Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2021 11:38 Fyrsta hluta geimstöðvarinnar verður skotið á loft með Long March 5B eldflaug. AP/Guo Wenbin Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. Geimstöðin ber heitið Tianhe eða Himneskt samlyndi. Fyrsta hluta hennar verður skotið á loft frá eyjunni Hainan á Long March 5B eldflaug, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Seinna meir stendur til að senda upp tvo hluta geimstöðvarinnar til viðbótar, auk fjögurra birgðaskipa og fjögurra mannaðra geimferða, þar sem geimfarar munu vinna að því að ljúka gerð geimstöðvarinnar. Þá er verið að þjálfa tólf geimfara sem senda á til geimstöðvarinnar og munu búa þar. Þrír geimfarar munu geta búið þar í um hálft ár í senn. Fullkláruð á geimstöðin að vera um 66 tonn að þyngd, sem er töluvert minna en Alþjóðlega geimstöðin sem er um 450 tonn. Mögulegt verður þó að stækja Tianhe í framtíðinni. Undirbúningur Kínverja hófst á tíunda áratug síðustu aldar en Kína var meinuð aðkoma að alþjóðlegu geimstöðinni, að hluta til vegna tengsla Geimvísindastofnunar Kína við her landsins og þeirrar leyndar sem hvílir yfir störfum hennar. Á síðustu árum hefur tveimur frumgerðum að geimstöð verið skotið á braut um jörðu frá Kína. Tiangong-1 var skotið á loft árið 2011 en árið 2016 misstu Kínverjar stjórn á henni og hún brann upp í gufuhvolfinu. Tiangong-2 var látið brenna upp árið 2018. Þegar Tianhe verður tilbúin verða tvær geimstöðvar á braut um jörðu. Þá segjast Rússar ætla að gera sína eigin geimstöð á næstu árum. Á tiltölulega skömmum tíma hafa Kínverjar byggt upp töluverða reynslu í geimferðum. Kína varð þriðja ríkið til að senda menn út í geim sjálfstætt árið 2003, á eftir Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þá hafa Kínverjar sent geimför til tunglsins og stendur til að lenda vélmenni á Mars á næstu vikum. Þá hafa ráðmenn í Kína sagt að til standi að reyna að koma upp geimstöð á tunglinu. Kína Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Geimstöðin ber heitið Tianhe eða Himneskt samlyndi. Fyrsta hluta hennar verður skotið á loft frá eyjunni Hainan á Long March 5B eldflaug, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Seinna meir stendur til að senda upp tvo hluta geimstöðvarinnar til viðbótar, auk fjögurra birgðaskipa og fjögurra mannaðra geimferða, þar sem geimfarar munu vinna að því að ljúka gerð geimstöðvarinnar. Þá er verið að þjálfa tólf geimfara sem senda á til geimstöðvarinnar og munu búa þar. Þrír geimfarar munu geta búið þar í um hálft ár í senn. Fullkláruð á geimstöðin að vera um 66 tonn að þyngd, sem er töluvert minna en Alþjóðlega geimstöðin sem er um 450 tonn. Mögulegt verður þó að stækja Tianhe í framtíðinni. Undirbúningur Kínverja hófst á tíunda áratug síðustu aldar en Kína var meinuð aðkoma að alþjóðlegu geimstöðinni, að hluta til vegna tengsla Geimvísindastofnunar Kína við her landsins og þeirrar leyndar sem hvílir yfir störfum hennar. Á síðustu árum hefur tveimur frumgerðum að geimstöð verið skotið á braut um jörðu frá Kína. Tiangong-1 var skotið á loft árið 2011 en árið 2016 misstu Kínverjar stjórn á henni og hún brann upp í gufuhvolfinu. Tiangong-2 var látið brenna upp árið 2018. Þegar Tianhe verður tilbúin verða tvær geimstöðvar á braut um jörðu. Þá segjast Rússar ætla að gera sína eigin geimstöð á næstu árum. Á tiltölulega skömmum tíma hafa Kínverjar byggt upp töluverða reynslu í geimferðum. Kína varð þriðja ríkið til að senda menn út í geim sjálfstætt árið 2003, á eftir Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þá hafa Kínverjar sent geimför til tunglsins og stendur til að lenda vélmenni á Mars á næstu vikum. Þá hafa ráðmenn í Kína sagt að til standi að reyna að koma upp geimstöð á tunglinu.
Kína Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira