferðarstarfsins eins og hávær hópur starfsfólks og stjórnarmanna hefur viljað. Þar er átt við að starfsemin færist undir fagstjórn af hálfu ríkisins vegna átaka innan samtakanna. Þá hefur mótframbjóðandi Þórarins og hans stuðningsfólk meðal annars verið með staðhæfingar á þann veg að starfsmannavelta hafi aldrei verið jafn lág og að mikil framþróun hafi átt sér stað í meðferðastarfinu sem og ráðgjafanáminu hjá SÁÁ. Engin gögn liggja þar að baki. Undirritaðar sitja í framkvæmdastjórn SÁÁ og hefur framkvæmdastjórn sóst eftir því að fá afhend gögn um fræðsluerindi sem haldin hafa verið í kennslu ráðgjafanema síðastliðið ár, yfirlit yfir kennsluáætlun ráðgjafanámsins ásamt heildarstöðugildi sálfræðinga og hve margir af þeim starfa við barnaþjónustuna og hversu mörg viðtöl hver sálfræðingur tekur á viku. Þetta eru mikilvægar upplýsingar til að geta þrýst á mikilvægi þess að fá þjónustusamning við sjúkratryggingar sem og að átta okkur á mikilvægi þjónustunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur okkur ekki verið færðar þessar beiðnir. Við viljum hvetja félagsmenn SÁÁ að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður á hótel Nordica 30 júní kl 17.00 og standa vörð um hagsmuni SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. júní næstkomandi verður haldinn aðalfundur SÁÁ þar sem verður kosinn nýr formaður samtakanna. Leiðinlegt er að sjá hvernig mótframbjóðandi Þórarins Tyrfingssonar hefur komið með ómálefnalega rök ásamt því að lýsa því yfir að hann standi með nýja tímanum en Þórarinn með þeim gamla og ekki sé hægt að lifa á forni frægð. Það hefur verið okkur hugleikið að átta okkur á þessari yfirlýsingu og hvernig er hægt að nota þessi orð til einföldunar á mjög mikilvægu málefni. Helst teljum við að mótframbjóðanda Þórarins skorti skilning og innsæi í mikilvægi reynslu og þekkingar á því hvaðan við erum að koma og hvert við stefnum. SÁÁ eru almannaheillasamtök sem standa vörð um sjúklinga og aðstandendur þeirra og voru stofnuð fyrir 42 árum síðan. Meðferðin hefur verið í stöðugri framþróun allan tímann. Samtökin hafa haft mikinn metnað varðandi faglega stjórnun meðferðarstarfsins með áherslu á að fíknisjúkdómur er meðhöndlanlegur sem þarf sérhæfða meðhöndlun. Áfengisráðgjafar eru starfsstéttin sem er uppistaðan í meðferðinni og eru sérmenntaðir í ráðgjöf sem ekki hefur verið kennd í almennum menntastofnunum. Þessa aðferð fluttu frumkvöðlar SÁÁ inn í landið og það hefur tekist að halda þessari leið allar götur síðan vegna þess að það virkar. Tengsl við sjálfshjálparsamtök eru gífurlega mikilvæg og má mæla umfang þeirra á Íslandi í þessu samhengi sem er rosalega mikið og margfaldaðist með tilkomu starfsemi SÁÁ strax í upphafi. SÁÁ félagar með hjartað á réttum stað skilja þetta. Kannski er aðeins farið að fenna yfir hvernig staðan var í meðferðarmálum alkóhólista/fíknisjúkra fyrir stofnun samtakanna. Að okkar mati þarf að staldra við núna og færa skilning eldri kynslóðar yfir til þeirrar yngri um hver sagan er að baki því mikla starfi sem SÁÁ hefur staðið að. Það er nefnilega hætta á að hratt fjari undan og hnignun verði á starfinu ef farið er inn á þá braut að aðrir aðilar en SÁÁ komi að stjórn meðferðarstarfsins eins og hávær hópur starfsfólks og stjórnarmanna hefur viljað. Þar er átt við að starfsemin færist undir fagstjórn af hálfu ríkisins vegna átaka innan samtakanna. Þá hefur mótframbjóðandi Þórarins og hans stuðningsfólk meðal annars verið með staðhæfingar á þann veg að starfsmannavelta hafi aldrei verið jafn lág og að mikil framþróun hafi átt sér stað í meðferðastarfinu sem og ráðgjafanáminu hjá SÁÁ. Engin gögn liggja þar að baki. Undirritaðar sitja í framkvæmdastjórn SÁÁ og hefur framkvæmdastjórn sóst eftir því að fá afhend gögn um fræðsluerindi sem haldin hafa verið í kennslu ráðgjafanema síðastliðið ár, yfirlit yfir kennsluáætlun ráðgjafanámsins ásamt heildarstöðugildi sálfræðinga og hve margir af þeim starfa við barnaþjónustuna og hversu mörg viðtöl hver sálfræðingur tekur á viku. Þetta eru mikilvægar upplýsingar til að geta þrýst á mikilvægi þess að fá þjónustusamning við sjúkratryggingar sem og að átta okkur á mikilvægi þjónustunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur okkur ekki verið færðar þessar beiðnir. Við viljum hvetja félagsmenn SÁÁ að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður á hótel Nordica 30 júní kl 17.00 og standa vörð um hagsmuni SÁÁ.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar