Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 22:33 Um 14.800 slökkviliðsmenn berjast við elda víða um Kaliforníu. AP/Cindy Yamanaka Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. Gamla metið var 1,96 milljónir ekra og var það sett árið 2018. Það sem er þó hvað merkilegast við metið er að sá hluti ársins sem iðulega er verstur vestanhafs, er ekki hafinn. Talskona slökkviliðsins Cal Fire, sem heldur utan um skógar- og kjarrelda, segir embættismenn uggandi yfir ástandinu. September og október séu verstu mánuðirnir, þá sé þurrkur iðulega mikill og vindar meiri, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Alls berjast um 14.800 slökkviliðsmenn við 23 stóra elda í ríkinu en frá 15. ágúst hafa 900 eldar verið skráðir. Embættismenn segja nauðsynlegt að koma í veg fyrir að nýir eldar kvikni. Ekki sé hægt að sinna þeim öllum. Með það í huga hefur tjaldsvæðum og almenningsgörðum víða verið lokað. Þannig er vonast til þess að færri eldar kvikni. Einn eldurinn, sem brennt hefur um sjö þúsund ekrur, kviknaði til að mynda út frá reyktæki sem notað var í veislu þar sem verið var að opinbera kyn ófædds barns, samkvæmt frétt LA Times. Íbúar Kaliforníu hafa sömuleiðis verið beðnir um að draga úr rafmagnsnotkun en sú mikla hitabylgja sem gengið yfir svæðið hefur leitt til mikillar rafmagnsnotkunar og eldarnir hafa skemmt dreifikerfi. Sunnudagurinn var einn heitasti dagurinn frá því mælingar hófust í Kaliforníu. Hér má sjá tvær gervihnattarmyndir sem teknar voru í gær. Önnur tekin um klukkan ellefu að morgni til og sú seinni um klukkan sjö um kvöldið. Skoða má myndefni úr gervihnettinum sem myndir eru frá með því að smella hér. On the left, California at 11am this morning from satellite. On the right, the same shot at 7pm this evening. Shows you the enormous amount of smoke sent into the atmosphere from numerous fires that broke out today. #CreekFire #ValleyFire #ElDoradoFire pic.twitter.com/MQLTEAc5ha— Drew Tuma (@DrewTumaABC7) September 6, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. Gamla metið var 1,96 milljónir ekra og var það sett árið 2018. Það sem er þó hvað merkilegast við metið er að sá hluti ársins sem iðulega er verstur vestanhafs, er ekki hafinn. Talskona slökkviliðsins Cal Fire, sem heldur utan um skógar- og kjarrelda, segir embættismenn uggandi yfir ástandinu. September og október séu verstu mánuðirnir, þá sé þurrkur iðulega mikill og vindar meiri, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Alls berjast um 14.800 slökkviliðsmenn við 23 stóra elda í ríkinu en frá 15. ágúst hafa 900 eldar verið skráðir. Embættismenn segja nauðsynlegt að koma í veg fyrir að nýir eldar kvikni. Ekki sé hægt að sinna þeim öllum. Með það í huga hefur tjaldsvæðum og almenningsgörðum víða verið lokað. Þannig er vonast til þess að færri eldar kvikni. Einn eldurinn, sem brennt hefur um sjö þúsund ekrur, kviknaði til að mynda út frá reyktæki sem notað var í veislu þar sem verið var að opinbera kyn ófædds barns, samkvæmt frétt LA Times. Íbúar Kaliforníu hafa sömuleiðis verið beðnir um að draga úr rafmagnsnotkun en sú mikla hitabylgja sem gengið yfir svæðið hefur leitt til mikillar rafmagnsnotkunar og eldarnir hafa skemmt dreifikerfi. Sunnudagurinn var einn heitasti dagurinn frá því mælingar hófust í Kaliforníu. Hér má sjá tvær gervihnattarmyndir sem teknar voru í gær. Önnur tekin um klukkan ellefu að morgni til og sú seinni um klukkan sjö um kvöldið. Skoða má myndefni úr gervihnettinum sem myndir eru frá með því að smella hér. On the left, California at 11am this morning from satellite. On the right, the same shot at 7pm this evening. Shows you the enormous amount of smoke sent into the atmosphere from numerous fires that broke out today. #CreekFire #ValleyFire #ElDoradoFire pic.twitter.com/MQLTEAc5ha— Drew Tuma (@DrewTumaABC7) September 6, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira