Sílíkonbrjóst björguðu lífi konu sem varð fyrir byssuskoti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2020 11:09 Brjóstapúðinn breytti stefnu byssukúlunnar. Getty/BSIP Kona sem lifði það af að vera skotin í brjóstkassann af návígi er talin hafa lifað skotið af vegna sílíkonbrjóstapúða sem hún var með. Frá þessu er greint í skýrslu sem birt var í læknatímaritinu SAGE í síðustu viku og lýsa læknar konunnar því hvernig púðinn leiddi byssukúluna frá öllum helstu líffærum konunnar, sem var aðeins þrjátíu ára gömul. Atvikið, sem gerðist í Toronto í Kanada árið 2018, er eitt af örfáum atvikum sem vitað er um þar sem brjóstapúðar hafa átt þátt í því að bjarga lífi sjúklingsins og þetta er fyrsta atvikið þar sem sílíkonpúði lék lykilhlutverk. Þetta sagði Giancarlo McEvenue, skurðlæknir, í samtali við CNN. Tekið var fram í skýrslunni að sílíkonpúðinn væri líklega ástæðan fyrir því að kúlan hæfði ekki helstu líffæri konunnar sem varð til þess að hún lifði árásina af. Tvær tegundir brjóstapúða eru leyfilegar í Bandaríkjunum og er ytri skel þeirra beggja úr sílíkoni en önnur er fyllt með efninu saline og hin með sílíkongeli. Púðarnir geta verið misstórir, skeljarnar misþykkar, áferð og lögun púðanna mismunandi og svo framvegis. Púðar af þessari gerð eru iðulega græddir í til að stækka brjóst eða til að búa til brjóst, til dæmis eftir brjóstnám. Ekki er ljóst hvað nákvæmlega gerðist í árásinni en McEvenue sagði í samtali við CNN að konan hafi gengið inn á bráðamóttöku þar sem hún sóttist eftir aðstoð eftir að hafa verið skotin í brjóstkassann. „Hún talaði – bráðateymið trúði varla hve vel á sig komin hún var,“ sagði McEvenue, sem var einn læknanna sem tók á móti konunni á bráðamóttökunni. „Byssukúlan fór inn í brjóstkassann í gegn um vinstra brjóstið en hafði hæft eitt rifbeinið hægra megin,“ útskýrði hann. „Brjóstapúðinn breytti stefnu kúlunnar.“ Áverkarnir sem konan hafði eftir árásina voru skotsár, sprunginn brjóstapúði og brotið rifbein. „Í hægri hliðinni er hjartað og lungun – ef kúlan hefði farið í gegn um brjóstkassann hefðu áverkarnir verið mun alvarlegri og jafnvel hefði hún verið í lífshættu,“ bætti McEvenue við. Kanada Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Kona sem lifði það af að vera skotin í brjóstkassann af návígi er talin hafa lifað skotið af vegna sílíkonbrjóstapúða sem hún var með. Frá þessu er greint í skýrslu sem birt var í læknatímaritinu SAGE í síðustu viku og lýsa læknar konunnar því hvernig púðinn leiddi byssukúluna frá öllum helstu líffærum konunnar, sem var aðeins þrjátíu ára gömul. Atvikið, sem gerðist í Toronto í Kanada árið 2018, er eitt af örfáum atvikum sem vitað er um þar sem brjóstapúðar hafa átt þátt í því að bjarga lífi sjúklingsins og þetta er fyrsta atvikið þar sem sílíkonpúði lék lykilhlutverk. Þetta sagði Giancarlo McEvenue, skurðlæknir, í samtali við CNN. Tekið var fram í skýrslunni að sílíkonpúðinn væri líklega ástæðan fyrir því að kúlan hæfði ekki helstu líffæri konunnar sem varð til þess að hún lifði árásina af. Tvær tegundir brjóstapúða eru leyfilegar í Bandaríkjunum og er ytri skel þeirra beggja úr sílíkoni en önnur er fyllt með efninu saline og hin með sílíkongeli. Púðarnir geta verið misstórir, skeljarnar misþykkar, áferð og lögun púðanna mismunandi og svo framvegis. Púðar af þessari gerð eru iðulega græddir í til að stækka brjóst eða til að búa til brjóst, til dæmis eftir brjóstnám. Ekki er ljóst hvað nákvæmlega gerðist í árásinni en McEvenue sagði í samtali við CNN að konan hafi gengið inn á bráðamóttöku þar sem hún sóttist eftir aðstoð eftir að hafa verið skotin í brjóstkassann. „Hún talaði – bráðateymið trúði varla hve vel á sig komin hún var,“ sagði McEvenue, sem var einn læknanna sem tók á móti konunni á bráðamóttökunni. „Byssukúlan fór inn í brjóstkassann í gegn um vinstra brjóstið en hafði hæft eitt rifbeinið hægra megin,“ útskýrði hann. „Brjóstapúðinn breytti stefnu kúlunnar.“ Áverkarnir sem konan hafði eftir árásina voru skotsár, sprunginn brjóstapúði og brotið rifbein. „Í hægri hliðinni er hjartað og lungun – ef kúlan hefði farið í gegn um brjóstkassann hefðu áverkarnir verið mun alvarlegri og jafnvel hefði hún verið í lífshættu,“ bætti McEvenue við.
Kanada Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira