Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 23:20 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. EPA-EFE/YURI GRIPAS Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. Trumpstjórnin kynnti ákvörðunina sem tilraun til að hægja á Kínverjum á svæðinu. Þó er talið að ákvörðunin muni aðeins reita Kínverja til reiði sem þegar hafa svarað fyrir hinar ýmsu viðskiptaþvinganir sem Bandaríkjamenn beita þá. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð stjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum og í kjölfarið hefur Trump í auknum mæli gagnrýnt kínversk stjórnvöld. Þá hefur hann ítrekað sagt mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, ekki sterkan gagnvart Kínverjum. Stefna Bandaríkjanna hingað til hefur verið að deilur Kína og nágranna þeirra í Suður-Kínahafi skyldu leystar friðsamlega með aðkomu sáttanefnda Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að í augum Bandaríkjanna sé allt tilkall Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi utan þeirra lögsögu ólögmætt. Það á ekki við land ofan sjávarmáls, aðeins hafsvæðið. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Sjá einnig: Drekinn sýnir klærnar Bandaríkin segjast enn þá vera hlutlaus í deilum Suður-Kínahafsríkjanna um landsvæði en samkvæmt fréttaflutningi AP má lesa úr yfirlýsingunni að Bandaríkin munu styðja við Brúnei, Indónesíu, Malasíu, Filippseyjar og Víetnam, sem öll hafa mótmælt tilraunum Kína til að gera tilkall til hafsvæða í kring um eyjar, rif og grynningar á svæðinu. Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið. Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. Trumpstjórnin kynnti ákvörðunina sem tilraun til að hægja á Kínverjum á svæðinu. Þó er talið að ákvörðunin muni aðeins reita Kínverja til reiði sem þegar hafa svarað fyrir hinar ýmsu viðskiptaþvinganir sem Bandaríkjamenn beita þá. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð stjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum og í kjölfarið hefur Trump í auknum mæli gagnrýnt kínversk stjórnvöld. Þá hefur hann ítrekað sagt mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, ekki sterkan gagnvart Kínverjum. Stefna Bandaríkjanna hingað til hefur verið að deilur Kína og nágranna þeirra í Suður-Kínahafi skyldu leystar friðsamlega með aðkomu sáttanefnda Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að í augum Bandaríkjanna sé allt tilkall Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi utan þeirra lögsögu ólögmætt. Það á ekki við land ofan sjávarmáls, aðeins hafsvæðið. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Sjá einnig: Drekinn sýnir klærnar Bandaríkin segjast enn þá vera hlutlaus í deilum Suður-Kínahafsríkjanna um landsvæði en samkvæmt fréttaflutningi AP má lesa úr yfirlýsingunni að Bandaríkin munu styðja við Brúnei, Indónesíu, Malasíu, Filippseyjar og Víetnam, sem öll hafa mótmælt tilraunum Kína til að gera tilkall til hafsvæða í kring um eyjar, rif og grynningar á svæðinu. Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið. Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira