Svo gott sem hættir að verja Amasonfrumskóginn Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 11:37 Hér má sjá svæði þar sem bændur brenndu frumskóginn til að nota landið undir ræktun nautgripa. AP/Andre Penner Yfirvöld Í Brasilíu virðast alfarið hætt að gera tilraunir til að vernda Amasonfrumskógarins gagnvart eldum, ólöglegu skógarhöggi, landbúnaði og annarri starfsemi. Þess í stað hefur Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gert her landsins að byggja vegi og brýr með því markmiði að hægt verði að nýta frumskóginn enn frekar. Frá því í maí, þegar alþjóðasamfélagið kallaði eftir aðgerðum í kjölfar gríðarstórra skógarelda, sendi Bolsonaro herinn á vettvang. Herinn hefur hins vegar ekki gert eina tilraun til að koma í veg fyrir ólöglegar brennur eða skógarhögg, samkvæmt rannsókn AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komust einnig að því að sektum fyrir brot á umhverfisverndarlögum hefur fækkað um næstum því helming á fjórum árum og að Geimvísindastofnun Brasilíu sé hætt að notast við gervihnetti til að finna ólöglega starfsemi en þeirri aðferð var ítrekað beitt áður fyrr. Sjá einnig: Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Eyðing Amasonfrumskógarins err nú áætluð um 17 prósent af hámarki hans og hefur hún aukist ár frá ári. Um tíu þúsund ferkílómetrar voru ruddir í fyrra, sem var þriðjungi meira en árið áður. Bolsonaro hefur verið kennt um það og er hann sagður hafa gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn. Vísindamenn óttast að frumskógurinn sé nálægt því að tapa svo mörgum trjám að hann geti ekki skapað nægilega rigningu til að viðhalda sjálfum sér. Amasonfrumskógurinn er miklvægur til þess að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga af mannavöldum sökum þess hve miklu magni af kolefni skógurinn gleypir í sig. Hætti frumskógurinn að geta viðhaldið sjálfum sér mun mikill meirihluti hans að endingu breytast í hitabeltisgresju. Áætlað er að ef núverandi þróun haldi áfram, verði ekki aftur snúið eftir fimmtán til 30 ár. Jair Bolsonaro hefur auki eyðingu Amasonfrumskógarins verulega.AP/Eraldo Peres Á árunum 2003 til 2011 þróaði ríkisstjórn Luiz Inácio Lula da Silva, þáverandi forseta, sérstaka stofnun, IBAMA, til að hægja á eyðingu Amasonfrumskógarins. Nánast allir eftirlitsaðilar sögðu það virka vel. Aðrar ríkisstjórnir, eins og ríkisstjórn Dilma Rousseff, sem tók við völdum 2012, hafa svo grafið undan IBAMA og gert eyðingu skógarins auðveldari. Michel Temer, næsti forseti, og Bolsonaro eru svo sagðir hafa haldið þeirri þróun áfram. Einu sinni störfuðu 1.300 menn hjá IBAMA. Þeir fóru um Amasonfrumskóginn og stöðvuðu ólöglega eyðingu hans. Síðasta áhlaup stofnunarinnar átti sér stað í apríl. Þá var ólögleg námustarfsemi stöðvuð. Í kjölfar þess voru tveir yfirmenn aðgerðarinnar þó reknir af umhverfisráðuneyti Brasilíu. Ástæðan sem gefin var upp var „pólitísk hlutdrægni“ þeirra. Bolsonaro hefur nú sett alla starfsmenn IBAMA undir stjórn hersins. Brasilía Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Sjá meira
Yfirvöld Í Brasilíu virðast alfarið hætt að gera tilraunir til að vernda Amasonfrumskógarins gagnvart eldum, ólöglegu skógarhöggi, landbúnaði og annarri starfsemi. Þess í stað hefur Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gert her landsins að byggja vegi og brýr með því markmiði að hægt verði að nýta frumskóginn enn frekar. Frá því í maí, þegar alþjóðasamfélagið kallaði eftir aðgerðum í kjölfar gríðarstórra skógarelda, sendi Bolsonaro herinn á vettvang. Herinn hefur hins vegar ekki gert eina tilraun til að koma í veg fyrir ólöglegar brennur eða skógarhögg, samkvæmt rannsókn AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komust einnig að því að sektum fyrir brot á umhverfisverndarlögum hefur fækkað um næstum því helming á fjórum árum og að Geimvísindastofnun Brasilíu sé hætt að notast við gervihnetti til að finna ólöglega starfsemi en þeirri aðferð var ítrekað beitt áður fyrr. Sjá einnig: Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Eyðing Amasonfrumskógarins err nú áætluð um 17 prósent af hámarki hans og hefur hún aukist ár frá ári. Um tíu þúsund ferkílómetrar voru ruddir í fyrra, sem var þriðjungi meira en árið áður. Bolsonaro hefur verið kennt um það og er hann sagður hafa gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn. Vísindamenn óttast að frumskógurinn sé nálægt því að tapa svo mörgum trjám að hann geti ekki skapað nægilega rigningu til að viðhalda sjálfum sér. Amasonfrumskógurinn er miklvægur til þess að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga af mannavöldum sökum þess hve miklu magni af kolefni skógurinn gleypir í sig. Hætti frumskógurinn að geta viðhaldið sjálfum sér mun mikill meirihluti hans að endingu breytast í hitabeltisgresju. Áætlað er að ef núverandi þróun haldi áfram, verði ekki aftur snúið eftir fimmtán til 30 ár. Jair Bolsonaro hefur auki eyðingu Amasonfrumskógarins verulega.AP/Eraldo Peres Á árunum 2003 til 2011 þróaði ríkisstjórn Luiz Inácio Lula da Silva, þáverandi forseta, sérstaka stofnun, IBAMA, til að hægja á eyðingu Amasonfrumskógarins. Nánast allir eftirlitsaðilar sögðu það virka vel. Aðrar ríkisstjórnir, eins og ríkisstjórn Dilma Rousseff, sem tók við völdum 2012, hafa svo grafið undan IBAMA og gert eyðingu skógarins auðveldari. Michel Temer, næsti forseti, og Bolsonaro eru svo sagðir hafa haldið þeirri þróun áfram. Einu sinni störfuðu 1.300 menn hjá IBAMA. Þeir fóru um Amasonfrumskóginn og stöðvuðu ólöglega eyðingu hans. Síðasta áhlaup stofnunarinnar átti sér stað í apríl. Þá var ólögleg námustarfsemi stöðvuð. Í kjölfar þess voru tveir yfirmenn aðgerðarinnar þó reknir af umhverfisráðuneyti Brasilíu. Ástæðan sem gefin var upp var „pólitísk hlutdrægni“ þeirra. Bolsonaro hefur nú sett alla starfsmenn IBAMA undir stjórn hersins.
Brasilía Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Sjá meira