Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 21:13 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Freyju Egilsdóttur að bana hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Getty Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. Ekstra Bladet greinir frá þessu nú í kvöld en líkt og fram hefur komið játaði 51 árs gamall eiginmaður Freyju í dag að hafa orðið henni að bana. Þau höfðu þó nýverið slitið samvistum en saman áttu þau tvö ung börn. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet, sem kveðst hafa upplýsingar frá nokkrum heimildarmönnum, varð maðurinn tvítugri barnsmóður sinni að bana þann 23. nóvember 1995. Þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum á sínum tíma en hann mun hafa veitt konunni átján stungusár sem drógu hana til dauða. Morðið árið 1995 átti sér stað í íbúð ungu konunnar í Kildegaardsparke í Odder, sem er nokkrum kílómetrum frá heimili Freyju Egilsdóttur í Malling þar sem hún fannst látin. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet fannst lík konunnar árið 1995 mjög illa leikið í stofunni á íbúð hennar þar sem ummerki voru um að átök hafi átt sér stað. Sama kvöld mun maðurinn hafa verið handtekinn á heimili föður síns í útjaðri Árósa. Maðurinn mun hafa sagt við föður sinn að hann hafi „gert eitthvað hrikalegt“ og hafði faðir hans þá samband við lögregluna í Skanderborg. Maðurinn, sem þá var 26 ára, er sagður hafa farið með þá tveggja ára son sinn til dagmömmu eftir að hafa drepið móðurina og síðan haldið áfram til Árósa. Lögreglu grunar að morðvopnið hafi verið beittur eldhúshnífur. Fyrir dómi sagðist maðurinn á sínum tíma ekki hafa viljað verða henni að bana, hann hafi veðrast upp í tengslum við foreldrafund vegna sonar hans. Hann var aftur á móti dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp. Danmörk Lögreglumál Morð í Malling Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira
Ekstra Bladet greinir frá þessu nú í kvöld en líkt og fram hefur komið játaði 51 árs gamall eiginmaður Freyju í dag að hafa orðið henni að bana. Þau höfðu þó nýverið slitið samvistum en saman áttu þau tvö ung börn. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet, sem kveðst hafa upplýsingar frá nokkrum heimildarmönnum, varð maðurinn tvítugri barnsmóður sinni að bana þann 23. nóvember 1995. Þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum á sínum tíma en hann mun hafa veitt konunni átján stungusár sem drógu hana til dauða. Morðið árið 1995 átti sér stað í íbúð ungu konunnar í Kildegaardsparke í Odder, sem er nokkrum kílómetrum frá heimili Freyju Egilsdóttur í Malling þar sem hún fannst látin. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet fannst lík konunnar árið 1995 mjög illa leikið í stofunni á íbúð hennar þar sem ummerki voru um að átök hafi átt sér stað. Sama kvöld mun maðurinn hafa verið handtekinn á heimili föður síns í útjaðri Árósa. Maðurinn mun hafa sagt við föður sinn að hann hafi „gert eitthvað hrikalegt“ og hafði faðir hans þá samband við lögregluna í Skanderborg. Maðurinn, sem þá var 26 ára, er sagður hafa farið með þá tveggja ára son sinn til dagmömmu eftir að hafa drepið móðurina og síðan haldið áfram til Árósa. Lögreglu grunar að morðvopnið hafi verið beittur eldhúshnífur. Fyrir dómi sagðist maðurinn á sínum tíma ekki hafa viljað verða henni að bana, hann hafi veðrast upp í tengslum við foreldrafund vegna sonar hans. Hann var aftur á móti dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp.
Danmörk Lögreglumál Morð í Malling Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira