Dánaraðstoð siðlaus að mati lækna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2020 14:15 Landspítalinn kallar eftir vísindalegum rannsóknum áður en lengra er haldið. Vísir/vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, væntir þess að heilbrigðisráðuneytið verði við skýrslubeiðni hennar um dánaraðstoð í haust. Þó svo að stuðningur sé við líknardráp meðal almennings virðist heilbrigðsstarfsfólk vera því andsnúið. Með skýrslubeiðninni er þess óskað að heilbrigðisráðuneytið taki saman margvísleg gögn um dánaraðstoð, geri t.a.m. samantekt á löggjöfinni í nágrannalöndum okkar og þeim löndum þar sem líknardráp er leyft. Þau eru ekki mörg og hefur t.d. ekkert Norðurlandanna heimilað andlát með aðstoð. Í beiðninni er jafnframt kallað eftir því að hugur heilbrigðisstarfsfólks til málsins sé kannaður. Almenningur virðist styðja að leyfa dánaraðstoð og sagði Bryndís í Bítinu í morgun að æskilegt sé að skýr afstaða heilbrigðisstétta komi fram, enda myndu þær að líkindum hafa aðkomu að líknardrápum. Ekki Alþingis að ræða Ef marka má umsagnir þeirra við skýrslubeiðni Bryndísar á sínum tíma virðist ljóst að dánaraðstoð á ekki fylgi að fagna meðal heilbrigðisstétta. Embætti landlæknis lagðist þannig alfarið gegn því að Alþingi tæki málið til umfjöllunar árið 2018, umræðan um líknardráp eigi heima á vettvangi læknisfræðinnar. Þar að auki hafi heilbirgðisráðuneytið í ýmsu þarfara að snúast en að taka saman gögn um dánaraðstoð að mati landlæknis. „Í þessu sem svo mörgu öðru gera Íslendingar réttast í að fylgjast með þeirri umræðu og þróun sem á sér stað í nágrannalöndunum. Til þess eru nægir vetvangar [hér] í dag án þess að umræðan sé færð inn á alþingi Íslendinga,“ segir í umsögn embættisins. „Landlæknir mælir því eindregið gegn þessari tillögu til þingsályktunartillögu.“ Dánaraðstoð siðlaus að mati LÍ Læknafélag Íslands er á sömu blaðsíðu í umsögn sinni. Félagið segist vera hluti af Alþjóðafélagi lækna sem telur líknardráp vera siðlaus og „hvetur aðildarfélög sín og lækna til að taka aldrei þátt i líknardrápi, jafnvel þó landslög leyfi slíkt,“ segir Læknafélagið. Það telur óþarft að láta heilbrigðisráðherra taka saman umrædd gögn, á meðan líknardráp er refsivert samkvæmt hegningarlögum. „ Heilbrigðisráðherra hefur að mati LÍ fjölmörgum öðrum og brýnni verkum að sinna á sviði heilbrigðismála.“ „LÍ leggst eindregið gegn samþykkt þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.“ Umræða um dánaraðstoð, eða líknardráp, hefur aftur skotið upp kollinum eftir helgarviðtal við aðstandanda manns sem lét binda enda á líf sitt í Kanada fyrr á þessu ári.getty/Motortion Líknardráp „skemmdarverk fyrir siðferði þjóðarinnar“ Landspítalinn tekur ekki afstöðu til líknardráps í umsögn sinni en segir umræðuna hér á landi um málið hafa verið litla og á misskilningi byggð. Spítalinn segir jafnframt meira forgangsmál að klára stefnumörkun um líknarmeðferð á Íslandi og afla siðfræðilegra, lögfræðilegra og læknisfræðilegra gagna áður en lengra er haldið í umræðunni um líknardráp. Umræðan þurfi að fara fram í kjölfar rannsókna á dánaraðstoð - „sem að líkindum er helst í höndum fræðasamfélagsins.“ Þá sendi Guðmundur Pálsson heimilislæknir sjálfur inn umsögn um málið, þar sem hann leggst gegn hvers konar dánaraðstoð „sem felur í töku eigin lífs eða annarra með aðstoð fagstétta.“ Það sé hans mat að ákveði Alþingi að leyfa líknardráp „gæti það að mínu áliti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og reynast óbótlegt skemmdarverk fyrir siðferði þjóðarinnar,“ skrifar Guðmundur og nefnir fyrir því átta ástæður. Fólk fái að ráða hvernig það fer Sem fyrr segir vonast Bryndís Haraldsdóttir til að skýrslan frá heilbrigðisráðuneytinu um dánaraðstoð líti dagsins ljós í haust. Hún segist vona að hún geti orðið grundvöllur samfélagslegrar umræðu um málið og að endingu leiðarljós fyrir þær lagabreytingar sem þyrfti að ráðast í svo að dánaraðstoð geti orðið að veruleika. Mikilvægt sé að hafa skýra löggjöf um líknardráp, „óháð því hvort fólk myndi sjálft þiggja þessa þjónustu eða ekki,“ segir Bryndís. „Í mínum huga snýst þetta um val einstaklingsins, frelsi einstaklings til að fá að ráða því hvenær hann kveður þennan heim og með hvaða hætti,“ segir hún jafnframt en viðtal við hana má heyra í spilaranum hér að ofan. Umsagnir um þingsályktunartillögu Bryndísar um dánaraðstoð, skýrslubeiðnina fyrrnefndu, má nálgast með því að smella hér. Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Ærslabelgur veldur fjaðrafoki í Hafnarfirði „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, væntir þess að heilbrigðisráðuneytið verði við skýrslubeiðni hennar um dánaraðstoð í haust. Þó svo að stuðningur sé við líknardráp meðal almennings virðist heilbrigðsstarfsfólk vera því andsnúið. Með skýrslubeiðninni er þess óskað að heilbrigðisráðuneytið taki saman margvísleg gögn um dánaraðstoð, geri t.a.m. samantekt á löggjöfinni í nágrannalöndum okkar og þeim löndum þar sem líknardráp er leyft. Þau eru ekki mörg og hefur t.d. ekkert Norðurlandanna heimilað andlát með aðstoð. Í beiðninni er jafnframt kallað eftir því að hugur heilbrigðisstarfsfólks til málsins sé kannaður. Almenningur virðist styðja að leyfa dánaraðstoð og sagði Bryndís í Bítinu í morgun að æskilegt sé að skýr afstaða heilbrigðisstétta komi fram, enda myndu þær að líkindum hafa aðkomu að líknardrápum. Ekki Alþingis að ræða Ef marka má umsagnir þeirra við skýrslubeiðni Bryndísar á sínum tíma virðist ljóst að dánaraðstoð á ekki fylgi að fagna meðal heilbrigðisstétta. Embætti landlæknis lagðist þannig alfarið gegn því að Alþingi tæki málið til umfjöllunar árið 2018, umræðan um líknardráp eigi heima á vettvangi læknisfræðinnar. Þar að auki hafi heilbirgðisráðuneytið í ýmsu þarfara að snúast en að taka saman gögn um dánaraðstoð að mati landlæknis. „Í þessu sem svo mörgu öðru gera Íslendingar réttast í að fylgjast með þeirri umræðu og þróun sem á sér stað í nágrannalöndunum. Til þess eru nægir vetvangar [hér] í dag án þess að umræðan sé færð inn á alþingi Íslendinga,“ segir í umsögn embættisins. „Landlæknir mælir því eindregið gegn þessari tillögu til þingsályktunartillögu.“ Dánaraðstoð siðlaus að mati LÍ Læknafélag Íslands er á sömu blaðsíðu í umsögn sinni. Félagið segist vera hluti af Alþjóðafélagi lækna sem telur líknardráp vera siðlaus og „hvetur aðildarfélög sín og lækna til að taka aldrei þátt i líknardrápi, jafnvel þó landslög leyfi slíkt,“ segir Læknafélagið. Það telur óþarft að láta heilbrigðisráðherra taka saman umrædd gögn, á meðan líknardráp er refsivert samkvæmt hegningarlögum. „ Heilbrigðisráðherra hefur að mati LÍ fjölmörgum öðrum og brýnni verkum að sinna á sviði heilbrigðismála.“ „LÍ leggst eindregið gegn samþykkt þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.“ Umræða um dánaraðstoð, eða líknardráp, hefur aftur skotið upp kollinum eftir helgarviðtal við aðstandanda manns sem lét binda enda á líf sitt í Kanada fyrr á þessu ári.getty/Motortion Líknardráp „skemmdarverk fyrir siðferði þjóðarinnar“ Landspítalinn tekur ekki afstöðu til líknardráps í umsögn sinni en segir umræðuna hér á landi um málið hafa verið litla og á misskilningi byggð. Spítalinn segir jafnframt meira forgangsmál að klára stefnumörkun um líknarmeðferð á Íslandi og afla siðfræðilegra, lögfræðilegra og læknisfræðilegra gagna áður en lengra er haldið í umræðunni um líknardráp. Umræðan þurfi að fara fram í kjölfar rannsókna á dánaraðstoð - „sem að líkindum er helst í höndum fræðasamfélagsins.“ Þá sendi Guðmundur Pálsson heimilislæknir sjálfur inn umsögn um málið, þar sem hann leggst gegn hvers konar dánaraðstoð „sem felur í töku eigin lífs eða annarra með aðstoð fagstétta.“ Það sé hans mat að ákveði Alþingi að leyfa líknardráp „gæti það að mínu áliti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og reynast óbótlegt skemmdarverk fyrir siðferði þjóðarinnar,“ skrifar Guðmundur og nefnir fyrir því átta ástæður. Fólk fái að ráða hvernig það fer Sem fyrr segir vonast Bryndís Haraldsdóttir til að skýrslan frá heilbrigðisráðuneytinu um dánaraðstoð líti dagsins ljós í haust. Hún segist vona að hún geti orðið grundvöllur samfélagslegrar umræðu um málið og að endingu leiðarljós fyrir þær lagabreytingar sem þyrfti að ráðast í svo að dánaraðstoð geti orðið að veruleika. Mikilvægt sé að hafa skýra löggjöf um líknardráp, „óháð því hvort fólk myndi sjálft þiggja þessa þjónustu eða ekki,“ segir Bryndís. „Í mínum huga snýst þetta um val einstaklingsins, frelsi einstaklings til að fá að ráða því hvenær hann kveður þennan heim og með hvaða hætti,“ segir hún jafnframt en viðtal við hana má heyra í spilaranum hér að ofan. Umsagnir um þingsályktunartillögu Bryndísar um dánaraðstoð, skýrslubeiðnina fyrrnefndu, má nálgast með því að smella hér.
Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Ærslabelgur veldur fjaðrafoki í Hafnarfirði „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Sjá meira