Reykjavík barnanna Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. janúar 2020 09:00 Í Reykjavík eiga öll börn að fá jöfn tækifæri til að öðlast sterka sjálfsmynd, trúa á eigin getu og ná árangri. Til þess að svo megi verða hefur staðið yfir heildarendurskoðun á allri þjónustu Reykjavíkurborgar við börn og barnafjölskyldur. Foreldrar eru lykilaðilar í lífi barns en það, að öll börn búi við öruggt heilsueflandi umhverfi er sameiginlegt verkefni okkar allra. Velferðarráð hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við börn og barnafjölskyldur undanfarið ár með forvarnir og skjóta þjónustu að leiðarljósi. Farið hefur fram heildarendurskoðun á þeirri þjónustu sem velferðarsvið og þar með talið Barnavernd veitir börnum og fjölskyldum þeirra, í fjölþættu samráði við ýmsa aðila sem vinna að hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Þetta hefur skilað endurbótum, breyttu verklagi og aðgerðum til að efla þjónustuna enn frekar. Verndum börn Skipulagi Barnverndar hefur verið breytt og þjónustan styrkt og nú hefur Framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar í barnavernd til 2023 litið dagsins ljós. Þessi framkvæmdaáætlun ber með sér mjög miklar breytingar á barnaverndarstarfi til hins betra. Forgangsraðað er í þágu forvarna sem miða að valdeflingu barna og forsjáraðila, til að mynda með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun barna í félagsfærni og tilfinningastjórnun. Skjótt verði brugðist við á vettvangi barnsins þegar vandi steðjar að barni, það sé gert með samræmdum aðgerðum allra aðila hjá Reykjavíkurborg og í auknu samstarfi við önnur þjónustukerfi sem starfa á sama sviði. Aukin áhersla er á að árangur sé metinn og upplýsingar verði kynntar opinberlega. Samstarf um stuðningsþjónustu „Samstarfsnetið” er einnig nýtt verkefni á Velferðarsviði sem ætlað er að halda utan um öll stuðningsverkefni tengd börnum óháð fötlun eða ástæðu stuðningsþarfar. Meðal verkefna þess er persónuleg ráðgjöf, liðveisla, unglingasmiðjur, námskeið, og stuðningsfjölskyldur. Markmiðið er að þessi mikilvæga þjónusta, sem um 1100 börn og fjölskyldur þeirra njóta árlega, verði bæði betri og öflugri og að jafnt aðgengi að úrræðum sé tryggt um alla borg. Nýtt verklag og reglur um stuðningsþjónustu fyrir börn eru að líta dagsins ljós en ætlun okkar er að greiða leið notenda að fyrstu þjónustu og veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning í framhaldi. Fjölskyldur vita oftast best hvaða stuðning eða þjónustu þau þurfa til að geta nýtt styrkleika sína og látið drauma sína rætast. Okkur langar að nýta þá þekkingu meira inn í mat á þjónustuþörf í framtíðinni sem mun skila sér markvissari þjónustu og stuðla að nýsköpun og þróun í takt við þarfir og samfélagslegar aðstæður. „Betri borg fyrir börn“ Velferðarráð og Skóla og frístundaráð samþykktu á sameiginlegum fundi í haust að setja af stað sameiginlegt 2 ára verkefni í Breiðholti sem miðar að því að bæta þjónustu við börn og ungmenni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Skólaþjónustan þarf að vera heiltæka og samhæfð og veitt eins fljótt og auðið er helst í sem mestu mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna. Með þessu styrkjum við einnig þjónustu við skóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og stuðlum um leið að auknum gæðum í starfi með börnum á leik- og grunnskólaaldri.Ef vel tekst til þá munum við innleiða breytt verklag með samhæfða skóla- og velferðarþjónustu í öllum borgarhlutum. Draumar rætast Reykjavíkurborg er að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og við ætlum að tileinka okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar verkefnum, stefnumótun og ákvörðunum. Okkar sameiginlega markmið er að öll börn hafi jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Borgarstjórn Börn og uppeldi Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eiga öll börn að fá jöfn tækifæri til að öðlast sterka sjálfsmynd, trúa á eigin getu og ná árangri. Til þess að svo megi verða hefur staðið yfir heildarendurskoðun á allri þjónustu Reykjavíkurborgar við börn og barnafjölskyldur. Foreldrar eru lykilaðilar í lífi barns en það, að öll börn búi við öruggt heilsueflandi umhverfi er sameiginlegt verkefni okkar allra. Velferðarráð hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við börn og barnafjölskyldur undanfarið ár með forvarnir og skjóta þjónustu að leiðarljósi. Farið hefur fram heildarendurskoðun á þeirri þjónustu sem velferðarsvið og þar með talið Barnavernd veitir börnum og fjölskyldum þeirra, í fjölþættu samráði við ýmsa aðila sem vinna að hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Þetta hefur skilað endurbótum, breyttu verklagi og aðgerðum til að efla þjónustuna enn frekar. Verndum börn Skipulagi Barnverndar hefur verið breytt og þjónustan styrkt og nú hefur Framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar í barnavernd til 2023 litið dagsins ljós. Þessi framkvæmdaáætlun ber með sér mjög miklar breytingar á barnaverndarstarfi til hins betra. Forgangsraðað er í þágu forvarna sem miða að valdeflingu barna og forsjáraðila, til að mynda með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun barna í félagsfærni og tilfinningastjórnun. Skjótt verði brugðist við á vettvangi barnsins þegar vandi steðjar að barni, það sé gert með samræmdum aðgerðum allra aðila hjá Reykjavíkurborg og í auknu samstarfi við önnur þjónustukerfi sem starfa á sama sviði. Aukin áhersla er á að árangur sé metinn og upplýsingar verði kynntar opinberlega. Samstarf um stuðningsþjónustu „Samstarfsnetið” er einnig nýtt verkefni á Velferðarsviði sem ætlað er að halda utan um öll stuðningsverkefni tengd börnum óháð fötlun eða ástæðu stuðningsþarfar. Meðal verkefna þess er persónuleg ráðgjöf, liðveisla, unglingasmiðjur, námskeið, og stuðningsfjölskyldur. Markmiðið er að þessi mikilvæga þjónusta, sem um 1100 börn og fjölskyldur þeirra njóta árlega, verði bæði betri og öflugri og að jafnt aðgengi að úrræðum sé tryggt um alla borg. Nýtt verklag og reglur um stuðningsþjónustu fyrir börn eru að líta dagsins ljós en ætlun okkar er að greiða leið notenda að fyrstu þjónustu og veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning í framhaldi. Fjölskyldur vita oftast best hvaða stuðning eða þjónustu þau þurfa til að geta nýtt styrkleika sína og látið drauma sína rætast. Okkur langar að nýta þá þekkingu meira inn í mat á þjónustuþörf í framtíðinni sem mun skila sér markvissari þjónustu og stuðla að nýsköpun og þróun í takt við þarfir og samfélagslegar aðstæður. „Betri borg fyrir börn“ Velferðarráð og Skóla og frístundaráð samþykktu á sameiginlegum fundi í haust að setja af stað sameiginlegt 2 ára verkefni í Breiðholti sem miðar að því að bæta þjónustu við börn og ungmenni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Skólaþjónustan þarf að vera heiltæka og samhæfð og veitt eins fljótt og auðið er helst í sem mestu mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna. Með þessu styrkjum við einnig þjónustu við skóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og stuðlum um leið að auknum gæðum í starfi með börnum á leik- og grunnskólaaldri.Ef vel tekst til þá munum við innleiða breytt verklag með samhæfða skóla- og velferðarþjónustu í öllum borgarhlutum. Draumar rætast Reykjavíkurborg er að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og við ætlum að tileinka okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar verkefnum, stefnumótun og ákvörðunum. Okkar sameiginlega markmið er að öll börn hafi jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun