Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 14:01 Fiskiskipum siglt á miðin í Suður-Kínahafi í byrjun mánaðarins. Getty/Yao Feng Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægu Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. Flotinn hefur að mestu verið rétt fyrir utan landhelgi Ekvador en skipstjórar slökkva þó reglulega á sjálfvirkum staðsetningarbúnaði skipa í flotanum. Mörg skipanna eru nú farin af svæðinu en yfirvöld Í Kína segja flotann hafa farið eftir lögum og reglum. Sérfræðingar telja að Kínverjar geri út allt að sautján þúsund fiskiskip út um allan heim, sem ógni fiskistofnum og séu jafnvel notaður til ólöglegra veiða. Þar af eru þúsund skip skráð í öðrum löndum og er skipunum öllum skipt niður í marga flota. Um er að ræða skip sem eru notuð til veiða út á hafi, fjarri ströndum Kína. Svokölluð úthafsskip. Afli skipanna er fluttur í móðurskip sem koma honum til hafnar í Kína og flotunum fylgja olíuskip, önnur birgðaskip og jafnvel spítalaskip. Veiðarnar eru því stanslausar. Kína er stærsti útflutningsaðili fisks á heimsvísu og Kínverjar borðuðu rúmlega þriðjung alls þess fisks sem neytt var í heiminum árið 2015 (bls 72). Frá ströndum Vestur Afríku að ströndum Kóreuskagans hefur flotum, eins og þeim við Galápagoseyjar verið siglt inn í landhelgi annarra ríkja og eru þeir sagðir ógna fæðuöryggi fátækra þjóða. Í frétt Guardian segir þar að auki að fregnir hafi borist af grimmilegum mannréttindabrotum á áhöfnum þessara skipa. Um 340 skip voru við veiðar undan Galápagoseyjum.Skjáskot af Marinetraffic Meðal þess sem rannsóknir blaðamanna á þessum flotum hefur leitt í ljós er að Kínverjar hafa stundað gífurlega umfangsmiklar ólöglegar veiðar við strendur Norður-Kóreu. Þær veiðar hafi komið verulega niður á stofnum smokkfiska á svæðinu og leitt til þess að illa búnir sjómenn Norður-Kóreu hafa þurft að leita lengra út á sjó. Margir þeirra hafa dáið og til marks um það hafa hundruð draugaskipa rekið á land í Suður-Kóreu og Japan á undanförnum árum. Yfirvöld í Kína segja að Kínverjar geri út um 2.600 fiskiskip sem stundi veiðar fjarri Kína. Nýleg rannsókn Overseas Development Institute eða ODI, gefur þó til kynna að raunverulegur fjöldi slíkra skipa sé nærri 17 þúsund. Mörg þeirra beri ekki staðsetningarbúnað svo ekki sé hægt að fylgjast með því hvar þau séu við veiðar. Til samanburðar gera Bandaríkjamenn út tæplega 300 slík skip. Sérfræðingar sem Guardian ræddi við segja þessar veiðar að mestu leyti ekki vera ólöglegar. Það sé vandamál út af fyrir sig og ógni fiskistofnum. Þá sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld í Kína að auka gagnsæi í fiskveiðum þeirra. Bæði hve mikið flotarnir veiða og hvar. Það þurfi til að ná utan um umfang veiðanna. Kína Ekvador Sjávarútvegur Galapagoseyjar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægu Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. Flotinn hefur að mestu verið rétt fyrir utan landhelgi Ekvador en skipstjórar slökkva þó reglulega á sjálfvirkum staðsetningarbúnaði skipa í flotanum. Mörg skipanna eru nú farin af svæðinu en yfirvöld Í Kína segja flotann hafa farið eftir lögum og reglum. Sérfræðingar telja að Kínverjar geri út allt að sautján þúsund fiskiskip út um allan heim, sem ógni fiskistofnum og séu jafnvel notaður til ólöglegra veiða. Þar af eru þúsund skip skráð í öðrum löndum og er skipunum öllum skipt niður í marga flota. Um er að ræða skip sem eru notuð til veiða út á hafi, fjarri ströndum Kína. Svokölluð úthafsskip. Afli skipanna er fluttur í móðurskip sem koma honum til hafnar í Kína og flotunum fylgja olíuskip, önnur birgðaskip og jafnvel spítalaskip. Veiðarnar eru því stanslausar. Kína er stærsti útflutningsaðili fisks á heimsvísu og Kínverjar borðuðu rúmlega þriðjung alls þess fisks sem neytt var í heiminum árið 2015 (bls 72). Frá ströndum Vestur Afríku að ströndum Kóreuskagans hefur flotum, eins og þeim við Galápagoseyjar verið siglt inn í landhelgi annarra ríkja og eru þeir sagðir ógna fæðuöryggi fátækra þjóða. Í frétt Guardian segir þar að auki að fregnir hafi borist af grimmilegum mannréttindabrotum á áhöfnum þessara skipa. Um 340 skip voru við veiðar undan Galápagoseyjum.Skjáskot af Marinetraffic Meðal þess sem rannsóknir blaðamanna á þessum flotum hefur leitt í ljós er að Kínverjar hafa stundað gífurlega umfangsmiklar ólöglegar veiðar við strendur Norður-Kóreu. Þær veiðar hafi komið verulega niður á stofnum smokkfiska á svæðinu og leitt til þess að illa búnir sjómenn Norður-Kóreu hafa þurft að leita lengra út á sjó. Margir þeirra hafa dáið og til marks um það hafa hundruð draugaskipa rekið á land í Suður-Kóreu og Japan á undanförnum árum. Yfirvöld í Kína segja að Kínverjar geri út um 2.600 fiskiskip sem stundi veiðar fjarri Kína. Nýleg rannsókn Overseas Development Institute eða ODI, gefur þó til kynna að raunverulegur fjöldi slíkra skipa sé nærri 17 þúsund. Mörg þeirra beri ekki staðsetningarbúnað svo ekki sé hægt að fylgjast með því hvar þau séu við veiðar. Til samanburðar gera Bandaríkjamenn út tæplega 300 slík skip. Sérfræðingar sem Guardian ræddi við segja þessar veiðar að mestu leyti ekki vera ólöglegar. Það sé vandamál út af fyrir sig og ógni fiskistofnum. Þá sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld í Kína að auka gagnsæi í fiskveiðum þeirra. Bæði hve mikið flotarnir veiða og hvar. Það þurfi til að ná utan um umfang veiðanna.
Kína Ekvador Sjávarútvegur Galapagoseyjar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira