Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. janúar 2021 20:00 Taívanskur hermaður mundar riffilinn í heræfingu á eyjunni norðanverðri fyrr í mánuðinum. AP/Chiang Ying-ying Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins lét þessi orð falla í gær en stjórnvöld í bæði Taívan og Kína gera tilkall til alls svæðisins. Orðsendingin er nokkuð alvarleg enda hefur Kommúnistaflokkurinn ekki talað mikið opinskátt um stríð við Taívan. Rót deilunnar liggur í borgarastríðinu sem lauk 1949 þegar Kommúnistaflokkurinn tók yfir og stofnaði Alþýðulýðveldið Kína. Rak Kuomintang-flokkinn á brott, sem flúði til Taívans og stýrir eyjunni enn. Alþýðulýðveldi Kommúnistaflokksins fékk loks sæti hjá Sameinuðu þjóðunum á áttunda áratugnum og Lýðveldið Kína, stjórnin í Taívan, missti sitt. Nú viðurkenna ekki nema fimmtán ríki sjálfstæði Taívans. Þrýstingur Kommúnistaflokksins í garð Taívans hefur aukist töluvert síðustu misseri. Kínverjar hafa haldið fjölda heræfinga, til dæmis núna í haust þegar kínverski herinn æfði sérstaklega innrás á eyju. Helgi segir að Kínverjar séu jafnvel að reyna að sjá hvernig Bandaríkjamenn svara aðgerðum og ummælum.Vísir/Einar „Núna er margt í gangi. Pólitískt landslag er að breytast. Í fyrsta lagi hefur forseti Taívans, Tsai Ing-Wen, sýnt meiri sjálfstæðisbrag en forverar hennar. Svo hefur margt verið í gangi þar sem kínverska ríkisstjórnin hefur farið í vörn. Ekki bara út af Covid heldur líka Hong Kong og öðrum málefnum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur um þróunina. Helgi segir að innkoma Joes Biden, nýs Bandaríkjaforseta, hafi líka sitt að segja. „Ég held að það sem Kína sé að reyna að gera núna sé að þreifa aðeins á landslaginu og athuga hvað þau geta komist upp með. Líka til að sjá hver viðbrögð Bandaríkjanna gætu orðið,“ segir Helgi og bætir við: „Biden, degi áður en kínverjar sendu herþotur yfir og voru með þessar yfirlýsingar, hafði sjálfur sagt að hans stórn muni standa vörð um Taívan. Þetta er í rauninni bara einn nýr þáttur af gamalli seríu sem hefur verið í sjónvarpinu frá því þessar tvær leiðir skildust að frá Taívan og Peking.“ Kína Taívan Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Talsmaður varnarmálaráðuneytisins lét þessi orð falla í gær en stjórnvöld í bæði Taívan og Kína gera tilkall til alls svæðisins. Orðsendingin er nokkuð alvarleg enda hefur Kommúnistaflokkurinn ekki talað mikið opinskátt um stríð við Taívan. Rót deilunnar liggur í borgarastríðinu sem lauk 1949 þegar Kommúnistaflokkurinn tók yfir og stofnaði Alþýðulýðveldið Kína. Rak Kuomintang-flokkinn á brott, sem flúði til Taívans og stýrir eyjunni enn. Alþýðulýðveldi Kommúnistaflokksins fékk loks sæti hjá Sameinuðu þjóðunum á áttunda áratugnum og Lýðveldið Kína, stjórnin í Taívan, missti sitt. Nú viðurkenna ekki nema fimmtán ríki sjálfstæði Taívans. Þrýstingur Kommúnistaflokksins í garð Taívans hefur aukist töluvert síðustu misseri. Kínverjar hafa haldið fjölda heræfinga, til dæmis núna í haust þegar kínverski herinn æfði sérstaklega innrás á eyju. Helgi segir að Kínverjar séu jafnvel að reyna að sjá hvernig Bandaríkjamenn svara aðgerðum og ummælum.Vísir/Einar „Núna er margt í gangi. Pólitískt landslag er að breytast. Í fyrsta lagi hefur forseti Taívans, Tsai Ing-Wen, sýnt meiri sjálfstæðisbrag en forverar hennar. Svo hefur margt verið í gangi þar sem kínverska ríkisstjórnin hefur farið í vörn. Ekki bara út af Covid heldur líka Hong Kong og öðrum málefnum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur um þróunina. Helgi segir að innkoma Joes Biden, nýs Bandaríkjaforseta, hafi líka sitt að segja. „Ég held að það sem Kína sé að reyna að gera núna sé að þreifa aðeins á landslaginu og athuga hvað þau geta komist upp með. Líka til að sjá hver viðbrögð Bandaríkjanna gætu orðið,“ segir Helgi og bætir við: „Biden, degi áður en kínverjar sendu herþotur yfir og voru með þessar yfirlýsingar, hafði sjálfur sagt að hans stórn muni standa vörð um Taívan. Þetta er í rauninni bara einn nýr þáttur af gamalli seríu sem hefur verið í sjónvarpinu frá því þessar tvær leiðir skildust að frá Taívan og Peking.“
Kína Taívan Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira