Óttast að missa vinnuna leiti þau réttar síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 12:12 Ferðamenn á Þingvöllum en út er komin skýrsla um stöðu útlenskra starfsmanna í íslenskri ferðaþjónustu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að útlendingar sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu veigri sér við að leita réttar síns, vegna hræðslu við að verða sagt upp störfum. Það kunni að skýrast af vantrausti í garð stéttarfélaga í heimalöndum þeirra. Þetta vantraust leiði m.a. til ótta erlends starfsfólks við að nýta sér aðstoð stéttarfélaga, þó að þau viti að ekki sé allt með felldu varðandi mál eins og vinnutíma og laun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu um stöðu útlendinga sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu. Meðal niðurstaðna hennar er að ýmissa úrbóta sé þörf til að tryggja að ekki sé brotið á réttindum erlends starfsfólk. Flest réttindabrot séu tilkomin vegna þekkingar- eða tímaleysis yfirmanna að mati skýrsluhöfunda en þó séu til íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem brjóti markvisst og reglulega á réttindum starfsfólks. Rúmenar vanmáttugir Greining á uppruna erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sýnir að flestir koma frá austurhluta Evrópu, ekki síst Póllandi. Pólverjar eru taldir í nokkuð sterkri stöðu þegar kemur að upplýsingum um réttindamál sín enda er í dag víða hægt að nálgast slík gögn á pólsku og ensku. Þessu sé hins vegar ekki eins farið með þá starfsmenn sem skilja illa tungumálin tvö. „Var sérstaklega talað um Rúmena sem vanmáttugan hóp vegna m.a. vegna skorts á upplýsingum á tungumáli sem þeir skilja. Voru viðraðar áhyggjur um að þeir gætu verið í viðkvæmari stöðu varðandi brot á kjarasamningum vegna bæði tungumála örðugleika og takmarkaðs tengslanets á Íslandi,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda leiðir þetta hugann að því „hverjir í íslensku samfélagi bera ábyrgð á upplýsingagjöf til erlends starfsfólks, bæði varðandi vinnutengd réttindi og um réttindi og skyldur almennt í samfélaginu.“ Gista á vinnustaðnum Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar er að misjafnt virðist vera hversu vel er staðið að búsetu starfsmanna. Algengt sé að vinna og vistarverur erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sé samtengt. Mikil þörf sé á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls í íslenskri ferðaþjónustu og styrkja þar með vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga um land allt. Einnig sé nauðsynlegt að fræða betur þá sem hefja ferðaþjónustu rekstur og ráða fólk í vinnu. Höfundar skýrslunnar eru Magnfríður Júlíusdóttir lektor í mannvistarlandfræði hjá Háskóla Íslands og Íris H. Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þær tóku viðtöl við starfsfólk stéttarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins og einnig við erlent starfsfólk í ferðaþjónustu víða um landið. Einnig var unnið með sérútkeyrslu gagna frá Hagstofu Íslands, til að kortleggja nánar erlendra ríkisborgara í ferðaþjónustustörfum hér á landi. Skýrslu þeirra má nálgast í heild hér. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Dæmi eru um að útlendingar sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu veigri sér við að leita réttar síns, vegna hræðslu við að verða sagt upp störfum. Það kunni að skýrast af vantrausti í garð stéttarfélaga í heimalöndum þeirra. Þetta vantraust leiði m.a. til ótta erlends starfsfólks við að nýta sér aðstoð stéttarfélaga, þó að þau viti að ekki sé allt með felldu varðandi mál eins og vinnutíma og laun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu um stöðu útlendinga sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu. Meðal niðurstaðna hennar er að ýmissa úrbóta sé þörf til að tryggja að ekki sé brotið á réttindum erlends starfsfólk. Flest réttindabrot séu tilkomin vegna þekkingar- eða tímaleysis yfirmanna að mati skýrsluhöfunda en þó séu til íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem brjóti markvisst og reglulega á réttindum starfsfólks. Rúmenar vanmáttugir Greining á uppruna erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sýnir að flestir koma frá austurhluta Evrópu, ekki síst Póllandi. Pólverjar eru taldir í nokkuð sterkri stöðu þegar kemur að upplýsingum um réttindamál sín enda er í dag víða hægt að nálgast slík gögn á pólsku og ensku. Þessu sé hins vegar ekki eins farið með þá starfsmenn sem skilja illa tungumálin tvö. „Var sérstaklega talað um Rúmena sem vanmáttugan hóp vegna m.a. vegna skorts á upplýsingum á tungumáli sem þeir skilja. Voru viðraðar áhyggjur um að þeir gætu verið í viðkvæmari stöðu varðandi brot á kjarasamningum vegna bæði tungumála örðugleika og takmarkaðs tengslanets á Íslandi,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda leiðir þetta hugann að því „hverjir í íslensku samfélagi bera ábyrgð á upplýsingagjöf til erlends starfsfólks, bæði varðandi vinnutengd réttindi og um réttindi og skyldur almennt í samfélaginu.“ Gista á vinnustaðnum Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar er að misjafnt virðist vera hversu vel er staðið að búsetu starfsmanna. Algengt sé að vinna og vistarverur erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sé samtengt. Mikil þörf sé á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls í íslenskri ferðaþjónustu og styrkja þar með vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga um land allt. Einnig sé nauðsynlegt að fræða betur þá sem hefja ferðaþjónustu rekstur og ráða fólk í vinnu. Höfundar skýrslunnar eru Magnfríður Júlíusdóttir lektor í mannvistarlandfræði hjá Háskóla Íslands og Íris H. Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þær tóku viðtöl við starfsfólk stéttarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins og einnig við erlent starfsfólk í ferðaþjónustu víða um landið. Einnig var unnið með sérútkeyrslu gagna frá Hagstofu Íslands, til að kortleggja nánar erlendra ríkisborgara í ferðaþjónustustörfum hér á landi. Skýrslu þeirra má nálgast í heild hér.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira