Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 10:21 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur sést mun sjaldnar á almannafæri en áður. EPA/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnar á nýju ári áttunda flokksþing Verkamannaflokks landsins. Síðasta flokksþing var haldið fyrir fimm árum síðan og þá notaði Kim það til að tryggja yfirráð sín og heita því að koma upp kjarnorkuvopnum og lagði hann fram metnaðarfulla efnahagsáætlun, sem hefur ekki ræst. Nú stendur einræðisherrann frammi fyrir fjölmörgum krísum. Stærsta krísa einræðisherrans snýr að hagkerfi Norður-Kóreu sem stendur verulega höllum fæti vegna viðskiptaþvingana og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það telja starfsmenn Hagstofu Suður-Kóreu að hagvöxtur hafi orðið í Norður-Kóreu í fyrsta sinn í þrjú ár. Hagkerfi einræðisríkisins hafi stækkað um 0,4 prósent í fyrra. Árið 2018 dróst hagkerfið saman um 4,1 prósent og 3,5 prósent árið 2017. Í ræðu sem Kim hélt í október bað hann þegna sína afsökunar á efnahagsástandinu og hét hann bótum og betrun. Sjá einnig: Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Það var eftir að óveður og flóð skemmdu mikið af uppskeru landsins. Það auk faraldurs nýju kórónuveirunnar og refsiaðgerða hefur komið verulega niður á efnahagi landsins. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þó fáa valkosti í stöðunni fyrir einræðisherrann, aðra en að kreista þjóð sína áfram. Landamæri Norður-Kóreu og Kína, stærsta viðskiptafélaga ríkisins, eru lokuð og verða það áfram í bili. Viðskipti ríkjanna drógust saman um 75 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins og leiddi það til skorts og lokanna verksmiðja í Norður-Kóreu. Kim Jong Un á flokksþingi árið 2016.AP/Wong Maye-E Ríkisstjórn Kim greip fljótt til strangra sóttvarna þegar faraldur Covid-19 hófst og ástæðan er talin vera sú að heilbrigðiskerfi ríkisins sé einstaklega slæmt. Allur búnaður sé áratugagamall, skortur sé á lyfjum og öðru og þar að auki sé heilsa íbúa einræðisríkisins heilt yfir ekki góð. Ráðamenn viti að brjótist út faraldur í ríkinu muni þeir koma verulega illa út úr honum. Þá hefur Kim lítið sést á almannafæri á árinu. AP segir hann hafa sést alls 53 sinnum og þá hafi hann verið að skoða vopn, svæði sem urðu illa úti vegna fellibylja og sótt fundi. Undanfarin fjögur ár hefur hann að meðaltali tekið þátt í 103 slíkum viðburðum á ári. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær flokksþingið verður haldið. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna muni hafa á Norður-Kóreu. Búist er við því að Biden muni ekki hafa áhuga á að hitta Kim, eins og Donald Trump gerði, og þar að auki er búist við því að Biden muni hafa í önnur horn að líta heima fyrir. Einhverjir sérfræðingar telja líklegt að Kim muni grípa til eldflaugatilrauna til að ná athygli Bidens en aðrir segja það ólíklegt. Einræðisherrann vilji ekki koma í veg fyrir mögulegar viðræður við ríkisstjórn Bidens um afvopnun og viðskiptaþvinganir. Ríkisstjórn Kim hefur hingað til krafist þess að þvinganir verði felldar niður, áður en gripið verður til aðgerða varðandi mögulega afvopnun. Bandaríkjamenn vilja hins vegar afvopnun fyrst. Norður-Kórea Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Nú stendur einræðisherrann frammi fyrir fjölmörgum krísum. Stærsta krísa einræðisherrans snýr að hagkerfi Norður-Kóreu sem stendur verulega höllum fæti vegna viðskiptaþvingana og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það telja starfsmenn Hagstofu Suður-Kóreu að hagvöxtur hafi orðið í Norður-Kóreu í fyrsta sinn í þrjú ár. Hagkerfi einræðisríkisins hafi stækkað um 0,4 prósent í fyrra. Árið 2018 dróst hagkerfið saman um 4,1 prósent og 3,5 prósent árið 2017. Í ræðu sem Kim hélt í október bað hann þegna sína afsökunar á efnahagsástandinu og hét hann bótum og betrun. Sjá einnig: Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Það var eftir að óveður og flóð skemmdu mikið af uppskeru landsins. Það auk faraldurs nýju kórónuveirunnar og refsiaðgerða hefur komið verulega niður á efnahagi landsins. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þó fáa valkosti í stöðunni fyrir einræðisherrann, aðra en að kreista þjóð sína áfram. Landamæri Norður-Kóreu og Kína, stærsta viðskiptafélaga ríkisins, eru lokuð og verða það áfram í bili. Viðskipti ríkjanna drógust saman um 75 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins og leiddi það til skorts og lokanna verksmiðja í Norður-Kóreu. Kim Jong Un á flokksþingi árið 2016.AP/Wong Maye-E Ríkisstjórn Kim greip fljótt til strangra sóttvarna þegar faraldur Covid-19 hófst og ástæðan er talin vera sú að heilbrigðiskerfi ríkisins sé einstaklega slæmt. Allur búnaður sé áratugagamall, skortur sé á lyfjum og öðru og þar að auki sé heilsa íbúa einræðisríkisins heilt yfir ekki góð. Ráðamenn viti að brjótist út faraldur í ríkinu muni þeir koma verulega illa út úr honum. Þá hefur Kim lítið sést á almannafæri á árinu. AP segir hann hafa sést alls 53 sinnum og þá hafi hann verið að skoða vopn, svæði sem urðu illa úti vegna fellibylja og sótt fundi. Undanfarin fjögur ár hefur hann að meðaltali tekið þátt í 103 slíkum viðburðum á ári. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær flokksþingið verður haldið. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna muni hafa á Norður-Kóreu. Búist er við því að Biden muni ekki hafa áhuga á að hitta Kim, eins og Donald Trump gerði, og þar að auki er búist við því að Biden muni hafa í önnur horn að líta heima fyrir. Einhverjir sérfræðingar telja líklegt að Kim muni grípa til eldflaugatilrauna til að ná athygli Bidens en aðrir segja það ólíklegt. Einræðisherrann vilji ekki koma í veg fyrir mögulegar viðræður við ríkisstjórn Bidens um afvopnun og viðskiptaþvinganir. Ríkisstjórn Kim hefur hingað til krafist þess að þvinganir verði felldar niður, áður en gripið verður til aðgerða varðandi mögulega afvopnun. Bandaríkjamenn vilja hins vegar afvopnun fyrst.
Norður-Kórea Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira