Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 10:54 Piers Morgan á ferðinni í London í morgun. Getty/MWE/GC Images Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. Daginn áður hafði CBS-sjónvarpsstöðin sýnt viðtal Opruh Winfrey við Meghan og eiginmann hennar, Harry Bretaprins, en margt af því sem kom fram í viðtalinu hefur vakið mikla athygli. Viðtalið var til umræðu í Good Morning Britain á mánudagsmorgun. Þá lýsti Morgan því yfir að hann tryði ekki orði af því sem Meghan hefði sagt í viðtalinu. „Mér finnst þessi árás hennar á konungsfjölskylduna fyrirlitleg,“ sagði Morgan meðal annars. Í þættinum í gærmorgun ítrekaði Morgan síðan að hann ætti erfitt með að trúa Meghan. Í gærkvöldi var síðan greint frá því að Morgan hefði ákveðið að hætta í Good Morning Britain en rúmlega 41 þúsund kvartanir höfðu þá borist eftirlitsaðilanum Ofcom vegna ummæla Morgans. Morgan tísti í morgun þegar Good Morning Britain var við það að hefjast og sagðist þá standa við orð sín um Meghan. „Ég hef haft tíma til að hugsa um þessa skoðun mína og ég stend við hana. Ef þú trúðir Meghan, allt í lagi. Tjáningarfrelsið er hæð sem ég mun glaður deyja á. Takk fyrir alla ástina og hatrið. Ég ætla nú að verja meiri tíma með skoðunum mínum,“ tísti Morgan og deildi með mynd af kvóti í Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, um tjáningarfrelsið. On Monday, I said I didn t believe Meghan Markle in her Oprah interview. I ve had time to reflect on this opinion, and I still don t. If you did, OK. Freedom of speech is a hill I m happy to die on. Thanks for all the love, and hate. I m off to spend more time with my opinions. pic.twitter.com/bv6zpz4Roe— Piers Morgan (@piersmorgan) March 10, 2021 Morgan bætti síðan í þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt áðan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan. Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Daginn áður hafði CBS-sjónvarpsstöðin sýnt viðtal Opruh Winfrey við Meghan og eiginmann hennar, Harry Bretaprins, en margt af því sem kom fram í viðtalinu hefur vakið mikla athygli. Viðtalið var til umræðu í Good Morning Britain á mánudagsmorgun. Þá lýsti Morgan því yfir að hann tryði ekki orði af því sem Meghan hefði sagt í viðtalinu. „Mér finnst þessi árás hennar á konungsfjölskylduna fyrirlitleg,“ sagði Morgan meðal annars. Í þættinum í gærmorgun ítrekaði Morgan síðan að hann ætti erfitt með að trúa Meghan. Í gærkvöldi var síðan greint frá því að Morgan hefði ákveðið að hætta í Good Morning Britain en rúmlega 41 þúsund kvartanir höfðu þá borist eftirlitsaðilanum Ofcom vegna ummæla Morgans. Morgan tísti í morgun þegar Good Morning Britain var við það að hefjast og sagðist þá standa við orð sín um Meghan. „Ég hef haft tíma til að hugsa um þessa skoðun mína og ég stend við hana. Ef þú trúðir Meghan, allt í lagi. Tjáningarfrelsið er hæð sem ég mun glaður deyja á. Takk fyrir alla ástina og hatrið. Ég ætla nú að verja meiri tíma með skoðunum mínum,“ tísti Morgan og deildi með mynd af kvóti í Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, um tjáningarfrelsið. On Monday, I said I didn t believe Meghan Markle in her Oprah interview. I ve had time to reflect on this opinion, and I still don t. If you did, OK. Freedom of speech is a hill I m happy to die on. Thanks for all the love, and hate. I m off to spend more time with my opinions. pic.twitter.com/bv6zpz4Roe— Piers Morgan (@piersmorgan) March 10, 2021 Morgan bætti síðan í þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt áðan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan.
Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira