Óttast að missa vinnuna leiti þau réttar síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 12:12 Ferðamenn á Þingvöllum en út er komin skýrsla um stöðu útlenskra starfsmanna í íslenskri ferðaþjónustu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að útlendingar sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu veigri sér við að leita réttar síns, vegna hræðslu við að verða sagt upp störfum. Það kunni að skýrast af vantrausti í garð stéttarfélaga í heimalöndum þeirra. Þetta vantraust leiði m.a. til ótta erlends starfsfólks við að nýta sér aðstoð stéttarfélaga, þó að þau viti að ekki sé allt með felldu varðandi mál eins og vinnutíma og laun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu um stöðu útlendinga sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu. Meðal niðurstaðna hennar er að ýmissa úrbóta sé þörf til að tryggja að ekki sé brotið á réttindum erlends starfsfólk. Flest réttindabrot séu tilkomin vegna þekkingar- eða tímaleysis yfirmanna að mati skýrsluhöfunda en þó séu til íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem brjóti markvisst og reglulega á réttindum starfsfólks. Rúmenar vanmáttugir Greining á uppruna erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sýnir að flestir koma frá austurhluta Evrópu, ekki síst Póllandi. Pólverjar eru taldir í nokkuð sterkri stöðu þegar kemur að upplýsingum um réttindamál sín enda er í dag víða hægt að nálgast slík gögn á pólsku og ensku. Þessu sé hins vegar ekki eins farið með þá starfsmenn sem skilja illa tungumálin tvö. „Var sérstaklega talað um Rúmena sem vanmáttugan hóp vegna m.a. vegna skorts á upplýsingum á tungumáli sem þeir skilja. Voru viðraðar áhyggjur um að þeir gætu verið í viðkvæmari stöðu varðandi brot á kjarasamningum vegna bæði tungumála örðugleika og takmarkaðs tengslanets á Íslandi,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda leiðir þetta hugann að því „hverjir í íslensku samfélagi bera ábyrgð á upplýsingagjöf til erlends starfsfólks, bæði varðandi vinnutengd réttindi og um réttindi og skyldur almennt í samfélaginu.“ Gista á vinnustaðnum Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar er að misjafnt virðist vera hversu vel er staðið að búsetu starfsmanna. Algengt sé að vinna og vistarverur erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sé samtengt. Mikil þörf sé á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls í íslenskri ferðaþjónustu og styrkja þar með vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga um land allt. Einnig sé nauðsynlegt að fræða betur þá sem hefja ferðaþjónustu rekstur og ráða fólk í vinnu. Höfundar skýrslunnar eru Magnfríður Júlíusdóttir lektor í mannvistarlandfræði hjá Háskóla Íslands og Íris H. Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þær tóku viðtöl við starfsfólk stéttarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins og einnig við erlent starfsfólk í ferðaþjónustu víða um landið. Einnig var unnið með sérútkeyrslu gagna frá Hagstofu Íslands, til að kortleggja nánar erlendra ríkisborgara í ferðaþjónustustörfum hér á landi. Skýrslu þeirra má nálgast í heild hér. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Dæmi eru um að útlendingar sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu veigri sér við að leita réttar síns, vegna hræðslu við að verða sagt upp störfum. Það kunni að skýrast af vantrausti í garð stéttarfélaga í heimalöndum þeirra. Þetta vantraust leiði m.a. til ótta erlends starfsfólks við að nýta sér aðstoð stéttarfélaga, þó að þau viti að ekki sé allt með felldu varðandi mál eins og vinnutíma og laun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu um stöðu útlendinga sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu. Meðal niðurstaðna hennar er að ýmissa úrbóta sé þörf til að tryggja að ekki sé brotið á réttindum erlends starfsfólk. Flest réttindabrot séu tilkomin vegna þekkingar- eða tímaleysis yfirmanna að mati skýrsluhöfunda en þó séu til íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem brjóti markvisst og reglulega á réttindum starfsfólks. Rúmenar vanmáttugir Greining á uppruna erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sýnir að flestir koma frá austurhluta Evrópu, ekki síst Póllandi. Pólverjar eru taldir í nokkuð sterkri stöðu þegar kemur að upplýsingum um réttindamál sín enda er í dag víða hægt að nálgast slík gögn á pólsku og ensku. Þessu sé hins vegar ekki eins farið með þá starfsmenn sem skilja illa tungumálin tvö. „Var sérstaklega talað um Rúmena sem vanmáttugan hóp vegna m.a. vegna skorts á upplýsingum á tungumáli sem þeir skilja. Voru viðraðar áhyggjur um að þeir gætu verið í viðkvæmari stöðu varðandi brot á kjarasamningum vegna bæði tungumála örðugleika og takmarkaðs tengslanets á Íslandi,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda leiðir þetta hugann að því „hverjir í íslensku samfélagi bera ábyrgð á upplýsingagjöf til erlends starfsfólks, bæði varðandi vinnutengd réttindi og um réttindi og skyldur almennt í samfélaginu.“ Gista á vinnustaðnum Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar er að misjafnt virðist vera hversu vel er staðið að búsetu starfsmanna. Algengt sé að vinna og vistarverur erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sé samtengt. Mikil þörf sé á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls í íslenskri ferðaþjónustu og styrkja þar með vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga um land allt. Einnig sé nauðsynlegt að fræða betur þá sem hefja ferðaþjónustu rekstur og ráða fólk í vinnu. Höfundar skýrslunnar eru Magnfríður Júlíusdóttir lektor í mannvistarlandfræði hjá Háskóla Íslands og Íris H. Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þær tóku viðtöl við starfsfólk stéttarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins og einnig við erlent starfsfólk í ferðaþjónustu víða um landið. Einnig var unnið með sérútkeyrslu gagna frá Hagstofu Íslands, til að kortleggja nánar erlendra ríkisborgara í ferðaþjónustustörfum hér á landi. Skýrslu þeirra má nálgast í heild hér.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira