Navalní sagður á batavegi Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 13:38 Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað handtekið Navalní fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Pútín. Honum var meinað að bjóða sig fram gegn Pútín árið 2018 vegna saka sem hann segir að hafi átt sér pólitískar rætur. AP/Pavel Golovkin Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu, að sögn AP-fréttastofunnar. Navalní hefur dvalið á sjúkrahúsi í Berlín frá 22. ágúst. Þangað var honum flogið eftir að hann veiktist hastarlega í flug frá Síberíu til Moskvu. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og kröfðust þess að fá að flytja hann til læknismeðferðar í Þýskalandi. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Navalní hefði verið byrlað nýtt afbrigði af sovéska taugaeitrinu novichok. Stjórnvöld í Kreml hafa þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi gerst og krafist þess að fá upplýsingar frá þýskum yfirvöldum og jafnvel að fá að senda rannsakendur til Berlínar. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í dag niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með novichok. Það er sama eitrað og var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en ensk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir sig. Pútín segir óviðeigandi að saka hann um tilræðið Enn er óljóst hvort að Navalní hljóti fullan bata eftir eitrunina. Greint var frá því í síðustu viku að hann væri vaknaður úr dái en læknar hafa varað við því að þó að Navalní virðist á batavegi gæti hann glímt við langtímaafleiðingar. Reuters-fréttastofan segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi rætt við Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í síma í dag og sagt þar að það væri „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Rússar hafa einnig borið af sér sakir af því að hafa eitrað fyrir Skrípal-feðginunum. Vestrænar leyniþjónustur telja að Pútín hafi skipað fyrir um að Skrípal, sem hann telur svikara, skyldi myrtur. Fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga Pútín hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður í um tveggja áratuga stjórnartíð forsetans. Eitrað fyrir Alexei Navalní Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu, að sögn AP-fréttastofunnar. Navalní hefur dvalið á sjúkrahúsi í Berlín frá 22. ágúst. Þangað var honum flogið eftir að hann veiktist hastarlega í flug frá Síberíu til Moskvu. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og kröfðust þess að fá að flytja hann til læknismeðferðar í Þýskalandi. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Navalní hefði verið byrlað nýtt afbrigði af sovéska taugaeitrinu novichok. Stjórnvöld í Kreml hafa þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi gerst og krafist þess að fá upplýsingar frá þýskum yfirvöldum og jafnvel að fá að senda rannsakendur til Berlínar. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í dag niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með novichok. Það er sama eitrað og var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en ensk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir sig. Pútín segir óviðeigandi að saka hann um tilræðið Enn er óljóst hvort að Navalní hljóti fullan bata eftir eitrunina. Greint var frá því í síðustu viku að hann væri vaknaður úr dái en læknar hafa varað við því að þó að Navalní virðist á batavegi gæti hann glímt við langtímaafleiðingar. Reuters-fréttastofan segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi rætt við Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í síma í dag og sagt þar að það væri „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Rússar hafa einnig borið af sér sakir af því að hafa eitrað fyrir Skrípal-feðginunum. Vestrænar leyniþjónustur telja að Pútín hafi skipað fyrir um að Skrípal, sem hann telur svikara, skyldi myrtur. Fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga Pútín hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður í um tveggja áratuga stjórnartíð forsetans.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54
Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07
Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50