Eigendur Finnsku búðarinnar þurfa að greiða þrotabúinu milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2020 11:00 Finnsku búðinni í Kringlunni var lokað í janúar 2019. Reitir Eigendur Finnsku búðarinnar sem rekin var í Kringlunni voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi búðarinnar um tíu milljónir króna. Um var að ræða greiðslur frá búðinni til eigendanna, sem þær skýrðu m.a. sem vangoldin laun. Fyrir hönd þrotabús Finnsku búðarinnar var þess krafist að greiðslum búðarinnar til eigendanna, þriggja finnskra kvenna, sem ýmist bárust þeim með millifærslum eða kaupum á gjafabréfum hjá Landsbankanum, yrði rift og þær dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu samtals rúmar ellefu milljónir króna. Rakið er í dómi að konurnar hafi hver um sig átt þriðjungshlut í félaginu sem rak verslun undir merkjum Finnsku búðarinnar. Búðin flutti í Kringluna árið 2015 og var rekin þar þangað til henni var lokað 2019. Þá kemur fram í dómi að umtalsvert tap hafi orðið á rekstrinum og konurnar komið sér upp skuld við tollstjóra vegna vangreiddrar staðgreiðslu. Komið var upp greiðsluáætlun árið 2018 og á meðan félagið stæði við hana var því heitið að ekki yrði krafist gjaldþrotaskipta. Greiðslur frá félaginu samkvæmt áætluninni hættu þó að berast þetta sama ár. Konurnar ákváðu loks að loka versluninni í janúar 2019. Þá fór fram rýmingarsala og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2019. Þá var skuld félagsins sögð nema samtals rúmum sex milljónum króna. Gjafabréfin jólagjafir starfsmanna Konurnar báru því m.a. fyrir sig að umræddar greiðslur sem félagið greiddi þeim hefðu verið vegna vangreiddra launa, auk þess sem ein þeirra skýrði kaup á gjafabréfum Landsbankans sem jólagjafir til starfsmanna búðarinnar, þrettán talsins. Dómurinn féllst að endingu á að rifta öllum greiðslunum, fyrir utan kaupin á áðurnefndum gjafabréfum að upphæð um 1,7 milljónir. Konan var sýkn af þeirri kröfu en millifærslu til hennar upp á um 2,9 milljónir var rift og hún dæmd til að greiða þrotabúinu féð til baka. Þá voru hinar konurnar dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu annars vegar þrjár milljónir króna og hins vegar um 3,9 milljónir. Tvær kvennanna voru auk þess dæmdar til að greiða 650 þúsund í málskostnað hvor en málskostnaður var látinn falla niður í máli þeirrar þriðju. Verslun Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Fyrir hönd þrotabús Finnsku búðarinnar var þess krafist að greiðslum búðarinnar til eigendanna, þriggja finnskra kvenna, sem ýmist bárust þeim með millifærslum eða kaupum á gjafabréfum hjá Landsbankanum, yrði rift og þær dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu samtals rúmar ellefu milljónir króna. Rakið er í dómi að konurnar hafi hver um sig átt þriðjungshlut í félaginu sem rak verslun undir merkjum Finnsku búðarinnar. Búðin flutti í Kringluna árið 2015 og var rekin þar þangað til henni var lokað 2019. Þá kemur fram í dómi að umtalsvert tap hafi orðið á rekstrinum og konurnar komið sér upp skuld við tollstjóra vegna vangreiddrar staðgreiðslu. Komið var upp greiðsluáætlun árið 2018 og á meðan félagið stæði við hana var því heitið að ekki yrði krafist gjaldþrotaskipta. Greiðslur frá félaginu samkvæmt áætluninni hættu þó að berast þetta sama ár. Konurnar ákváðu loks að loka versluninni í janúar 2019. Þá fór fram rýmingarsala og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2019. Þá var skuld félagsins sögð nema samtals rúmum sex milljónum króna. Gjafabréfin jólagjafir starfsmanna Konurnar báru því m.a. fyrir sig að umræddar greiðslur sem félagið greiddi þeim hefðu verið vegna vangreiddra launa, auk þess sem ein þeirra skýrði kaup á gjafabréfum Landsbankans sem jólagjafir til starfsmanna búðarinnar, þrettán talsins. Dómurinn féllst að endingu á að rifta öllum greiðslunum, fyrir utan kaupin á áðurnefndum gjafabréfum að upphæð um 1,7 milljónir. Konan var sýkn af þeirri kröfu en millifærslu til hennar upp á um 2,9 milljónir var rift og hún dæmd til að greiða þrotabúinu féð til baka. Þá voru hinar konurnar dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu annars vegar þrjár milljónir króna og hins vegar um 3,9 milljónir. Tvær kvennanna voru auk þess dæmdar til að greiða 650 þúsund í málskostnað hvor en málskostnaður var látinn falla niður í máli þeirrar þriðju.
Verslun Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent