Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 23:22 AstraZeneca sótti um að flytja 250.000 skammta af bóluefni sem var framleitt á Ítalíu til Ástralíu. Ríkisstjórnin í Róm hafnaði því. AP/Virginia Mayo Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. AstraZeneca virðist aðeins ætla að afhenda um 40% þess bóluefnis sem Evrópusambandið samdi um við fyrirtækið á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það hefur borið fyrir sig vandræði í framleiðslu. Samningur fyrirtækisins við ESB hljóðaði upp 300 milljónir skammta með möguleika á 100 milljónum til viðbótar síðar meir. ESB hefur sakað AstraZeneca um að heiðra ekki samninginn. Í kjölfarið samþykkti sambandið útflutningshömlur á bóluefni sem skyldar framleiðendur bóluefna til að leita leyfis áður en þau geta afgreitt sendingar til landa utan sambandsins. Ítalía er fyrsta ríkið sem nýtir heimild til þess að stöðva útflutning á bóluefni. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið afar hægt fyrir sig í Evrópu og sæti sambandið gagnrýni fyrir það. Í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni sagði ítalska utanríkisráðuneytið að Ástralía væri ekki á lista yfir „viðkvæm“ ríki, varanlegur skortur á bóluefni væri í Evrópusambandinu og á Ítalíu og að um mikinn fjölda skammta væri að ræða í samanburði við þá skammta sem AstraZeneca hefði afhent sambandinu og Ítalíu til þessa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra Ástralíu, segir að fyrsta sending á bóluefni sé þegar komin til landsins og hún dugi þar til næsti skammtur frá innlendum framleiðanda verður tilbúinn. Sendingin frá Ítalíu skipti ekki sköpum fyrir bólusetningaráætlun næstu vikna að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Hunt. AP-fréttastofan segir að fulltrúar AstraZeneca hafi ekki viljað tjá sig um ákvörðun ítalskra stjórnvalda. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Evrópusambandið Ástralía Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
AstraZeneca virðist aðeins ætla að afhenda um 40% þess bóluefnis sem Evrópusambandið samdi um við fyrirtækið á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það hefur borið fyrir sig vandræði í framleiðslu. Samningur fyrirtækisins við ESB hljóðaði upp 300 milljónir skammta með möguleika á 100 milljónum til viðbótar síðar meir. ESB hefur sakað AstraZeneca um að heiðra ekki samninginn. Í kjölfarið samþykkti sambandið útflutningshömlur á bóluefni sem skyldar framleiðendur bóluefna til að leita leyfis áður en þau geta afgreitt sendingar til landa utan sambandsins. Ítalía er fyrsta ríkið sem nýtir heimild til þess að stöðva útflutning á bóluefni. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið afar hægt fyrir sig í Evrópu og sæti sambandið gagnrýni fyrir það. Í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni sagði ítalska utanríkisráðuneytið að Ástralía væri ekki á lista yfir „viðkvæm“ ríki, varanlegur skortur á bóluefni væri í Evrópusambandinu og á Ítalíu og að um mikinn fjölda skammta væri að ræða í samanburði við þá skammta sem AstraZeneca hefði afhent sambandinu og Ítalíu til þessa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra Ástralíu, segir að fyrsta sending á bóluefni sé þegar komin til landsins og hún dugi þar til næsti skammtur frá innlendum framleiðanda verður tilbúinn. Sendingin frá Ítalíu skipti ekki sköpum fyrir bólusetningaráætlun næstu vikna að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Hunt. AP-fréttastofan segir að fulltrúar AstraZeneca hafi ekki viljað tjá sig um ákvörðun ítalskra stjórnvalda.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Evrópusambandið Ástralía Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira