Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 10:13 Piers Morgan fjölmiðlamaður var heldur ósáttur við kollega sinn í þættinum Good Morning Britain í morgun. Getty/Frazer Harrison Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. Alex Beresford, annar þáttastjórnandi Good Morning Britain, var að ræða umfjöllun fjölmiðla um Meghan og skaut föstum skotum á Morgan sem hefur í gegnum tíðina ekki farið leynt með það að honum þyki ekki mikið til Meghan koma. Þannig fór Morgan mikinn í Good Morning Britain í gærmorgun, daginn eftir að viðtalið var frumsýnt í Bandaríkjunum. Hann sagðist svo reiður eftir að hafa horft á viðtalið að það syði á honum. Þá hefði honum orðið óglatt. „Þau drulla yfir konungsfjölskylduna okkar í tvo tíma samfleytt, þau drulla yfir konungsríkið, allt það sem Elísabet drottning hefur unnið svo hart að og allt er þetta gert á meðan Filippus prins liggur á spítala,“ sagði Morgan meðal annars. Piers Morgan just walked off the Good Morning Britain set (!!!) after co-presenter Alex Beresford defended Harry and Meghan and condemned Piers' treatment of them in yesterday's programming pic.twitter.com/mH75J8ND4O— Chris Rickett (@chrisrickett) March 9, 2021 Ekki verður annað sagt en að kollega hans Beresford hafi blöskrað orð hans í þættinum í gær þar sem hann tók sig til í morgun og lét Morgan heyra það. „Ég skil að þér líkar ekki við Meghan Markle, þú hefur sagt það mjög skýrt nokkrum sinnum í þessum þætti,“ sagði Beresford og vísaði svo í fullyrðingar Morgan frá því fyrir nokkrum árum um að hann og Meghan hefðu átt í persónulegu sambandi en hún síðan hætt að tala við hann eftir að hún og Harry fóru að vera saman. „Hún má hætta að tala við þig ef hún vill það. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún hætti að tala við þig? Ég held ekki en þú heldur samt áfram að drulla yfir hana,“ sagði Beresford. Á þessum tímapunkti móðgaðist Morgan og sagðist hafa fengið nóg af þessu. Hann stóð upp og labbaði út en Beresford var ekki hættur. „Hann hegðar sér algjörlega djöfullega. Afsakið mig en Piers Morgan eys út úr sér fúkyrðaflaumi reglulega og við þurfum að sitja og hlusta á það. Það var ótrúlega erfitt að horfa á þáttinn frá 6:30 til sjö í gær,“ sagði Beresford. Morgan kom skömmu síðar aftur í settið og héldu umræður um viðtalið áfram að því er fram kemur í frétt Guardian. Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Alex Beresford, annar þáttastjórnandi Good Morning Britain, var að ræða umfjöllun fjölmiðla um Meghan og skaut föstum skotum á Morgan sem hefur í gegnum tíðina ekki farið leynt með það að honum þyki ekki mikið til Meghan koma. Þannig fór Morgan mikinn í Good Morning Britain í gærmorgun, daginn eftir að viðtalið var frumsýnt í Bandaríkjunum. Hann sagðist svo reiður eftir að hafa horft á viðtalið að það syði á honum. Þá hefði honum orðið óglatt. „Þau drulla yfir konungsfjölskylduna okkar í tvo tíma samfleytt, þau drulla yfir konungsríkið, allt það sem Elísabet drottning hefur unnið svo hart að og allt er þetta gert á meðan Filippus prins liggur á spítala,“ sagði Morgan meðal annars. Piers Morgan just walked off the Good Morning Britain set (!!!) after co-presenter Alex Beresford defended Harry and Meghan and condemned Piers' treatment of them in yesterday's programming pic.twitter.com/mH75J8ND4O— Chris Rickett (@chrisrickett) March 9, 2021 Ekki verður annað sagt en að kollega hans Beresford hafi blöskrað orð hans í þættinum í gær þar sem hann tók sig til í morgun og lét Morgan heyra það. „Ég skil að þér líkar ekki við Meghan Markle, þú hefur sagt það mjög skýrt nokkrum sinnum í þessum þætti,“ sagði Beresford og vísaði svo í fullyrðingar Morgan frá því fyrir nokkrum árum um að hann og Meghan hefðu átt í persónulegu sambandi en hún síðan hætt að tala við hann eftir að hún og Harry fóru að vera saman. „Hún má hætta að tala við þig ef hún vill það. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún hætti að tala við þig? Ég held ekki en þú heldur samt áfram að drulla yfir hana,“ sagði Beresford. Á þessum tímapunkti móðgaðist Morgan og sagðist hafa fengið nóg af þessu. Hann stóð upp og labbaði út en Beresford var ekki hættur. „Hann hegðar sér algjörlega djöfullega. Afsakið mig en Piers Morgan eys út úr sér fúkyrðaflaumi reglulega og við þurfum að sitja og hlusta á það. Það var ótrúlega erfitt að horfa á þáttinn frá 6:30 til sjö í gær,“ sagði Beresford. Morgan kom skömmu síðar aftur í settið og héldu umræður um viðtalið áfram að því er fram kemur í frétt Guardian.
Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira