Osbourne deilir örlögum Morgan og er látin taka pokann sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 09:48 Sharon Osbourne og Piers Morgan eru gamlir vinir. Vísir/Getty/Epa Raunveruleikaþáttastjarnan Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk, eftir heita umræðu í þættinum um rasisma. Umræðan átti sér stað í kjölfar þess að Osbourne lýsti yfir stuðningi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan. Morgan var látinn taka pokann sinn sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir að hann átti í orðaskiptum í þættinum um viðtal Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan Markle. Sagði Morgan meðal annars að hann tryði ekki orði af því sem Meghan sagði í viðtalinu en hún hélt því meðal annars fram að húðlitur barns hjónanna hefði verið til umræðu innan konungsfjölskyldunnar. Þá sagðist hún hafa verið afar þunglynd og íhugað sjálfsvíg en ekki fengið stuðning. Morgan var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín og metfjöldi kvartana barst fjölmiðla- og samskiptaeftirlitsstofnuninni Ofcom. Osbourne kom sjónvarpsmanninum hins vegar til varnar og tísti meðal annars að fólk ætti til að gleyma því að hann fengi borgað fyrir að viðra skoðanir sínar. . @piersmorgan I am with you. I stand by you. People forget that you’re paid for your opinion and that you’re just speaking your truth.— Sharon Osbourne (@MrsSOsbourne) March 9, 2021 Þegar annar meðstjórnenda Osbourne kom inn á tístið í þætti af The Talk sagðist síðarnefnda hafa það á tilfinningunni að það ætti að „setja sig í rafmagnsstólinn“ af því að hún ætti vin sem sumum þætti rasískur og því hlyti hún að vera rasisti. Skoraði hún á Sheryl Underwood að benda sér á rasísk ummæli sem hún hefði látið falla. „Þetta snýst ekki um rasisma með beinum orðum, heldur hvað hann felur í sér og viðbrögðin við honum,“ svaraði Underwood. Osbourne baðst síðar afsökunar en gaf í kjölfarið í skyn að sér hefði verið „fórnað“ af framleiðendum þáttanna. Hún hefur ekki tjáð sig um ákvörðun CBS að láta sig fara. The Talk fór fyrst í loftið árið 2010 og Osbourne hefur verið einn þáttastjórnenda frá upphafi. Hún og Morgan voru um tíma bæði dómarar í þættinum America's Got Talent. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41 Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. 10. mars 2021 10:54 Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. 9. mars 2021 19:03 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Morgan var látinn taka pokann sinn sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir að hann átti í orðaskiptum í þættinum um viðtal Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan Markle. Sagði Morgan meðal annars að hann tryði ekki orði af því sem Meghan sagði í viðtalinu en hún hélt því meðal annars fram að húðlitur barns hjónanna hefði verið til umræðu innan konungsfjölskyldunnar. Þá sagðist hún hafa verið afar þunglynd og íhugað sjálfsvíg en ekki fengið stuðning. Morgan var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín og metfjöldi kvartana barst fjölmiðla- og samskiptaeftirlitsstofnuninni Ofcom. Osbourne kom sjónvarpsmanninum hins vegar til varnar og tísti meðal annars að fólk ætti til að gleyma því að hann fengi borgað fyrir að viðra skoðanir sínar. . @piersmorgan I am with you. I stand by you. People forget that you’re paid for your opinion and that you’re just speaking your truth.— Sharon Osbourne (@MrsSOsbourne) March 9, 2021 Þegar annar meðstjórnenda Osbourne kom inn á tístið í þætti af The Talk sagðist síðarnefnda hafa það á tilfinningunni að það ætti að „setja sig í rafmagnsstólinn“ af því að hún ætti vin sem sumum þætti rasískur og því hlyti hún að vera rasisti. Skoraði hún á Sheryl Underwood að benda sér á rasísk ummæli sem hún hefði látið falla. „Þetta snýst ekki um rasisma með beinum orðum, heldur hvað hann felur í sér og viðbrögðin við honum,“ svaraði Underwood. Osbourne baðst síðar afsökunar en gaf í kjölfarið í skyn að sér hefði verið „fórnað“ af framleiðendum þáttanna. Hún hefur ekki tjáð sig um ákvörðun CBS að láta sig fara. The Talk fór fyrst í loftið árið 2010 og Osbourne hefur verið einn þáttastjórnenda frá upphafi. Hún og Morgan voru um tíma bæði dómarar í þættinum America's Got Talent.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41 Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. 10. mars 2021 10:54 Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. 9. mars 2021 19:03 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41
Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. 10. mars 2021 10:54
Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. 9. mars 2021 19:03