Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2020 16:30 Lögregla og sjúkrabílar fylgdu rútum í gær sem fluttu farþega skipsins á sjúkrahús við heimkomu til landsins. Getty/Christopher Furlong Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. Fólkið var á meðal 32 Breta og Íra sem komu til landsins í gær eftir að hafa verið föst í sóttkví um borð í skipinu í Japan. Unnið er að því að flytja smitaða fólkið af spítala á sérstakar heilbrigðismiðstöðvar fyrir sýkta einstaklinga til frekari meðferðar. Talið er að þau hafi smitast um borð í skemmtiferðaskipinu. Þrettán staðfest tilfelli veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi. Farþegarnir 32 voru búnir að vera í tveggja vikna löngu sóttkví um borð í skipinu og áttu að vera í aðrar tvær vikur í heimalandinu. Sýni úr fólkinu voru send í rannsókn áður en þau flugu heim til Bretlands og reyndust þau þá öll vera neikvæð. Þrjár rútur fluttu farþegana frá herflugvelli í Wiltshire-sýslu á Arrowe Park sjúkrahúsið í gær í fylgd lögreglu og tveggja sjúkrabíla. Allir um borð klæddust hlífðarbúningum og andlitsgrímum. Á fimmtudag var greint frá því að minnst 621 af 3.700 farþegum skipsins Diamond Princess hafi smitast af veirunni skæðu og var þá um að ræða stærstu þyrpingu sýktra utan Kína. Þrír farþegar skipsins hafa nú látist af völdum veirunnar. Farþegar sem höfðu ekki greinst með smit fengu loks að fara frá borði síðasta miðvikudag. Bretland Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. Fólkið var á meðal 32 Breta og Íra sem komu til landsins í gær eftir að hafa verið föst í sóttkví um borð í skipinu í Japan. Unnið er að því að flytja smitaða fólkið af spítala á sérstakar heilbrigðismiðstöðvar fyrir sýkta einstaklinga til frekari meðferðar. Talið er að þau hafi smitast um borð í skemmtiferðaskipinu. Þrettán staðfest tilfelli veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi. Farþegarnir 32 voru búnir að vera í tveggja vikna löngu sóttkví um borð í skipinu og áttu að vera í aðrar tvær vikur í heimalandinu. Sýni úr fólkinu voru send í rannsókn áður en þau flugu heim til Bretlands og reyndust þau þá öll vera neikvæð. Þrjár rútur fluttu farþegana frá herflugvelli í Wiltshire-sýslu á Arrowe Park sjúkrahúsið í gær í fylgd lögreglu og tveggja sjúkrabíla. Allir um borð klæddust hlífðarbúningum og andlitsgrímum. Á fimmtudag var greint frá því að minnst 621 af 3.700 farþegum skipsins Diamond Princess hafi smitast af veirunni skæðu og var þá um að ræða stærstu þyrpingu sýktra utan Kína. Þrír farþegar skipsins hafa nú látist af völdum veirunnar. Farþegar sem höfðu ekki greinst með smit fengu loks að fara frá borði síðasta miðvikudag.
Bretland Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18
Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45
Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15
Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46