Virkjum mannauðinn betur Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 5. maí 2021 08:01 Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. En það sem við erum góð í er misvel metið í samfélaginu. Þeir sem eru til dæmis góðir í fótbolta fá mikið lof og athygli fyrir það, verða stundum atvinnumenn í fótbolta og fá vel greitt fyrir þessa hæfni sína. Sumir eru góðir í að skrifa bækur og öðlast ákveðna viðurkenningu fyrir ritsnilld sína og svo eru aðrir góðir í að nota samfélagsmiðla og verða áhrifavaldar. Þrátt fyrir mismunandi styrkleika okkar virðast þeir ekki allir vera jafn mikils metnir. Þeir sem eru góðir í að hlusta á aðra og styðja í erfiðleikum fá yfirleitt ekki verðlaun fyrir það og þeir sem eru góðir í að mæta dags daglega í vinnuna og sinna henni af heilum hug fá ekki endilega hrós og umbun fyrir sín störf. Þar sem styrkleikar okkar eru misjafnlega vel metnir er sú hætta fyrir hendi að við missum af mikilvægum mannauði. Það sama má segja um allan þann mannauð sem býr á meðal öryrkja þessa lands. Því miður hefur öryrkjum vegna geðræns vanda aukist á undanförnum árum og er það mikið áhyggjuefni að andleg heilsa okkar fari versnandi. Við þurfum að staldra við og velta fyrir okkur hvað það er sem veldur aukinni vanlíðan og hverju þarf að breyta í samfélaginu til að sporna við því. Í starfshópi sem ég leiddi á vegum félags- og barnamálaráðuneytisins um samfélagslega virkni einstaklinga með geðrænan vanda skiluðum við tillögum um samþættingu kerfa, s.s. heilsugæslu, félagsþjónustu og virkniúrræða. Lagt var til að hugað yrði markvisst að því að virkja þennan hóp fólks með fjölbreyttum virkniúrræðum og þeim skipaður tengiliður til að halda utan um stöðu þeirra og líðan. Allt með það að markmiði að mannauður sem flestra fái sem best notið sín. Félags- og barnamálaráðherra hefur nú hrundið í framkvæmd sambærilegum tillögum í málefnum barna en nú er komið að því að huga að öryrkjunum. Langflestir vilja leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið og finna að þeirra framlag sé metið. Við þurfum því að taka miklu betur utan um öryrkja og styðja þá við að ná virkni á ný. Við þurfum að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti þeim stuðning við hæfi og þau úrræði sem þeim standa til boða sé af fjölbreyttum toga í samræmi við hvaða mannauð hver og einn býr yfir. Með mismunandi styrkleikum okkar sköpum við margbreytilegra samfélag sem er okkur öllum til heilla. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Sjá meira
Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. En það sem við erum góð í er misvel metið í samfélaginu. Þeir sem eru til dæmis góðir í fótbolta fá mikið lof og athygli fyrir það, verða stundum atvinnumenn í fótbolta og fá vel greitt fyrir þessa hæfni sína. Sumir eru góðir í að skrifa bækur og öðlast ákveðna viðurkenningu fyrir ritsnilld sína og svo eru aðrir góðir í að nota samfélagsmiðla og verða áhrifavaldar. Þrátt fyrir mismunandi styrkleika okkar virðast þeir ekki allir vera jafn mikils metnir. Þeir sem eru góðir í að hlusta á aðra og styðja í erfiðleikum fá yfirleitt ekki verðlaun fyrir það og þeir sem eru góðir í að mæta dags daglega í vinnuna og sinna henni af heilum hug fá ekki endilega hrós og umbun fyrir sín störf. Þar sem styrkleikar okkar eru misjafnlega vel metnir er sú hætta fyrir hendi að við missum af mikilvægum mannauði. Það sama má segja um allan þann mannauð sem býr á meðal öryrkja þessa lands. Því miður hefur öryrkjum vegna geðræns vanda aukist á undanförnum árum og er það mikið áhyggjuefni að andleg heilsa okkar fari versnandi. Við þurfum að staldra við og velta fyrir okkur hvað það er sem veldur aukinni vanlíðan og hverju þarf að breyta í samfélaginu til að sporna við því. Í starfshópi sem ég leiddi á vegum félags- og barnamálaráðuneytisins um samfélagslega virkni einstaklinga með geðrænan vanda skiluðum við tillögum um samþættingu kerfa, s.s. heilsugæslu, félagsþjónustu og virkniúrræða. Lagt var til að hugað yrði markvisst að því að virkja þennan hóp fólks með fjölbreyttum virkniúrræðum og þeim skipaður tengiliður til að halda utan um stöðu þeirra og líðan. Allt með það að markmiði að mannauður sem flestra fái sem best notið sín. Félags- og barnamálaráðherra hefur nú hrundið í framkvæmd sambærilegum tillögum í málefnum barna en nú er komið að því að huga að öryrkjunum. Langflestir vilja leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið og finna að þeirra framlag sé metið. Við þurfum því að taka miklu betur utan um öryrkja og styðja þá við að ná virkni á ný. Við þurfum að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti þeim stuðning við hæfi og þau úrræði sem þeim standa til boða sé af fjölbreyttum toga í samræmi við hvaða mannauð hver og einn býr yfir. Með mismunandi styrkleikum okkar sköpum við margbreytilegra samfélag sem er okkur öllum til heilla. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun