Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2020 14:06 Í viðtalinu tjáði Díana sig m.a. um Camillu Parker Bowles, núverandi eiginkonu Karls Bretaprins. BBC Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, hefur farið fram á að BBC hefji rannsókn á því hvernig blekkingum var beitt til að fá prinsessuna til að veita fjölmiðlamanninum Martin Bashir viðtal árið 1995. 23 milljónir manna horfðu á hið afar persónulega viðtal, þar sem Díana svaraði m.a. spurningum um líðan sína og ástand hjónbands síns og Karls Bretaprins. Spencer sakar breska ríkisútvarpið um hvíttþvott vegna málsins en hann heldur því fram að Bashir hafi þvingað Díönu í viðtalið með fölsuðum bankayfirlitum og ósönnum kjaftasögum um meint framhjáhald Karls með barnfóstrunni Tiggy Leggy-Bourke. Samkvæmt Guardian áttu bankayfirlitin að sýna að leyniþjónustan hefði greitt tveimur háttsettum starfsmönnum bresku hirðarinnar fyrir upplýsingar um Díönu. Tim Davie, framkvæmdastjóri BBC, hafnaði því í síðustu viku að taka ásakanirnar til rannsóknar en baðst afsökunar á notkun hinna fölsuðu gagna. Spencer segist hins vegar aldrei myndu hafa kynnt systur sína og Bashir ef ekki hefði verið fyrir fölsunina og segir forsvarsmenn BBC ekki átta sig á alvarleika málsins. Hann hefur kallað eftir því að ríkisútvarpið biðji fjölskyldu hans og almenning afsökunar. Guardian hefur eftir talsmanni BBC að ómögulegt sé að ræða við Bashir vegna veikinda en fram hefur komið að hann er illa haldin af Covid-19. Þá er því neitað að hin fölsuðu gögn hafi haft nokkuð með það að gera að Díana ákvað að veita Bashir viðtal. Að sögn talsmannsins reit prinsessan yfirlýsingu þess efnis en ekki er vitað hvar plaggið er. Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, hefur farið fram á að BBC hefji rannsókn á því hvernig blekkingum var beitt til að fá prinsessuna til að veita fjölmiðlamanninum Martin Bashir viðtal árið 1995. 23 milljónir manna horfðu á hið afar persónulega viðtal, þar sem Díana svaraði m.a. spurningum um líðan sína og ástand hjónbands síns og Karls Bretaprins. Spencer sakar breska ríkisútvarpið um hvíttþvott vegna málsins en hann heldur því fram að Bashir hafi þvingað Díönu í viðtalið með fölsuðum bankayfirlitum og ósönnum kjaftasögum um meint framhjáhald Karls með barnfóstrunni Tiggy Leggy-Bourke. Samkvæmt Guardian áttu bankayfirlitin að sýna að leyniþjónustan hefði greitt tveimur háttsettum starfsmönnum bresku hirðarinnar fyrir upplýsingar um Díönu. Tim Davie, framkvæmdastjóri BBC, hafnaði því í síðustu viku að taka ásakanirnar til rannsóknar en baðst afsökunar á notkun hinna fölsuðu gagna. Spencer segist hins vegar aldrei myndu hafa kynnt systur sína og Bashir ef ekki hefði verið fyrir fölsunina og segir forsvarsmenn BBC ekki átta sig á alvarleika málsins. Hann hefur kallað eftir því að ríkisútvarpið biðji fjölskyldu hans og almenning afsökunar. Guardian hefur eftir talsmanni BBC að ómögulegt sé að ræða við Bashir vegna veikinda en fram hefur komið að hann er illa haldin af Covid-19. Þá er því neitað að hin fölsuðu gögn hafi haft nokkuð með það að gera að Díana ákvað að veita Bashir viðtal. Að sögn talsmannsins reit prinsessan yfirlýsingu þess efnis en ekki er vitað hvar plaggið er.
Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira