Aðferðir til að bregðast við eða fyrirbyggja ofbeldi á neti Þóra Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 10:01 Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“. Það er því miður ekki nýr sannleikur að börn séu áreitt eða verði fyrir ofbeldi á netinu. Börn sem lenda í slíku upplifa varnarleysi og foreldrar þeirra örvæntingu og ótta við skelfilegar afleiðingar þess, sem er skiljanlegt og ekki að ástæðulausu. En hvað er til ráða? Helst af öllu vilja Barnaheill og væntanlega allir, að komið sé í veg fyrir að börn verði fyrir því að nektarmynd af þeim fari á netið og sé dreift eða að þau verði fyrir annars konar áreiti eða ofbeldi á netinu. Vitanlega er engin töfralausn í boði frekar en við úrlausn annarra flókinna viðfangsefna. En það sem hægt er að gera þegar og ef myndefni sem sýnir ofbeldi gegn börnum fer á netið, svo sem ef nektarmynd af barni hefur farið í dreifingu, er að tilkynna það til Ábendingalínu Barnaheilla. Inni á vefsíðu Barnaheilla, er strokleður efst í hægra horninu. Með því að ýta á það opnast tilkynningarsíða sem er aldursskipt og hentar bæði börnum og fullorðnum. Tilkynningar er hægt að senda nafnlaust ef viðkomandi treystir sér ekki til að koma fram undir nafni. Það er þó alltaf betra að veita meiri upplýsingar en minni um það sem tilkynnt er um. Þannig aukast líkur á að hægt sé að finna ofbeldisefnið, hvort sem er í myndmáli eða texta, og mögulega láta fjarlægja af netinu. Til að draga úr líkum á því að barn verði fyrir ofbeldi eða áreiti á netinu er gott að hjálpa því og styðja í að öðlast færni í að segja frá vanlíðan og slæmri reynslu. Barnaheill hvetja foreldra til að bjóða börnum sínum reglulega til samtals um netöryggi og góð samskipti á netinu. Forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum, á neti sem annars staðar, er samstarfsverkefni margra, en fyrst og fremst foreldra og skóla. Það er gott að gefa sér góðan tíma til að skapa rými fyrir samverustundir þar sem börn finna tækifæri til að tala um það sem á þeim brennur. Foreldrar nefna það stundum í samtölum við Barnaheill að þeim reynist erfitt að fá börnin sín til að tala og segja sér frá lífi sínu. Við hjá Barnaheillum hvetjum foreldra til að sýna forvitni, spyrja opinna og hvetjandi spurninga og hlusta vel á svör barna sinna. Það er ágæt aðferð að spyrja spurninga sem byrja á „hv..“, eins og „hvernig gengur hjá ykkur vinunum/vinkonunum?“, „hvaða leiki ertu að spila þessa dagana?“, „hverja ertu að spjalla við á netinu?“, „hvaða góðu hlutir hafa gerst í dag?, „hvaða erfiðu eða óþægilegir hlutir hafa gerst í dag?“ og álíka spurningar. Gott er að sýna virkan og styðjandi áhuga, hlusta og gera ekki væntingar um tiltekið svar eða ákveðnar upplýsingar, að sýna helst ekki vonbrigði eða gefa þau skilaboð að börnin hafi sagt eitthvað rangt. Vera frekar styðjandi og reiðubúið að aðstoða þau að tjá það sem þau langar að segja frá. Að skapa traust og hefð fyrir samtali í frjálsu flæði, hlusta og gefa tíma og rými fyrir barnið til að trúa foreldrum fyrir því sem skiptir það máli. Þannig aukast líkurnar á að barnið leiti til sinna nánustu þegar eitthvað erfitt kemur fyrir það. Það er alvarlegt mál og ólöglegt að deila nektarmyndum af barni eða öðru ofbeldisefni sem varðar barn á netið, hvort sem maður finnur þær eða fær sendar. Stöndum saman og vinnum gegn útbreiðslu ofbeldis gegn börnum á netinu. Ekki deila áfram. Tilkynntu til Ábendingalínu Barnaheilla. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“. Það er því miður ekki nýr sannleikur að börn séu áreitt eða verði fyrir ofbeldi á netinu. Börn sem lenda í slíku upplifa varnarleysi og foreldrar þeirra örvæntingu og ótta við skelfilegar afleiðingar þess, sem er skiljanlegt og ekki að ástæðulausu. En hvað er til ráða? Helst af öllu vilja Barnaheill og væntanlega allir, að komið sé í veg fyrir að börn verði fyrir því að nektarmynd af þeim fari á netið og sé dreift eða að þau verði fyrir annars konar áreiti eða ofbeldi á netinu. Vitanlega er engin töfralausn í boði frekar en við úrlausn annarra flókinna viðfangsefna. En það sem hægt er að gera þegar og ef myndefni sem sýnir ofbeldi gegn börnum fer á netið, svo sem ef nektarmynd af barni hefur farið í dreifingu, er að tilkynna það til Ábendingalínu Barnaheilla. Inni á vefsíðu Barnaheilla, er strokleður efst í hægra horninu. Með því að ýta á það opnast tilkynningarsíða sem er aldursskipt og hentar bæði börnum og fullorðnum. Tilkynningar er hægt að senda nafnlaust ef viðkomandi treystir sér ekki til að koma fram undir nafni. Það er þó alltaf betra að veita meiri upplýsingar en minni um það sem tilkynnt er um. Þannig aukast líkur á að hægt sé að finna ofbeldisefnið, hvort sem er í myndmáli eða texta, og mögulega láta fjarlægja af netinu. Til að draga úr líkum á því að barn verði fyrir ofbeldi eða áreiti á netinu er gott að hjálpa því og styðja í að öðlast færni í að segja frá vanlíðan og slæmri reynslu. Barnaheill hvetja foreldra til að bjóða börnum sínum reglulega til samtals um netöryggi og góð samskipti á netinu. Forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum, á neti sem annars staðar, er samstarfsverkefni margra, en fyrst og fremst foreldra og skóla. Það er gott að gefa sér góðan tíma til að skapa rými fyrir samverustundir þar sem börn finna tækifæri til að tala um það sem á þeim brennur. Foreldrar nefna það stundum í samtölum við Barnaheill að þeim reynist erfitt að fá börnin sín til að tala og segja sér frá lífi sínu. Við hjá Barnaheillum hvetjum foreldra til að sýna forvitni, spyrja opinna og hvetjandi spurninga og hlusta vel á svör barna sinna. Það er ágæt aðferð að spyrja spurninga sem byrja á „hv..“, eins og „hvernig gengur hjá ykkur vinunum/vinkonunum?“, „hvaða leiki ertu að spila þessa dagana?“, „hverja ertu að spjalla við á netinu?“, „hvaða góðu hlutir hafa gerst í dag?, „hvaða erfiðu eða óþægilegir hlutir hafa gerst í dag?“ og álíka spurningar. Gott er að sýna virkan og styðjandi áhuga, hlusta og gera ekki væntingar um tiltekið svar eða ákveðnar upplýsingar, að sýna helst ekki vonbrigði eða gefa þau skilaboð að börnin hafi sagt eitthvað rangt. Vera frekar styðjandi og reiðubúið að aðstoða þau að tjá það sem þau langar að segja frá. Að skapa traust og hefð fyrir samtali í frjálsu flæði, hlusta og gefa tíma og rými fyrir barnið til að trúa foreldrum fyrir því sem skiptir það máli. Þannig aukast líkurnar á að barnið leiti til sinna nánustu þegar eitthvað erfitt kemur fyrir það. Það er alvarlegt mál og ólöglegt að deila nektarmyndum af barni eða öðru ofbeldisefni sem varðar barn á netið, hvort sem maður finnur þær eða fær sendar. Stöndum saman og vinnum gegn útbreiðslu ofbeldis gegn börnum á netinu. Ekki deila áfram. Tilkynntu til Ábendingalínu Barnaheilla. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun