Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 09:07 Ásgeir Jónsson seðlabankastjórinn lagar jakkann á kynningarfundi um stýrivaxtaákvörðun. vísir/vilhelm Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. Slíkt geti mögulega dregið úr hvata fólks til að halda aftur á vinnumarkað og orðið til þess að atvinnuleysi verði langvarandi. Alþingismenn, stéttarfélög og ýmsir hagfræðingar hafa kallað eftir því að bæturnar verði hækkaðar. Fyrir því séu ekki aðeins mannúðarrök heldur jafnframt hagfræðileg, eins og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðingur rakti í nýlegri grein. Alþýðusamband Íslands tekur í sama streng, hvergi í heiminum hafi sú aðferð að „svelta fólk út af bótum skilað árangri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nefndi tvær aðstæður fyrir því að hann teldi hækkun atvinnuleysisbóta ekki ákjósanlega á þessum tímapunkti. Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu á dögunum. Samtök atvinnulífsins hafa talað á svipuðum nótum: „Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háar bætur í samhengi við laun á vinnumarkaði dragi úr hvata til atvinnuleitar og hafi þannig áhrif til aukins atvinnuleysis með tilheyrandi útgjöldum úr sameiginlegum sjóðum. Einnig hefur verið sýnt fram á að það sé samband milli lengdar bótatímabils og lengdar tímabils atvinnuleysis.“ Ekki fjárhagslegur hvati fyrir ungt fólk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, aðspurður í Fréttablaðinu, segir að hækkun atvinnuleysisbóta geti mögulega leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. „Hin almenna regla er sú að hækkun atvinnuleysisbóta dregur úr eftirspurn eftir störfum – miðað við hvað bætur eru nú háar bendir ekkert til annars en það gerist nú,“ segir Ásgeir. Slíkt geti orðið til þess að atvinnuleysið verði langvarandi. Lágar atvinnuleysisbætur geti orðið til þess að halda aftur af einkaneyslu - „en ég held að það eigi ekki við hér á landi,“ bætir Ásgeir við. Að sama skapi segist hann við blaðið hafa „verulegar áhyggjur“ af því að ungt fólk eigi í erfiðleikum með að hefja starfsferil sinn. Fyrstu skrefin á vinnumarkaði skili litlum peningalegum ávinningi. Greint var frá því gær að til standi að framlengja rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Þá verði hlutabótaúrræðið framlengt sömuleiðis. Vinnumarkaður Félagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02 Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00 Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. Slíkt geti mögulega dregið úr hvata fólks til að halda aftur á vinnumarkað og orðið til þess að atvinnuleysi verði langvarandi. Alþingismenn, stéttarfélög og ýmsir hagfræðingar hafa kallað eftir því að bæturnar verði hækkaðar. Fyrir því séu ekki aðeins mannúðarrök heldur jafnframt hagfræðileg, eins og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðingur rakti í nýlegri grein. Alþýðusamband Íslands tekur í sama streng, hvergi í heiminum hafi sú aðferð að „svelta fólk út af bótum skilað árangri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nefndi tvær aðstæður fyrir því að hann teldi hækkun atvinnuleysisbóta ekki ákjósanlega á þessum tímapunkti. Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu á dögunum. Samtök atvinnulífsins hafa talað á svipuðum nótum: „Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háar bætur í samhengi við laun á vinnumarkaði dragi úr hvata til atvinnuleitar og hafi þannig áhrif til aukins atvinnuleysis með tilheyrandi útgjöldum úr sameiginlegum sjóðum. Einnig hefur verið sýnt fram á að það sé samband milli lengdar bótatímabils og lengdar tímabils atvinnuleysis.“ Ekki fjárhagslegur hvati fyrir ungt fólk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, aðspurður í Fréttablaðinu, segir að hækkun atvinnuleysisbóta geti mögulega leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. „Hin almenna regla er sú að hækkun atvinnuleysisbóta dregur úr eftirspurn eftir störfum – miðað við hvað bætur eru nú háar bendir ekkert til annars en það gerist nú,“ segir Ásgeir. Slíkt geti orðið til þess að atvinnuleysið verði langvarandi. Lágar atvinnuleysisbætur geti orðið til þess að halda aftur af einkaneyslu - „en ég held að það eigi ekki við hér á landi,“ bætir Ásgeir við. Að sama skapi segist hann við blaðið hafa „verulegar áhyggjur“ af því að ungt fólk eigi í erfiðleikum með að hefja starfsferil sinn. Fyrstu skrefin á vinnumarkaði skili litlum peningalegum ávinningi. Greint var frá því gær að til standi að framlengja rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Þá verði hlutabótaúrræðið framlengt sömuleiðis.
Vinnumarkaður Félagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02 Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00 Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02
Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00
Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00