Tengja sjö smit við umdeildar kosningar í Wisconsin Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 11:13 Kjósendur bíða í röð eftir að fá að kjósa í framhaldsskóla í Milwaukee í Wisconsin 7. apríl. Skortur á starfsmönnum kjörstjórnar þýddi að kjörstöðum var fækkað úr tæplega 200 niður í aðeins fimm fyrir alla borgina. Vísir/EPA Að minnsta kosti sjö manns eru taldir hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru þegar þeir tóku þátt í forvalskosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum 7. apríl. Ríkisstjóri Wisconsin vildi fresta kosningunum líkt og önnur ríki gerðu en hæstiréttur ríkisins og Bandaríkjanna úrskurðuðu að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Sex þeirra smituðu eru kjósendur og einn starfsmaður kjörstjórnar í Milwaukee, stærstu borg Wisconsin. Heilbrigðisyfirvöld í borginni segja að þeim sem smituðust í kosningunum gæti enn fjölgað þar sem meðgöngutími Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, er fjórtán dagar. Langar raðir mynduðust í Milwaukee á kjördag þar sem kjörstöðum var fækkað úr tæplega tvö hundruð í fimm vegna faraldursins. Kosið var í forvali Demókrataflokksins og um dómara í hæstarétt ríkisins. Tony Evers, ríkisstjóri Wiscinson og demókrati, lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins 12. mars. Hann reyndi að fresta kosningunum eins og önnur ríki hafa gert eða að láta þær fara alfarið fram með póstatkvæðum. Ríkisþingið, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, lagðist gegn því. Hæstiréttur Wisconsin, þar sem íhaldsmenn sitja í meirihluta, úrskurðaði að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem íhaldsmenn eru einnig í meirihluta, úrskurðaði svo að ekki mætti framlengja frest fyrir utankjörfundaratkvæði að skila sér. Sú ákvörðun sætti harðri gagnrýni og voru repúblikanar og dómstóllinn sakaður um að neyða íbúa Wisconsin til þess að velja á milli lífs síns og heilsu annars vegar og þess að nýta sér kosningarétt sinn hins vegar. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lagt til að liðkað verði til fyrir póstkosningu og utankjörfundaratkvæðagreiðslu í aðdraganda forsetakosninga sem fara fram í nóvember. Donald Trump forseti og repúblikanar eru andsnúnir slíkum hugmyndum en þeir telja slíkar ráðstafanir geta komið niðri á flokknum í kosningunum. Trump hefur haldið því fram að póstkosningar séu „stórhættulegar“ vegna kosningasvindls. Sjálfur hefur hann þó viðurkennt að hafa greitt utankjörfundaratkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída, þar sem hann er skráður með heimilisfesti, í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan hefur eftir kosningasérfræðingum að svindl sé algengara í póstkosningum en hefðbundnum en kosningasvindl sé engu að síður afar fátítt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35 Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25 Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Að minnsta kosti sjö manns eru taldir hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru þegar þeir tóku þátt í forvalskosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum 7. apríl. Ríkisstjóri Wisconsin vildi fresta kosningunum líkt og önnur ríki gerðu en hæstiréttur ríkisins og Bandaríkjanna úrskurðuðu að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Sex þeirra smituðu eru kjósendur og einn starfsmaður kjörstjórnar í Milwaukee, stærstu borg Wisconsin. Heilbrigðisyfirvöld í borginni segja að þeim sem smituðust í kosningunum gæti enn fjölgað þar sem meðgöngutími Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, er fjórtán dagar. Langar raðir mynduðust í Milwaukee á kjördag þar sem kjörstöðum var fækkað úr tæplega tvö hundruð í fimm vegna faraldursins. Kosið var í forvali Demókrataflokksins og um dómara í hæstarétt ríkisins. Tony Evers, ríkisstjóri Wiscinson og demókrati, lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins 12. mars. Hann reyndi að fresta kosningunum eins og önnur ríki hafa gert eða að láta þær fara alfarið fram með póstatkvæðum. Ríkisþingið, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, lagðist gegn því. Hæstiréttur Wisconsin, þar sem íhaldsmenn sitja í meirihluta, úrskurðaði að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem íhaldsmenn eru einnig í meirihluta, úrskurðaði svo að ekki mætti framlengja frest fyrir utankjörfundaratkvæði að skila sér. Sú ákvörðun sætti harðri gagnrýni og voru repúblikanar og dómstóllinn sakaður um að neyða íbúa Wisconsin til þess að velja á milli lífs síns og heilsu annars vegar og þess að nýta sér kosningarétt sinn hins vegar. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lagt til að liðkað verði til fyrir póstkosningu og utankjörfundaratkvæðagreiðslu í aðdraganda forsetakosninga sem fara fram í nóvember. Donald Trump forseti og repúblikanar eru andsnúnir slíkum hugmyndum en þeir telja slíkar ráðstafanir geta komið niðri á flokknum í kosningunum. Trump hefur haldið því fram að póstkosningar séu „stórhættulegar“ vegna kosningasvindls. Sjálfur hefur hann þó viðurkennt að hafa greitt utankjörfundaratkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída, þar sem hann er skráður með heimilisfesti, í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan hefur eftir kosningasérfræðingum að svindl sé algengara í póstkosningum en hefðbundnum en kosningasvindl sé engu að síður afar fátítt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35 Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25 Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35
Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25
Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36