Þegar börn beita önnur börn ofbeldi Guðrún Ágústa Ágústsdóttir skrifar 1. október 2020 17:31 Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 34 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra þeirra frá árinu 1986. Teymið okkar starfar þétt saman og höfum við góða yfirsýn yfir ástæður þess að fólk leiti til okkar. Ástæðurnar eru þó nokkrar. Ungmenni á aldrinum 13-18 ára hafa verið hvað útsettust fyrir fikti og neyslu vímuefna, þessi hópur hefur verið í hve mestri hættu á brottfalli út úr skóla, töluvert hefur borið á einangrun þeirra sem standa félagslega höllum fæti í þessum hópi, töluvert er um mikla spilun tölvuleikja og jafnvel tölvu og net fíkn. Það sem við sjáum og teljum einstaklega alvarlegt er að ofbeldi í þessum hópi ungmenna er mikið, alvarlegt og á stundum hrottalegt. Vopnuð ungmenni og hrottalegt ofbeldi Við í Foreldrahúsi höfum orðið varar við að stórir vinahópar myndast stundum á milli hverfa þar sem ungmenni ferðast á milli til að slást og stundum er þetta þannig að margir fara saman og ráðast á einn. Oft eru notuð þung barefli eins og skiptilyklar og hamrar sem dæmi eða önnur vopn eins og rafbyssur, kylfur, piparúði eða hnífar. Þung spörk látin dynja á höfði þess sem ráðist er á. Ofbeldisverkið er oft tekið upp á snjallsíma og sent á milli vinahópa til að hóta og eða myndum og myndböndum dreyft inn á samfélagsmiðlahópa þar sem allir geta séð, þá er búið að niðurlægja þann sem varð fyrir ofbeldinu fyrir alþjóð og er það hluti af ofbeldinu. Vopn ganga kaupum og sölum á appi og auðvelt er að kaupa þar hverskyns vopn og fíkniefni. Sölusíða með innfluttum vopna varningi er opin þeim sem vilja, spyr þar engin um aldur. Ástæður ofbeldisins eru oft á tíðum litlar sem engar, verið að rukka inn nokkra þúsundkalla eða einhver sagði eitthvað óviðeigandi við einhvern úr hópnum. Alvarlegar afleiðingar ofbeldis Til okkar leita þau ungmenni sem eru að takast á við alvarlegar afleiðingar þessara ofbeldisverka. Oftast ungir óharðnaðir strákar sem taka þátt og eða verða vitni að því þegar lúskrað er hrottalega á einstaklingi. Í þessum vinahópum á sér stað mikill hópþrýstingur. Valið stendur oft á milli þess að taka þátt eða verða sjálfur fyrir ofbeldi. Sumir drengir láta undan þrýstingi og eru ekki nægilega sterkir til að neita þátttöku. Þessir sömu drengir koma til okkar í áfalli eftir að hafa horft uppá ofbeldisverknað, þeir eiga erfitt með að sofa, þora ekki að vera einir á ferð af ótta við að verða „næstur í röðinni“. Þeir eru óttaslegnir og kvíðnir, fullir af sektarkennd og samviskubiti. Á þessu stigi málsins byrja þeir að deyfa sig með efnum til að róa taugakerfið sitt og til að slökkva á hugsunum um verknaðinn. Mál af þessu tagi vekur óhug og viljum við vekja athygli á alvarleika afleiðinga slíkra ofbeldisverka. Allir tapa Í mínum huga er það nokkuð ljóst að það tapa allir í ofbeldismálum sem þessum, sá sem verður fyrir ofbeldinu augljóslega, gerendur og áhorfendur hljóta skaða af nema hann er ekki sýnilegur. Við berum öll ábyrgð á að stöðva ungmenna ofbeldi. Við eigum að taka okkur fasta stöðu gegn ofbeldi og senda skýr skilaboð, við viljum ekki ofbeldi í okkar samfélagi! Höfundur er uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 34 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra þeirra frá árinu 1986. Teymið okkar starfar þétt saman og höfum við góða yfirsýn yfir ástæður þess að fólk leiti til okkar. Ástæðurnar eru þó nokkrar. Ungmenni á aldrinum 13-18 ára hafa verið hvað útsettust fyrir fikti og neyslu vímuefna, þessi hópur hefur verið í hve mestri hættu á brottfalli út úr skóla, töluvert hefur borið á einangrun þeirra sem standa félagslega höllum fæti í þessum hópi, töluvert er um mikla spilun tölvuleikja og jafnvel tölvu og net fíkn. Það sem við sjáum og teljum einstaklega alvarlegt er að ofbeldi í þessum hópi ungmenna er mikið, alvarlegt og á stundum hrottalegt. Vopnuð ungmenni og hrottalegt ofbeldi Við í Foreldrahúsi höfum orðið varar við að stórir vinahópar myndast stundum á milli hverfa þar sem ungmenni ferðast á milli til að slást og stundum er þetta þannig að margir fara saman og ráðast á einn. Oft eru notuð þung barefli eins og skiptilyklar og hamrar sem dæmi eða önnur vopn eins og rafbyssur, kylfur, piparúði eða hnífar. Þung spörk látin dynja á höfði þess sem ráðist er á. Ofbeldisverkið er oft tekið upp á snjallsíma og sent á milli vinahópa til að hóta og eða myndum og myndböndum dreyft inn á samfélagsmiðlahópa þar sem allir geta séð, þá er búið að niðurlægja þann sem varð fyrir ofbeldinu fyrir alþjóð og er það hluti af ofbeldinu. Vopn ganga kaupum og sölum á appi og auðvelt er að kaupa þar hverskyns vopn og fíkniefni. Sölusíða með innfluttum vopna varningi er opin þeim sem vilja, spyr þar engin um aldur. Ástæður ofbeldisins eru oft á tíðum litlar sem engar, verið að rukka inn nokkra þúsundkalla eða einhver sagði eitthvað óviðeigandi við einhvern úr hópnum. Alvarlegar afleiðingar ofbeldis Til okkar leita þau ungmenni sem eru að takast á við alvarlegar afleiðingar þessara ofbeldisverka. Oftast ungir óharðnaðir strákar sem taka þátt og eða verða vitni að því þegar lúskrað er hrottalega á einstaklingi. Í þessum vinahópum á sér stað mikill hópþrýstingur. Valið stendur oft á milli þess að taka þátt eða verða sjálfur fyrir ofbeldi. Sumir drengir láta undan þrýstingi og eru ekki nægilega sterkir til að neita þátttöku. Þessir sömu drengir koma til okkar í áfalli eftir að hafa horft uppá ofbeldisverknað, þeir eiga erfitt með að sofa, þora ekki að vera einir á ferð af ótta við að verða „næstur í röðinni“. Þeir eru óttaslegnir og kvíðnir, fullir af sektarkennd og samviskubiti. Á þessu stigi málsins byrja þeir að deyfa sig með efnum til að róa taugakerfið sitt og til að slökkva á hugsunum um verknaðinn. Mál af þessu tagi vekur óhug og viljum við vekja athygli á alvarleika afleiðinga slíkra ofbeldisverka. Allir tapa Í mínum huga er það nokkuð ljóst að það tapa allir í ofbeldismálum sem þessum, sá sem verður fyrir ofbeldinu augljóslega, gerendur og áhorfendur hljóta skaða af nema hann er ekki sýnilegur. Við berum öll ábyrgð á að stöðva ungmenna ofbeldi. Við eigum að taka okkur fasta stöðu gegn ofbeldi og senda skýr skilaboð, við viljum ekki ofbeldi í okkar samfélagi! Höfundur er uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun