Flugu nýrri tegund dróna sem eiga að vinna með mönnuðum orrustuþotum Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2021 14:27 Boeing segir að allt að sextán drónar muni geta flogið með mönnuðum orrustuþotum í framtíðinni. Boeing Starfsmenn Boeing flugu um helgina nýrri frumgerð dróna í fyrsta sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem herflugvél er þróuð og framleidd í Ástralíu í meira en 50 ár. Yfirvöld í Ástralíu vilja nota dróna sem þennan, sem eru á stærð við orrustuþotur, til að auka getu mannaðra orrustuþota. Dróninn, Loyal Wingman, er 11,6 metra langur og dregur allt að um 3.700 kílómetra. Dróninn getur borið ýmsar tegundir skynjara og þannig væri hann að mestu nýtanlegur í að styðja við flugmenn í orrustu. Það væri þó einnig hægt að koma fyrir vopnum á drónanum og nota hann til að verja mannaðar orrustuþotur, samkvæmt frétt Reuters. Haft er eftir Cath Roberts, einum yfirmanna flughers Ástralíu, í tilkynningu frá Boeing að flug helgarinnar sé fyrsta skrefið í þróun nýs kerfis sem samtvinni sjálfvirk kerfi og gervigreind til að búa til teymi mannaðra og ómannaðra orrustuþota. Dróninn Lonely Wingman á flugbraut í Ástralíu um helgina.Boeing Tilraunaflugið í Ástralíu um helgina fól í sér að dróninn tók sjálfur á loft og flaug á mismiklum hraða í mismikilli hæð. Þannig var sannað að hönnunin virkaði sem skyldi. Seinna á árinu stendur til að fljúga þemur drónum saman og reyna á getu þeirra til að vinna saman. Boeing segir að hægt væri að fljúga allt að sextán drónum með mönnuðum orrustuþotum. Tilraunaflug með drónum og flugmönnum á samkvæmt áætlun að fara fram á næstu þremur árum. First #LoyalWingman flight: Watch as our smart uncrewed aircraft developed with @AusAirForce makes its maiden voyage in Australia for the first time. #AirpowerTeaming pic.twitter.com/e4XUgXNoEt— Boeing Defense (@BoeingDefense) March 2, 2021 Boeing mun einnig nota Loyal Wingman við þróun Skyborg-áætlunarinnar í Bandaríkjunum en Bandaríkin og Ástralía eru nánir bandamenn. Fyrir áramót gerði Flugher Bandaríkjanna samninga við þrjú fyrirtæki vegna þeirrar áætlunar. Við erum Skyborg Markmið Skyborg-áætlunarinnar er ekki að búa til nýja tegund vélmenna sem reyna að leggja undir sig alla stjörnuþokuna, eins og og nafnið gefur til kynna, heldur að búa til tiltölulega ódýra dróna sem hægt væri að nota í orrustu. Dróna sem hægt væri að nota í verkefni sem talin eru of hættuleg fyrir flugmenn. Verkefnið gengur sömuleiðis út á að þróa dróna sem geta Þrjú fyrirtæki hafa unnið að frumgerðum fyrir áætlunina, þau Boeing, General Atomics Aeronautical Systems og Kratos Defense and Security Solutions. Fyrstu tilraunaflug Skyborg eiga að fara fram í sumar. Í samtali við Reuters segir einn yfirmanna Boeing að það sé mikilvægt fyrirtækinu að ná samningum við herafla Bandaríkjanna. Það sé markmið vinnu fyrirtækisins í Ástralíu, því markaðurinn í Bandaríkjunum sé svo stór. Þá segir fréttaveitan að sífellt fleiri vopnaframleiðendur beini sjónum sínum að drónum, samhliða því að forsvarsmenn herafla heimsins leita leiða til að draga úr kostnaði og auka getu. Fréttir af flugi Ástralía Bandaríkin Hernaður Boeing Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu vilja nota dróna sem þennan, sem eru á stærð við orrustuþotur, til að auka getu mannaðra orrustuþota. Dróninn, Loyal Wingman, er 11,6 metra langur og dregur allt að um 3.700 kílómetra. Dróninn getur borið ýmsar tegundir skynjara og þannig væri hann að mestu nýtanlegur í að styðja við flugmenn í orrustu. Það væri þó einnig hægt að koma fyrir vopnum á drónanum og nota hann til að verja mannaðar orrustuþotur, samkvæmt frétt Reuters. Haft er eftir Cath Roberts, einum yfirmanna flughers Ástralíu, í tilkynningu frá Boeing að flug helgarinnar sé fyrsta skrefið í þróun nýs kerfis sem samtvinni sjálfvirk kerfi og gervigreind til að búa til teymi mannaðra og ómannaðra orrustuþota. Dróninn Lonely Wingman á flugbraut í Ástralíu um helgina.Boeing Tilraunaflugið í Ástralíu um helgina fól í sér að dróninn tók sjálfur á loft og flaug á mismiklum hraða í mismikilli hæð. Þannig var sannað að hönnunin virkaði sem skyldi. Seinna á árinu stendur til að fljúga þemur drónum saman og reyna á getu þeirra til að vinna saman. Boeing segir að hægt væri að fljúga allt að sextán drónum með mönnuðum orrustuþotum. Tilraunaflug með drónum og flugmönnum á samkvæmt áætlun að fara fram á næstu þremur árum. First #LoyalWingman flight: Watch as our smart uncrewed aircraft developed with @AusAirForce makes its maiden voyage in Australia for the first time. #AirpowerTeaming pic.twitter.com/e4XUgXNoEt— Boeing Defense (@BoeingDefense) March 2, 2021 Boeing mun einnig nota Loyal Wingman við þróun Skyborg-áætlunarinnar í Bandaríkjunum en Bandaríkin og Ástralía eru nánir bandamenn. Fyrir áramót gerði Flugher Bandaríkjanna samninga við þrjú fyrirtæki vegna þeirrar áætlunar. Við erum Skyborg Markmið Skyborg-áætlunarinnar er ekki að búa til nýja tegund vélmenna sem reyna að leggja undir sig alla stjörnuþokuna, eins og og nafnið gefur til kynna, heldur að búa til tiltölulega ódýra dróna sem hægt væri að nota í orrustu. Dróna sem hægt væri að nota í verkefni sem talin eru of hættuleg fyrir flugmenn. Verkefnið gengur sömuleiðis út á að þróa dróna sem geta Þrjú fyrirtæki hafa unnið að frumgerðum fyrir áætlunina, þau Boeing, General Atomics Aeronautical Systems og Kratos Defense and Security Solutions. Fyrstu tilraunaflug Skyborg eiga að fara fram í sumar. Í samtali við Reuters segir einn yfirmanna Boeing að það sé mikilvægt fyrirtækinu að ná samningum við herafla Bandaríkjanna. Það sé markmið vinnu fyrirtækisins í Ástralíu, því markaðurinn í Bandaríkjunum sé svo stór. Þá segir fréttaveitan að sífellt fleiri vopnaframleiðendur beini sjónum sínum að drónum, samhliða því að forsvarsmenn herafla heimsins leita leiða til að draga úr kostnaði og auka getu.
Fréttir af flugi Ástralía Bandaríkin Hernaður Boeing Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira