Dagur Norðurlanda og áherslur á loftslagsmál Davíð Stefánsson skrifar 23. mars 2021 16:30 Í dag er dagur Norðurlanda og jafnframt fagnar Norræna ráðherranefndin hálfrar aldar afmæli í ár. Því er ástæða til að rifja upp samvinnu ríkjanna og hverju þau hafa áorkað. Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa lýst þeirri metnaðarfullu sýn að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í yfirlýsingu leiðtoga segir ennfremur að ,,loftslagsbreytingar, mengun og ógn við líffræðilega fjölbreytni kalli á alla athygli okkar, alla okkar orku.” Því eigi að virkja innri styrk Norðurlanda í þágu loftslagsmála og samfélagsins og setja þau mál í algeran forgang. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 og Parísarsamkomulagið vísar veginn. Í því skyni á Norræna ráðherranefndin og stofnanir sem undir hana heyra að vinna að forgangsmarkmiðum um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Þar er lykilmarkmið að hvetja til jákvæðrar þróunar, alþjóðlegs samstarfs um umhverfi og loftslag, svo sem með því að stuðla að norrænum grænum lausnum á þessu sviði. Umhverfis- og loftslagsmál Áhersla er á samvinnu gegn hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, sem og hringrásarhagkerfi er heldur neyslu og framleiðslu innan náttúrulegra þolmarka. Þetta kallar einnig á samstarf ríkja um sjálfbærar borgir, loftslagsaðlögun, græna fjármögnun og nýsköpun sem er til þess fallin að bæta umhverfið. Vinaríkin á Norðurlöndum hafa í áratugi átt með sér árangursríkt samstarf á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Á seinni árum hefur þetta samstarf styrkst um leið og áskoranirnar hafa orðið fleiri og stærri. Flestum verður ljósara að einungis með alþjóðlegu samstarfi um umhverfi og loftslag munu brýn sameiginleg markmið nást. Styðja verður fátækustu ríki heims á þessu sviði. NDF: Loftslagstengd þróunarverkefni Norræni þróunarsjóðurinn (NDF), sameiginleg alþjóðleg fjármálastofnun norrænu ríkjanna, vinnur að þessari framtíðarsýn. Hann veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku. Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslagsbreytinga og aðlögun þeirra í fátækum ríkjum þar sem fólk býr við viðkvæmar aðstæður. Þannig verður grænni umbreytingu hraðað, ásamt því sem stuðlað er að loftslagsmarkmiðum Parísarsáttmálans. Ennfremur er ýtt undir félagslegt jafnrétti og réttlæti um leið er fjármagni beint til sjálfbærra fjárfestinga. Þannig er sterklega hvatt til valdeflingar kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Verkefni sem taka mið af jafnréttissjónarmiðum eru þannig líklegri til að njóta stuðnings. Samkvæmt stefnu sjóðsins fyrir tímabilið 2021-2025 verður að minnsta kosti 60 prósentum af fjármagni sjóðsins ráðstafað til Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Helmingur fjármögnunar eða meira miðast við verkefni sem sporna við loftslagsbreytingum. Veitt eru margvísleg lán en að minnsta kosti helmingur úthlutana er í formi styrkja. Þrjú dæmi Hér eru þrjú dæmi af mörgum um hvernig NDF styður áherslur Norðurlanda á sviði umhverfis- og loftslagsmála: ·Afríkusjóður um hringrásarhagkerfi (ACEF) er nýr fjölþjóðlegur sjóður Afríska þróunarbankans sem NDF og Finnland standa að. Markmiðið er að örva lausnir hringrásarhagkerfisins og ýta undir grænan hagvöxt í Afríku. Þetta verður gert með því að færa áherslur um hringrásarhagkerfi inn í loftlagsskuldbindingar valdra Afríkuríkja og áætlunum þeirra um grænan hagvöxt. Enn fremur er sjóðnum ætlað að þróa getu og þekkingu sprotafyrirtækja og háskólastofnana í Afríku um hringrásarhagkerfi ásamt því að hvetja til samstarfs og frekari þekkingarmiðlunar þeirra. ·Norræni loftslagssjóðurinn (NCF) sem rekinn er á vegum NDF í samstarfi við Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, veitir styrki á bilinu 250.000 til 500.000 evra til nýsköpunarverkefna sem ætlað er að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. ·Samstarfssjóður um orku og umhverfi í suður- og austurhluta Afríku (EEP Africa) er rekinn af NDF í samvinnu við þróunarstofnun Austurríkis ADA og finnska utanríkisráðuneytið. Sjóðurinn hefur að leiðarljósi sýn um loftslagsbreytingaþolna kolefnislausa framtíð svo að markmið Parísarsamkomulaginu um loftslagsbreytingar og sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Veittir eru styrkir til nýsköpunar, tækni og viðskiptaáætlana í 15 ríkjum í Suður- og Austur-Afríku. Á árunum 2010—2020 fjárfesti EEP Africa um 50 milljónum evra í 250 frumkvöðlaverkefnum. Norrænar jafnréttisáherslur hafa þar skilað árangri, enda um 42 prósent orkuverkefna EEP Africa sjóðsins leidd af afrískum konum. Höfundur er stjórnarmaður í Þróunarsjóði Norðurlanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Stefánsson Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í dag er dagur Norðurlanda og jafnframt fagnar Norræna ráðherranefndin hálfrar aldar afmæli í ár. Því er ástæða til að rifja upp samvinnu ríkjanna og hverju þau hafa áorkað. Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa lýst þeirri metnaðarfullu sýn að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í yfirlýsingu leiðtoga segir ennfremur að ,,loftslagsbreytingar, mengun og ógn við líffræðilega fjölbreytni kalli á alla athygli okkar, alla okkar orku.” Því eigi að virkja innri styrk Norðurlanda í þágu loftslagsmála og samfélagsins og setja þau mál í algeran forgang. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 og Parísarsamkomulagið vísar veginn. Í því skyni á Norræna ráðherranefndin og stofnanir sem undir hana heyra að vinna að forgangsmarkmiðum um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Þar er lykilmarkmið að hvetja til jákvæðrar þróunar, alþjóðlegs samstarfs um umhverfi og loftslag, svo sem með því að stuðla að norrænum grænum lausnum á þessu sviði. Umhverfis- og loftslagsmál Áhersla er á samvinnu gegn hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, sem og hringrásarhagkerfi er heldur neyslu og framleiðslu innan náttúrulegra þolmarka. Þetta kallar einnig á samstarf ríkja um sjálfbærar borgir, loftslagsaðlögun, græna fjármögnun og nýsköpun sem er til þess fallin að bæta umhverfið. Vinaríkin á Norðurlöndum hafa í áratugi átt með sér árangursríkt samstarf á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Á seinni árum hefur þetta samstarf styrkst um leið og áskoranirnar hafa orðið fleiri og stærri. Flestum verður ljósara að einungis með alþjóðlegu samstarfi um umhverfi og loftslag munu brýn sameiginleg markmið nást. Styðja verður fátækustu ríki heims á þessu sviði. NDF: Loftslagstengd þróunarverkefni Norræni þróunarsjóðurinn (NDF), sameiginleg alþjóðleg fjármálastofnun norrænu ríkjanna, vinnur að þessari framtíðarsýn. Hann veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku. Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslagsbreytinga og aðlögun þeirra í fátækum ríkjum þar sem fólk býr við viðkvæmar aðstæður. Þannig verður grænni umbreytingu hraðað, ásamt því sem stuðlað er að loftslagsmarkmiðum Parísarsáttmálans. Ennfremur er ýtt undir félagslegt jafnrétti og réttlæti um leið er fjármagni beint til sjálfbærra fjárfestinga. Þannig er sterklega hvatt til valdeflingar kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Verkefni sem taka mið af jafnréttissjónarmiðum eru þannig líklegri til að njóta stuðnings. Samkvæmt stefnu sjóðsins fyrir tímabilið 2021-2025 verður að minnsta kosti 60 prósentum af fjármagni sjóðsins ráðstafað til Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Helmingur fjármögnunar eða meira miðast við verkefni sem sporna við loftslagsbreytingum. Veitt eru margvísleg lán en að minnsta kosti helmingur úthlutana er í formi styrkja. Þrjú dæmi Hér eru þrjú dæmi af mörgum um hvernig NDF styður áherslur Norðurlanda á sviði umhverfis- og loftslagsmála: ·Afríkusjóður um hringrásarhagkerfi (ACEF) er nýr fjölþjóðlegur sjóður Afríska þróunarbankans sem NDF og Finnland standa að. Markmiðið er að örva lausnir hringrásarhagkerfisins og ýta undir grænan hagvöxt í Afríku. Þetta verður gert með því að færa áherslur um hringrásarhagkerfi inn í loftlagsskuldbindingar valdra Afríkuríkja og áætlunum þeirra um grænan hagvöxt. Enn fremur er sjóðnum ætlað að þróa getu og þekkingu sprotafyrirtækja og háskólastofnana í Afríku um hringrásarhagkerfi ásamt því að hvetja til samstarfs og frekari þekkingarmiðlunar þeirra. ·Norræni loftslagssjóðurinn (NCF) sem rekinn er á vegum NDF í samstarfi við Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, veitir styrki á bilinu 250.000 til 500.000 evra til nýsköpunarverkefna sem ætlað er að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. ·Samstarfssjóður um orku og umhverfi í suður- og austurhluta Afríku (EEP Africa) er rekinn af NDF í samvinnu við þróunarstofnun Austurríkis ADA og finnska utanríkisráðuneytið. Sjóðurinn hefur að leiðarljósi sýn um loftslagsbreytingaþolna kolefnislausa framtíð svo að markmið Parísarsamkomulaginu um loftslagsbreytingar og sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Veittir eru styrkir til nýsköpunar, tækni og viðskiptaáætlana í 15 ríkjum í Suður- og Austur-Afríku. Á árunum 2010—2020 fjárfesti EEP Africa um 50 milljónum evra í 250 frumkvöðlaverkefnum. Norrænar jafnréttisáherslur hafa þar skilað árangri, enda um 42 prósent orkuverkefna EEP Africa sjóðsins leidd af afrískum konum. Höfundur er stjórnarmaður í Þróunarsjóði Norðurlanda.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun