Skáldið sem sló í gegn Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 10:57 Amanda Gorman á innsetningarathöfninni í gær. AP/Patrick Semansky Skáldið unga, Amanda Gorman, baslaði við að klára ljóðið „The Hill We Climb“, eða Hæðin sem við klífum, fyrir um tveimur vikum síðan. Hún hafði nýverið fengið tímamótaverkefni og óttaðist að valda því ekki. Sá ótti hennar reyndist ekki á rökum reistur. Gorman var alin upp í Los Angeles og fékk hún fljótt mikinn áhuga á ljóðum. Hún er 22 ára gömul, varð í gær yngsta manneskjan til að lesa ljóð á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna og hefur ljóð hennar og frammistaða vakið gífurlega lukku. Meðal annarra ljóðskálda sem hafa tekið þátt í eru Robert Frost og Maya Angelou. Hlusta má á flutning Gorman hér að neðan. Gorman fékk boð um að flytja ljóð á athöfninni í síðasta mánuði og komst að því að Jill Biden, forsetafrú, hefði heyrt hana flytja ljóð í fyrra og stungið upp á því að hún tæki þátt í athöfninni. Í samtali við New York Times segir Gorman að verkefninu hafi ekki fylgt skilyrði. Hún hefði fengið að skrifa það sem hún vildi. Hún segist hafi samið ljóðið yfir margra daga tímabil og bætt línum við hér og þar. Eftir þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, vakti hún langt fram á nótt og kláraði ljóðið. Þá bætti hún sérstaklega við kafla um „öfl sem vilji sundra þjóðinni frekar en að deila henni“. Hún segist ekki hafa viljað hunsa það sem Bandaríkjamenn hafi upplifað á undanförnum vikum og jafnvel árum en hafi viljað nota orð sín til að ímynda sér leið til að koma þjóðinni saman. Eins og áður segir vakti Gorman mikla athygli. Fylgjendum hennar á Instagram hefur til að mynda fjölgað úr nokkrum tugum þúsunda í rúmar tvær milljónir. Þá bárust henni kveðjur og hrós úr ýmsum áttum. Meðal ananrs bárust þær frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, Opruh Winfrey og Lin Manuel Miranda. On a day for the history books, @TheAmandaGorman delivered a poem that more than met the moment. Young people like her are proof that "there is always light, if only we're brave enough to see it; if only we're brave enough to be it." pic.twitter.com/mbywtvjtEH— Barack Obama (@BarackObama) January 20, 2021 I have never been prouder to see another young woman rise! Brava Brava, @TheAmandaGorman! Maya Angelou is cheering and so am I. pic.twitter.com/I5HLE0qbPs— Oprah Winfrey (@Oprah) January 20, 2021 YES @TheAmandaGorman!!! -LMM— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) January 20, 2021 Bandaríkin Joe Biden Ljóðlist Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Gorman var alin upp í Los Angeles og fékk hún fljótt mikinn áhuga á ljóðum. Hún er 22 ára gömul, varð í gær yngsta manneskjan til að lesa ljóð á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna og hefur ljóð hennar og frammistaða vakið gífurlega lukku. Meðal annarra ljóðskálda sem hafa tekið þátt í eru Robert Frost og Maya Angelou. Hlusta má á flutning Gorman hér að neðan. Gorman fékk boð um að flytja ljóð á athöfninni í síðasta mánuði og komst að því að Jill Biden, forsetafrú, hefði heyrt hana flytja ljóð í fyrra og stungið upp á því að hún tæki þátt í athöfninni. Í samtali við New York Times segir Gorman að verkefninu hafi ekki fylgt skilyrði. Hún hefði fengið að skrifa það sem hún vildi. Hún segist hafi samið ljóðið yfir margra daga tímabil og bætt línum við hér og þar. Eftir þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, vakti hún langt fram á nótt og kláraði ljóðið. Þá bætti hún sérstaklega við kafla um „öfl sem vilji sundra þjóðinni frekar en að deila henni“. Hún segist ekki hafa viljað hunsa það sem Bandaríkjamenn hafi upplifað á undanförnum vikum og jafnvel árum en hafi viljað nota orð sín til að ímynda sér leið til að koma þjóðinni saman. Eins og áður segir vakti Gorman mikla athygli. Fylgjendum hennar á Instagram hefur til að mynda fjölgað úr nokkrum tugum þúsunda í rúmar tvær milljónir. Þá bárust henni kveðjur og hrós úr ýmsum áttum. Meðal ananrs bárust þær frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, Opruh Winfrey og Lin Manuel Miranda. On a day for the history books, @TheAmandaGorman delivered a poem that more than met the moment. Young people like her are proof that "there is always light, if only we're brave enough to see it; if only we're brave enough to be it." pic.twitter.com/mbywtvjtEH— Barack Obama (@BarackObama) January 20, 2021 I have never been prouder to see another young woman rise! Brava Brava, @TheAmandaGorman! Maya Angelou is cheering and so am I. pic.twitter.com/I5HLE0qbPs— Oprah Winfrey (@Oprah) January 20, 2021 YES @TheAmandaGorman!!! -LMM— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) January 20, 2021
Bandaríkin Joe Biden Ljóðlist Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent