Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 22:46 Antony J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Íslands í næsta mánuði. EPA-EFE/Graeme Jennings Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Blinken fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars hlýnun jarðar og bráðnun jökla og þær afleiðingar sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér fyrir lífríkið á jörðinni, bæði fyrir menn, dýr, gróður og lífríki hafsins. „Við verðum að stöðva þessa þróun á meðan það er ekki orðið of seint,“ sagði Blinken sem leggur áherslu á að umhverfismál séu mikilvægur liður í utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir ríkisstjórn Joe Biden og Kamölu Harris. Blinken lýsti einnig áhyggjum sínum af því að Kínverjar hafi tekið hratt fram úr Bandaríkjunum og öðrum ríkjum þegar kemur að þróun og tækni endurnýjanlegra orkugjafa. Fyrsti fundurinn á Íslandi? Athygli hefur vakið að auk Blinken er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, einnig væntanlegur til landsins í tengslum við fundinn. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Blinken fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars hlýnun jarðar og bráðnun jökla og þær afleiðingar sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér fyrir lífríkið á jörðinni, bæði fyrir menn, dýr, gróður og lífríki hafsins. „Við verðum að stöðva þessa þróun á meðan það er ekki orðið of seint,“ sagði Blinken sem leggur áherslu á að umhverfismál séu mikilvægur liður í utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir ríkisstjórn Joe Biden og Kamölu Harris. Blinken lýsti einnig áhyggjum sínum af því að Kínverjar hafi tekið hratt fram úr Bandaríkjunum og öðrum ríkjum þegar kemur að þróun og tækni endurnýjanlegra orkugjafa. Fyrsti fundurinn á Íslandi? Athygli hefur vakið að auk Blinken er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, einnig væntanlegur til landsins í tengslum við fundinn. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira