Glatist gögn verður upplýsingaréttur almennings ekki virkur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 20:00 Njörður Sigurðsson er sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON Þjóðskjalasafn Íslands hefur einungis fengið gögn úr þremur prósentum rafrænna gagnakerfa og er víða pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins. Ef ekki verður gripið inn í er hætta á að gögn glatist og upplýsingaréttur almennings verði ekki virkur. Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur skjalavarsla og skjalastjórnin ríkisins í heild farið stöðugt batnandi á síðustu árum en rafræn skjalavarsla situr á hakanum. „Við höfum aðeins fengið til varðveislu um 3% af öllum rafrænum gagnakerfum ríkisins hingað til Þjóðskjalasafns,“ sagði Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Þrjú prósent, það er svakalega lág tala. Eru þetta ekki ákveðin vonbrigði? „Jú vissulega. Við hófum að taka við rafrænum gögnum fyrir tíu árum. Árið 2010 þannig það hefur ekki mikið áunnist á þessum tíu árum. Við höfum tekið við 40 rafrænum gagnakerfum á þessum tíu árum sem eru um það bil þrjú prósent,“ sagði Njörður. Þjóðskjalasafn Íslands. Verði ekki gripið inn í er hætta á að gögn og upplýsingar glatist. „Almenningur hefur rétt á að fylgjast með athöfnum hins opinbera og ef að gögn eru ekki til staðar, ef þau varðveitast ekki og eru ekki til staðar þegar á þarf að halda þá er upplýsingarétturinn ekki virkur,“ sagði Njörður. „Hér á Þjóðskjalasafninu finnur maður ilminn af gömlum pappír. Hér sjáum við einn hillumeter af skjölum en á þjóðskjalsafninu öllu eru um 44 þúsund hillumetrar af skjölum en það samsvarar vegalengdinni héðan og til Hveragerðis,“ Það eru einkum heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti sem standa illa þegar kemur að því að uppfylla lög og reglur um skjalavörslu og skjalastjórn. Njörður segir nauðsynlegt að bregðast við fljótt og ráðast í átak í vörslu rafrænna skjala en ríkið þurfi að móta stefnu í þeim málum. Menning Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur einungis fengið gögn úr þremur prósentum rafrænna gagnakerfa og er víða pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins. Ef ekki verður gripið inn í er hætta á að gögn glatist og upplýsingaréttur almennings verði ekki virkur. Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur skjalavarsla og skjalastjórnin ríkisins í heild farið stöðugt batnandi á síðustu árum en rafræn skjalavarsla situr á hakanum. „Við höfum aðeins fengið til varðveislu um 3% af öllum rafrænum gagnakerfum ríkisins hingað til Þjóðskjalasafns,“ sagði Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Þrjú prósent, það er svakalega lág tala. Eru þetta ekki ákveðin vonbrigði? „Jú vissulega. Við hófum að taka við rafrænum gögnum fyrir tíu árum. Árið 2010 þannig það hefur ekki mikið áunnist á þessum tíu árum. Við höfum tekið við 40 rafrænum gagnakerfum á þessum tíu árum sem eru um það bil þrjú prósent,“ sagði Njörður. Þjóðskjalasafn Íslands. Verði ekki gripið inn í er hætta á að gögn og upplýsingar glatist. „Almenningur hefur rétt á að fylgjast með athöfnum hins opinbera og ef að gögn eru ekki til staðar, ef þau varðveitast ekki og eru ekki til staðar þegar á þarf að halda þá er upplýsingarétturinn ekki virkur,“ sagði Njörður. „Hér á Þjóðskjalasafninu finnur maður ilminn af gömlum pappír. Hér sjáum við einn hillumeter af skjölum en á þjóðskjalsafninu öllu eru um 44 þúsund hillumetrar af skjölum en það samsvarar vegalengdinni héðan og til Hveragerðis,“ Það eru einkum heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti sem standa illa þegar kemur að því að uppfylla lög og reglur um skjalavörslu og skjalastjórn. Njörður segir nauðsynlegt að bregðast við fljótt og ráðast í átak í vörslu rafrænna skjala en ríkið þurfi að móta stefnu í þeim málum.
Menning Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira