Skipta líf og heilsa kvenna heilbrigðisyfirvöld minna máli? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. apríl 2021 17:00 Á undraskömmum tíma nú nýlega sameinuðust tæplega fjórtán þúsund manns af öllum kynjum í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna.“ Ástæðan var sú óreiða sem ríkt hefur undanfarið í málefnum kvenna sem farið hafa í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann áttunda mars s.l. voru heilbrigðisráðherra afhentar um fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem hvatningu til að bæta úr því ófremdarástandi sem skimanir í Danmörku hafa skapað. Nú er liðinn rúmur mánuður frá því að ráðherrann tók við áskoruninni og ekkert hefur gerst. Nema kannski það að einhverjir læknar hafa verið í umkenningaleik um hver beri raunverulega ábyrgð. Í fyrsta lagi ábyrgð á því að hafa rifið verkefni við skimun og greiningu af Krabbameinsfélaginu áður en annar aðili hafði verið fenginn til að taka við. Í öðru lagi að koma skimun og greiningu ekki fyrir á Landsspítala eins og ráð hafði verið fyrir gert. Og í þriðja lagi að koma greiningu skimana fyrir í einkaklínik í Danmörku sem er eins svifasein og óörugg leið og hugsast getur. Þar kemur margt til. Dregið hefur verið fram að sýni höfðu hlaðist upp og voru geymd í pappakössum fram á þetta ár. Flókið er að senda sýni til Danmerkur því merkja þarf sýnin upp á nýtt (íslenska kennitalan gengur ekki) og að lokinni greiningu þarf að umbreyta dönsku merkingunni aftur í íslenska kennitölu. Allt tekur þetta drjúgan tíma. Á meðan á þessu gengur bíða konur milli vonar og ótta vikum saman. Margar hverjar hafa fengið fregnir af því að sýni þeirra hafi sýnt frávik og taka þurfi ný og/eða að grípa þurfi til annarra aðgerða strax. Á fésbókarsíðunni „aðför að heilsu kvenna„ sem nú telur um 14 þúsund meðlima eins og áður sagði er að finna nöturlegar frásagnir kvenna sem hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðum og eftir atvikum framhaldsmeðferð. Sést hafa frásagnir sem sýna að konur hafa þurft að bíða niðurstaðna og jafnvel eftir framhaldsmeðferð allt síðan í júlímánuði 2020. Hver karllæknirinn af öðrum hefur stigið fram og sagt að þessi þjónusta sé þrátt fyrir allt ásættanleg. Með mikilli virðingu efast ég um skilning þeirra á ástandinu. Í 3. gr sjúklingalaga segir að sjúklingar skuli ávallt njóta bestu fáanlegu þjónustu eða eins og segir í lagatextanum: Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Sjúklingur á rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita. Mér er til efs að hægt sé að heimfæra lagaákvæðið upp á þá reynslu sem margar konur hafa gengið í gegnum undanfarandi. Mér vitanlega hefur enginn enn látið reyna á þetta ákvæði laga vegna skimunar leghálskrabbameins en full ástæða virðist til að gaumgæfa það. Það er engu líkara en að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að heilsa og líf kvenna skipti ekki máli. Þessu ástandi verður að linna strax. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta nú þegar úr. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í RVK-kjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á undraskömmum tíma nú nýlega sameinuðust tæplega fjórtán þúsund manns af öllum kynjum í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna.“ Ástæðan var sú óreiða sem ríkt hefur undanfarið í málefnum kvenna sem farið hafa í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann áttunda mars s.l. voru heilbrigðisráðherra afhentar um fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem hvatningu til að bæta úr því ófremdarástandi sem skimanir í Danmörku hafa skapað. Nú er liðinn rúmur mánuður frá því að ráðherrann tók við áskoruninni og ekkert hefur gerst. Nema kannski það að einhverjir læknar hafa verið í umkenningaleik um hver beri raunverulega ábyrgð. Í fyrsta lagi ábyrgð á því að hafa rifið verkefni við skimun og greiningu af Krabbameinsfélaginu áður en annar aðili hafði verið fenginn til að taka við. Í öðru lagi að koma skimun og greiningu ekki fyrir á Landsspítala eins og ráð hafði verið fyrir gert. Og í þriðja lagi að koma greiningu skimana fyrir í einkaklínik í Danmörku sem er eins svifasein og óörugg leið og hugsast getur. Þar kemur margt til. Dregið hefur verið fram að sýni höfðu hlaðist upp og voru geymd í pappakössum fram á þetta ár. Flókið er að senda sýni til Danmerkur því merkja þarf sýnin upp á nýtt (íslenska kennitalan gengur ekki) og að lokinni greiningu þarf að umbreyta dönsku merkingunni aftur í íslenska kennitölu. Allt tekur þetta drjúgan tíma. Á meðan á þessu gengur bíða konur milli vonar og ótta vikum saman. Margar hverjar hafa fengið fregnir af því að sýni þeirra hafi sýnt frávik og taka þurfi ný og/eða að grípa þurfi til annarra aðgerða strax. Á fésbókarsíðunni „aðför að heilsu kvenna„ sem nú telur um 14 þúsund meðlima eins og áður sagði er að finna nöturlegar frásagnir kvenna sem hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðum og eftir atvikum framhaldsmeðferð. Sést hafa frásagnir sem sýna að konur hafa þurft að bíða niðurstaðna og jafnvel eftir framhaldsmeðferð allt síðan í júlímánuði 2020. Hver karllæknirinn af öðrum hefur stigið fram og sagt að þessi þjónusta sé þrátt fyrir allt ásættanleg. Með mikilli virðingu efast ég um skilning þeirra á ástandinu. Í 3. gr sjúklingalaga segir að sjúklingar skuli ávallt njóta bestu fáanlegu þjónustu eða eins og segir í lagatextanum: Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Sjúklingur á rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita. Mér er til efs að hægt sé að heimfæra lagaákvæðið upp á þá reynslu sem margar konur hafa gengið í gegnum undanfarandi. Mér vitanlega hefur enginn enn látið reyna á þetta ákvæði laga vegna skimunar leghálskrabbameins en full ástæða virðist til að gaumgæfa það. Það er engu líkara en að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að heilsa og líf kvenna skipti ekki máli. Þessu ástandi verður að linna strax. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta nú þegar úr. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í RVK-kjördæmi suður.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar