Yahya Hassan látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2020 13:32 Yayha Hassan vakti mikla athygli fyrir ljóð sín og kom meðal annars til Íslands árið 2014 til að kynna ljóðabók sína sem seldist í bílförmum. GETTY/FRANCIS DEAN Danska ljóðskáldið Yahya Hassan er látið. Hann fannst örendur í íbúð sinni í vesturhluta Árósa í gær. Hann var 24 ára gamall. Talsmaður lögreglunnar í Árósum segir lögregluna hafa fundið lík karlmanns á þrítugsaldri í borginni í gær. Ekkert bendi til þess á þessum tímapunkti að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. BT hefur eftir fjölskyldumeðlimum Hassan að hann sé hinn látni. Hassan vakti mikla athygli þegar hann gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 2013, þá átján ára að aldri. Ljóðabókin seldist í miklu magni en í henni lýsti hann uppvaxtarárum sínum í innflytjendahverfi í Árósum. Hann kom til Íslands árið 2014 til að kynna bók sína. Síðan þá hefur hann reglulega ratað í fjölmiðla; ekki síst fyrir harða gagnrýni sína á Islam, stjórnmálaþátttöku og lögbrot. Þannig var hann dæmdur í næstum tveggja ára fangelsi fyrir að hafa skotið ungling í fótinn. Dómstóll í Árósum gerði honum að leita sér geðrænnar aðstoðar haustið 2018 eftir að hafa verið dæmdur fyrir 42 brot, sem hann játaði skýlaust. Til að mynda gekkst Hassan við því að hafa ráðist á félaga sinn með brotinni glerflösku og hótað honum lífláti. Þá var hann einnig ákærður fyrir önnur ofbeldisbrot, hótanir, skemmdarverk og brot gegn nálgunarbanni. Hann sendi frá sér ljóðabókina Yahya Hassan 2 undir lok síðasta árs, sem tilnefnd var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Andlát Danmörk Bókmenntir Ljóðlist Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Danska ljóðskáldið Yahya Hassan er látið. Hann fannst örendur í íbúð sinni í vesturhluta Árósa í gær. Hann var 24 ára gamall. Talsmaður lögreglunnar í Árósum segir lögregluna hafa fundið lík karlmanns á þrítugsaldri í borginni í gær. Ekkert bendi til þess á þessum tímapunkti að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. BT hefur eftir fjölskyldumeðlimum Hassan að hann sé hinn látni. Hassan vakti mikla athygli þegar hann gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 2013, þá átján ára að aldri. Ljóðabókin seldist í miklu magni en í henni lýsti hann uppvaxtarárum sínum í innflytjendahverfi í Árósum. Hann kom til Íslands árið 2014 til að kynna bók sína. Síðan þá hefur hann reglulega ratað í fjölmiðla; ekki síst fyrir harða gagnrýni sína á Islam, stjórnmálaþátttöku og lögbrot. Þannig var hann dæmdur í næstum tveggja ára fangelsi fyrir að hafa skotið ungling í fótinn. Dómstóll í Árósum gerði honum að leita sér geðrænnar aðstoðar haustið 2018 eftir að hafa verið dæmdur fyrir 42 brot, sem hann játaði skýlaust. Til að mynda gekkst Hassan við því að hafa ráðist á félaga sinn með brotinni glerflösku og hótað honum lífláti. Þá var hann einnig ákærður fyrir önnur ofbeldisbrot, hótanir, skemmdarverk og brot gegn nálgunarbanni. Hann sendi frá sér ljóðabókina Yahya Hassan 2 undir lok síðasta árs, sem tilnefnd var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Andlát Danmörk Bókmenntir Ljóðlist Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira