Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 06:30 Skemmtiferðaskipið Diamond Princess. Vísir/AP Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. Alls eru rúmlega 24 þúsund tilfelli af veirunni staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Tíu tilfelli hafa jafnframt verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipi sem er nú í einangrun í Japan. Heilbrigðisráðuneyti Kína staðfesti 65 andlát í gær. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi. Andlátin eru öll á meginlandi Kína en tveir hafa hingað til látist utan landsteinanna; einn á Filippseyjum og annar í Hong Kong. Báðir höfðu mennirnir heimsótt Wuhan áður en þeir veiktust og einnig voru þeir báðir með undirliggjandi sjúkdóma. Þá er talið að fleiri farþegar skemmtiferðaskipsins Diamond Princess, sem gert er út af fyrirtækinu Carnival Corp, muni greinast með veiruna. Tíu tilfelli hafa þegar verið staðfest, líkt og áður segir, og munu hinir smituðu vera fluttir á sjúkrahús. Þeir sem hafa smitast eru frá Ástralíu, Japan, Hong Kong, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Öðrum verður haldið í einangrun í skipinu, sem er við bryggju í borginni Yokohama, í tvær vikur. Alls eru 3700 manns um borð. Staðfest tilfelli nýju kórónaveirunnar í Japan eru nú orðin 33. Þá hefur einkenna veirunnar gætt meðal þrjátíu áhafnarmeðlima annars skemmtiferðaskips, sem ber heitið World Dream og gert er út af fyrirtækinu Dream Cruises. Skipinu var neitað um inngöngu í Taívan en kom í höfn í Hong Kong í dag. Heilbrigðisyfirvöld prófa nú fyrir veirunni um borð í skipinu en nær allir farþegar eru frá Hong Kong. Þrír Kínverjar sem síðar greindust með veiruna ferðuðust með skipinu í janúar. Hong Kong Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. Alls eru rúmlega 24 þúsund tilfelli af veirunni staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Tíu tilfelli hafa jafnframt verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipi sem er nú í einangrun í Japan. Heilbrigðisráðuneyti Kína staðfesti 65 andlát í gær. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi. Andlátin eru öll á meginlandi Kína en tveir hafa hingað til látist utan landsteinanna; einn á Filippseyjum og annar í Hong Kong. Báðir höfðu mennirnir heimsótt Wuhan áður en þeir veiktust og einnig voru þeir báðir með undirliggjandi sjúkdóma. Þá er talið að fleiri farþegar skemmtiferðaskipsins Diamond Princess, sem gert er út af fyrirtækinu Carnival Corp, muni greinast með veiruna. Tíu tilfelli hafa þegar verið staðfest, líkt og áður segir, og munu hinir smituðu vera fluttir á sjúkrahús. Þeir sem hafa smitast eru frá Ástralíu, Japan, Hong Kong, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Öðrum verður haldið í einangrun í skipinu, sem er við bryggju í borginni Yokohama, í tvær vikur. Alls eru 3700 manns um borð. Staðfest tilfelli nýju kórónaveirunnar í Japan eru nú orðin 33. Þá hefur einkenna veirunnar gætt meðal þrjátíu áhafnarmeðlima annars skemmtiferðaskips, sem ber heitið World Dream og gert er út af fyrirtækinu Dream Cruises. Skipinu var neitað um inngöngu í Taívan en kom í höfn í Hong Kong í dag. Heilbrigðisyfirvöld prófa nú fyrir veirunni um borð í skipinu en nær allir farþegar eru frá Hong Kong. Þrír Kínverjar sem síðar greindust með veiruna ferðuðust með skipinu í janúar.
Hong Kong Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28
Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07
Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15