Breska lögreglan: „Hafnið hátíðahöldum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 14:49 Djammið í London. Ef vel er að gáð má sjá sjö manna hóp standa og spjalla saman. Frá og með mánudeginum verður slíkt ekki leyfilegt í borginni. Victoria Jones/PA Images via Getty Lögreglan í Bretlandi hefur varað almenning við því að nýta líðandi helgi til hátíðarhalda og partístands þó að hertar reglur um samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en á mánudag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Samtökum lögreglumanna að veruleg hætta sé á því að almenningur muni reyna að „nýta sér“ núverandi reglur til þess að skemmta sér saman áður en hinar hertu reglur taka gildi. Reglurnar sem taka gildi eftir helgi kveða á um að hámarksfjöldi fólks sem kemur saman í Englandi verði sex. Reglurnar munu gilda um alla aldurshópa. Reglurnar voru settar þar sem útlit er fyrir að Bretland gæti farið að „missa stjórn“ á kórónuveirufaraldrinum. Sektin fyrir fyrsta brot á reglunum nemur 100 Sterlingspundum, eða rúmlega 17.000 krónum. Sektin tvöfaldast svo fyrir hvert brot sem bætist við það fyrsta, þar til hámarki sektarheimildarinnar er náð eftir sex brot. Hámarkið er því 3.200 pund, eða um 560.000 krónur. Skotar, sem setja sínar eigin sóttvarnareglur, munu þá banna samkomur fleiri en sex innan- sem utandyra. Þó mega einstaklingar af sama heimili vera fleiri saman og reglurnar ná ekki til barna undir 12 ára aldri. Frá og með mánudeginum verða þá samkomur fleiri en sex innandyra ólöglegar í Wales, að því gefnu að um sé að ræða samkomu fólks af fleiri en einu heimili. Þó mega 30 manns enn hittast utandyra. Bretland England Skotland Wales Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi hefur varað almenning við því að nýta líðandi helgi til hátíðarhalda og partístands þó að hertar reglur um samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en á mánudag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Samtökum lögreglumanna að veruleg hætta sé á því að almenningur muni reyna að „nýta sér“ núverandi reglur til þess að skemmta sér saman áður en hinar hertu reglur taka gildi. Reglurnar sem taka gildi eftir helgi kveða á um að hámarksfjöldi fólks sem kemur saman í Englandi verði sex. Reglurnar munu gilda um alla aldurshópa. Reglurnar voru settar þar sem útlit er fyrir að Bretland gæti farið að „missa stjórn“ á kórónuveirufaraldrinum. Sektin fyrir fyrsta brot á reglunum nemur 100 Sterlingspundum, eða rúmlega 17.000 krónum. Sektin tvöfaldast svo fyrir hvert brot sem bætist við það fyrsta, þar til hámarki sektarheimildarinnar er náð eftir sex brot. Hámarkið er því 3.200 pund, eða um 560.000 krónur. Skotar, sem setja sínar eigin sóttvarnareglur, munu þá banna samkomur fleiri en sex innan- sem utandyra. Þó mega einstaklingar af sama heimili vera fleiri saman og reglurnar ná ekki til barna undir 12 ára aldri. Frá og með mánudeginum verða þá samkomur fleiri en sex innandyra ólöglegar í Wales, að því gefnu að um sé að ræða samkomu fólks af fleiri en einu heimili. Þó mega 30 manns enn hittast utandyra.
Bretland England Skotland Wales Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira