Gylfi Þór kominn í 100 marka klúbbinn á Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 22:00 Everton v Salford City - Carabao Cup Second Round LIVERPOOL ENGLAND - SEPTEMBER 16: Gylfi Sigurdsson of Everton celebrates his goal during the Carabao Cup Second Round match between Everton and Salford City at Goodison Park on September 16, 2020 in Liverpool, England. (Photo by Tony McArdle/Everton FC via Getty Images) Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, skoraði sitt 100. mark á Englandi er Everton lagði D-deildarlið Salford City á heimavelli sínum - Goodison Park - í enska deildarbikarnum í kvöld. Lauk leiknum með 3-0 sigri lærisveina Carlo Ancelotti og hefði sigurinn hæglega getað orðið mun stærri en Everton óð í færum og skaut að lágmarki fjórum sinnum í marksúlur mótherjanna í kvöld. Liðið er nú komið í 32-liða úrslit deildarbikarsins þar sem Fleetwood Town bíður. Gylfi Þór hóf leikinn gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina á varamannabekk Everton. Ancelotti gerði tíu breytingar á liði sínu frá þeim leik og kom Gylfi meðal annars inn á miðjuna, bar hann fyrirliðabandið í kvöld. Var þetta hans 100. leikur í byrjunarliði Everton. goals in English football starts for #EFCGylfi Sigurdsson. pic.twitter.com/auoGPj8jx2— Everton (@Everton) September 16, 2020 Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins strax á 8. mínútu en heimamenn þurftu að bíða lengi eftir næsta marki. Kom það á 73. mínútu þegar Anthony Gordon átti fína sendingu meðfram jörðinni frá vinstri vængnum inn á teig. Gylfi Þór afgreiddi færið snyrtilega í netið og skoraði þar með sitt 100. mark í enskum fótbolta. Gylfi var nálægt því að bæta því 101. í safnið en hann átti skot í stöng sem og Everton fékk vítaspyrnu. Hinn ungi Moise Kean fór á punktinn og skoraði af öryggi en á öðrum degi hefði Gylfi mögulega tekið vítið. Kean hafði klúðraði úrvalsfæri í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæra sendingu Gylfa inn á teig svo það var við hæfi að hann hann fengi tækifæri til þess að komast á blað. Af 100 mörkum Gylfa á Englandi hafa 24 komið síðan han gekk í raðir Everton árið 2017. Gylfi hefur leikið á Englandi nær allan sinn feril ef frá er talið eitt og hálft tímabil með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Ásamt því að hafa skorað fyrir Everton hefur Gylfi skorað fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur, Reading, Crewe Alexandra og Shrewsbury Town. 100 - Gylfi Sigurdsson has scored his 100th goal in English football:37 | Swansea City24 | Everton22 | Reading13 | Tottenham Hotspur3 | Crewe Alexandra1 | Shrewsbury TownGeyser.#CarabaoCup pic.twitter.com/qwXFQDeFXd— OptaJoe (@OptaJoe) September 16, 2020 Hinn 31 árs gamli Gylfi fékk hæstu einkunn allra leikmanna Everton á vefsíðunni Sofascore í kvöld. Hann var með 9 í einkunn, þar á eftir kom Michael Keane með 8.2 og Anthony Gordon með 8.0. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, skoraði sitt 100. mark á Englandi er Everton lagði D-deildarlið Salford City á heimavelli sínum - Goodison Park - í enska deildarbikarnum í kvöld. Lauk leiknum með 3-0 sigri lærisveina Carlo Ancelotti og hefði sigurinn hæglega getað orðið mun stærri en Everton óð í færum og skaut að lágmarki fjórum sinnum í marksúlur mótherjanna í kvöld. Liðið er nú komið í 32-liða úrslit deildarbikarsins þar sem Fleetwood Town bíður. Gylfi Þór hóf leikinn gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina á varamannabekk Everton. Ancelotti gerði tíu breytingar á liði sínu frá þeim leik og kom Gylfi meðal annars inn á miðjuna, bar hann fyrirliðabandið í kvöld. Var þetta hans 100. leikur í byrjunarliði Everton. goals in English football starts for #EFCGylfi Sigurdsson. pic.twitter.com/auoGPj8jx2— Everton (@Everton) September 16, 2020 Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins strax á 8. mínútu en heimamenn þurftu að bíða lengi eftir næsta marki. Kom það á 73. mínútu þegar Anthony Gordon átti fína sendingu meðfram jörðinni frá vinstri vængnum inn á teig. Gylfi Þór afgreiddi færið snyrtilega í netið og skoraði þar með sitt 100. mark í enskum fótbolta. Gylfi var nálægt því að bæta því 101. í safnið en hann átti skot í stöng sem og Everton fékk vítaspyrnu. Hinn ungi Moise Kean fór á punktinn og skoraði af öryggi en á öðrum degi hefði Gylfi mögulega tekið vítið. Kean hafði klúðraði úrvalsfæri í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæra sendingu Gylfa inn á teig svo það var við hæfi að hann hann fengi tækifæri til þess að komast á blað. Af 100 mörkum Gylfa á Englandi hafa 24 komið síðan han gekk í raðir Everton árið 2017. Gylfi hefur leikið á Englandi nær allan sinn feril ef frá er talið eitt og hálft tímabil með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Ásamt því að hafa skorað fyrir Everton hefur Gylfi skorað fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur, Reading, Crewe Alexandra og Shrewsbury Town. 100 - Gylfi Sigurdsson has scored his 100th goal in English football:37 | Swansea City24 | Everton22 | Reading13 | Tottenham Hotspur3 | Crewe Alexandra1 | Shrewsbury TownGeyser.#CarabaoCup pic.twitter.com/qwXFQDeFXd— OptaJoe (@OptaJoe) September 16, 2020 Hinn 31 árs gamli Gylfi fékk hæstu einkunn allra leikmanna Everton á vefsíðunni Sofascore í kvöld. Hann var með 9 í einkunn, þar á eftir kom Michael Keane með 8.2 og Anthony Gordon með 8.0.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira