Bera til baka rangfærslur um íkveikjur í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 12:15 Kóalabjörn liggur dauður eftir kjarrelda á Kengúrueyju í Ástralíu í gær. Talið er að eldar undanfarinna vikna hafi verið ákafari vegna hlýrri og þurrari aðstæðna sem rekja má til hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Vísir/EPA Lögreglan í Viktoríu í Ástralíu segir engar vísbendingar um að menn hafi viljandi kveikt kjarreldana sem hafa valdið eyðileggingu þar undanfarnar vikur. Misvísandi fullyrðingum hefur verið dreift á netinu sem ýkja hlut brennuvarga í eldunum. Sonur Bandaríkjaforseta er á meðal þeirra sem hafa dreift slíkum fullyrðingum. Uppruna fullyrðinga um að 183 brennuvargar hafi verið handteknir frá því að kjarreldarnir í Ástralíu hófust í september má rekja til The Australian, fjölmiðils News Corp, fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch. Fjölmiðlar Murdoch hafa verið fremstir í flokki þeirra sem hafa reynt að grafa undan vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum hnattrænna loftslagsbreytinga af völdum manna. Ríkisstjórn Ástralíu hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum en landið er einn stærsti kolaframleiðandi heims. Eldarnir hafa verið tengdir við hlýnandi loftslag af völdum manna þar sem óvenjuhlýtt og þurrt veður hefur skapað kjöraðstæður fyrir þá. Lengi hefur verið varað við því að hnattræn hlýnun hefði einmitt þau áhrif á gróðurelda. Eldarnir hafa kostað á þriðja tug manna lífið til þess að eyðilagt um 2.000 heimili. Fréttir News Corp fóru á flug eftir að bandarískir hægriöfgamenn og Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, dreifðu þeim á netinu. Þar hafa þær verið settar í samhengi um að Ástralar glími frekar við „íkveikjufaraldur“ en loftslagsneyðarástand. Samsæriskenningar hafa farið á kreik um að náttúruverndarsinnar hafi í raun kveikt eldana. Rannsókn Tækniháskólans í Queensland bendir til að tölvuyrki og tröll hafi dreift misvísandi upplýsingum um brennuvarga af þessu tagi á Twitter, að sögn The Guardian. Slökkviliðsmenn á þyrlu glíma við kjarrelda í Austur-Gippsland í Viktoríu 30. desember.AP/Viktoríuríki Ýktu verulega fjölda brennuvarga Tölurnar sem The Australian vísaði til um fjölda brennuvarga eru verulega ýktar. Í sumum ríkjum voru tölur fyrir allt árið 2019 notaðar. Þannig voru þeir 43 brennuvargar sem voru handteknir í Viktoríu allt árið í fyrra taldir með þeim 183 sem áttu að hafa verið handteknir á „síðustu mánuðum“. „Það eru sem stendur engar upplýsingar sem benda til þess að eldarnir í Austur-Gippsland og Norðaustrinu hafi verið kveiktir af brennuvörgum eða á annan grunsamlegan hátt,“ segir talskona lögreglunnar í Viktoríu um alvarlegustu eldana þar. The Guardian segir að inni í tölunni 183 sé einnig 101 einstaklingur sem blaðið sagði að hefði verið handtekinn fyrir að kveikja eld í kjarrlendi í Queensland. Lögreglan þar segir að sú tala sé ekki fjöldi þeirra sem voru handteknir fyrir íkveikjur heldur allra lögregluútkalla sem tengdust eldunum. Þar á meðal var fólk sem var handtekið fyrir að brjóta gegn algeru banni við að kveikja eld í kjarrlendi og einstaklingur sem fengu viðvaranir frá lögreglumönnum. Af þeim 1.068 kjarreldum sem tilkynnt hefur verið um í ríkinu sé talið að 114 hafi verið kveiktir viljandi af mönnum. Í Nýja Suður-Wales segir lögregla að 24 hafi verið handteknir fyrir íkveikju frá því að kjarreldatímabilið hófst. Slökkvilið þar segir að meirihluti eldanna þar hafi kviknað út frá eldingum og uppruni þeirra sé í fæstum tilvikum íkveikja. Íkveikjur eru engu að síður taldar vandamál í Ástralíu og hafa brennuvargar kveikt nokkra eldanna sem hafa logað undanfarnar vikur. Þá er talið að brennuvargar hafi kveikt nokkra verstu eldana í sögu landsins, þar á meðal eld sem varð tíu manns að bana á degi sem hefur verið nefndur svarti laugardagurinn í Ástralíu árið 2009. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8. janúar 2020 10:11 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Lögreglan í Viktoríu í Ástralíu segir engar vísbendingar um að menn hafi viljandi kveikt kjarreldana sem hafa valdið eyðileggingu þar undanfarnar vikur. Misvísandi fullyrðingum hefur verið dreift á netinu sem ýkja hlut brennuvarga í eldunum. Sonur Bandaríkjaforseta er á meðal þeirra sem hafa dreift slíkum fullyrðingum. Uppruna fullyrðinga um að 183 brennuvargar hafi verið handteknir frá því að kjarreldarnir í Ástralíu hófust í september má rekja til The Australian, fjölmiðils News Corp, fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch. Fjölmiðlar Murdoch hafa verið fremstir í flokki þeirra sem hafa reynt að grafa undan vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum hnattrænna loftslagsbreytinga af völdum manna. Ríkisstjórn Ástralíu hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum en landið er einn stærsti kolaframleiðandi heims. Eldarnir hafa verið tengdir við hlýnandi loftslag af völdum manna þar sem óvenjuhlýtt og þurrt veður hefur skapað kjöraðstæður fyrir þá. Lengi hefur verið varað við því að hnattræn hlýnun hefði einmitt þau áhrif á gróðurelda. Eldarnir hafa kostað á þriðja tug manna lífið til þess að eyðilagt um 2.000 heimili. Fréttir News Corp fóru á flug eftir að bandarískir hægriöfgamenn og Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, dreifðu þeim á netinu. Þar hafa þær verið settar í samhengi um að Ástralar glími frekar við „íkveikjufaraldur“ en loftslagsneyðarástand. Samsæriskenningar hafa farið á kreik um að náttúruverndarsinnar hafi í raun kveikt eldana. Rannsókn Tækniháskólans í Queensland bendir til að tölvuyrki og tröll hafi dreift misvísandi upplýsingum um brennuvarga af þessu tagi á Twitter, að sögn The Guardian. Slökkviliðsmenn á þyrlu glíma við kjarrelda í Austur-Gippsland í Viktoríu 30. desember.AP/Viktoríuríki Ýktu verulega fjölda brennuvarga Tölurnar sem The Australian vísaði til um fjölda brennuvarga eru verulega ýktar. Í sumum ríkjum voru tölur fyrir allt árið 2019 notaðar. Þannig voru þeir 43 brennuvargar sem voru handteknir í Viktoríu allt árið í fyrra taldir með þeim 183 sem áttu að hafa verið handteknir á „síðustu mánuðum“. „Það eru sem stendur engar upplýsingar sem benda til þess að eldarnir í Austur-Gippsland og Norðaustrinu hafi verið kveiktir af brennuvörgum eða á annan grunsamlegan hátt,“ segir talskona lögreglunnar í Viktoríu um alvarlegustu eldana þar. The Guardian segir að inni í tölunni 183 sé einnig 101 einstaklingur sem blaðið sagði að hefði verið handtekinn fyrir að kveikja eld í kjarrlendi í Queensland. Lögreglan þar segir að sú tala sé ekki fjöldi þeirra sem voru handteknir fyrir íkveikjur heldur allra lögregluútkalla sem tengdust eldunum. Þar á meðal var fólk sem var handtekið fyrir að brjóta gegn algeru banni við að kveikja eld í kjarrlendi og einstaklingur sem fengu viðvaranir frá lögreglumönnum. Af þeim 1.068 kjarreldum sem tilkynnt hefur verið um í ríkinu sé talið að 114 hafi verið kveiktir viljandi af mönnum. Í Nýja Suður-Wales segir lögregla að 24 hafi verið handteknir fyrir íkveikju frá því að kjarreldatímabilið hófst. Slökkvilið þar segir að meirihluti eldanna þar hafi kviknað út frá eldingum og uppruni þeirra sé í fæstum tilvikum íkveikja. Íkveikjur eru engu að síður taldar vandamál í Ástralíu og hafa brennuvargar kveikt nokkra eldanna sem hafa logað undanfarnar vikur. Þá er talið að brennuvargar hafi kveikt nokkra verstu eldana í sögu landsins, þar á meðal eld sem varð tíu manns að bana á degi sem hefur verið nefndur svarti laugardagurinn í Ástralíu árið 2009.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8. janúar 2020 10:11 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8. janúar 2020 10:11
Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent