Erlent

Stefnir í sigur stjórnar­and­stöðunnar í Litháen

Atli Ísleifsson skrifar
Líkur eru á því að Ingrida Simonyte verði næsti forsætisráðherra Litháens.
Líkur eru á því að Ingrida Simonyte verði næsti forsætisráðherra Litháens. EPA

Bandalag mið- og hægriflokka virðist hafa unnið sigur í síðari umferð litháísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. Flokkarnir hafa að undanförnu verið í stjórnarandstöðu.

Búið er að telja stærstan hluta atkvæða og virðist sem að áætlun stjórnandstöðuflokkanna að beina spjótum sínum að viðbrögðum stjórnar Saulius Skvernelis forsætisráðherra og Bænda- og umhverfisflokks (LVZS) hans, við heimsfaraldrinum hafi skilað árangri.

Samkvæmt nýjustu tölum hefur Kristilega fósturlandssambandið (TS-LKD), undir stjórn fyrrverandi fjármálaráðherrans, hinnar 45 ára Ingrida Simonyte, tryggt sér 49 þingsæti af 141. 

Er búist við að Simonyte myndi stjórn með tveimur frjálslyndum flokkum sem fengu annars vegar tólf þingsæti og hins vegar ellefu.

Stjórnarflokkurinn LVZS fékk 32 þingsæti, en aukin útbreiðsla kórónuveirunnar, mikið atvinnuleysi og hækkandi skuldir ríkissjóðs eru taldar hafa stuðlað að dvínandi vinsældum Skvernelis og stjórnarflokks hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×