Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2021 10:03 Þessi mynd var tekin um borð í tundurspillinum USS Curtis Wilbur í Suður-Kínahafi í morgun. Tundurspillirinn er af gerðinni Arleigh Burke. Sjöundi floti Bandaríkjann Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu. Forsvarsmenn hers Kína sögðu siglingarnar vera ólöglegar og herinn hefði fylgt tundurspillinum USS Curtis Wilbur eftir þegar því var siglt við Paracel-eyjar og rekið það á brott. Þar að auki sögðu Kínverjar að siglingin væri ófagmannleg og óábyrg og hét herinn því að verja fullveldi Kína og tryggja frið og stöðugleika í Suður-Kínahafi, miðað við það sem haft er eftir hernum í frétt AP fréttaveitunnar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Bandaríkin hafa haldið siglingum sínum um svæðið áfram í mótmælaskyni við tilkall Kína og til að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Ráðamenn í Kína hafa reglulega fordæmt þessar siglingar og sagt þær ógna friði á svæðinu. Kínverjar gera einnig tilkall til Taívans og hafa verið að beita ríkið sífellt meiri þrýstingi að undanförnu og eru í raun sagðir beita Taívan óhefðbundnum hernaði. Forsvarsmenn sjöunda flota Bandaríkjanna, sem USS Curtis Wilbur tilheyrir, birtu í morgun langt svar við yfirlýsingu Kínverja þar sem segir að sigling tundurspillisins hafi verið í takt við alþjóðalög. Það séu hafsvæðiskröfur Kína sem séu ólöglegar og þær ógni frelsi hafsins, siglingum, viðskiptum og öðrum þjóðum við Suður-Kínahaf. Þar segir að Kína, Taívan og Víetnam geri tilkall til Paracel-eyja og allir krefjist þess að þeir séu beiðnir um leyfi eða séu látnir vita af siglingum herskipa um svæðið. Það sé ekki í samræmi við alþjóðalög þar sem hverjum er frjálst að sigla friðsamlega um heimsins höf. Jafnvel herskipum. Þá þvertaka forsvarsmenn flotans fyrir að USS Curtis Wilbur hafi verið rekið á brott af Kínverjum. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30 Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07 Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot. 27. apríl 2021 10:18 Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Forsvarsmenn hers Kína sögðu siglingarnar vera ólöglegar og herinn hefði fylgt tundurspillinum USS Curtis Wilbur eftir þegar því var siglt við Paracel-eyjar og rekið það á brott. Þar að auki sögðu Kínverjar að siglingin væri ófagmannleg og óábyrg og hét herinn því að verja fullveldi Kína og tryggja frið og stöðugleika í Suður-Kínahafi, miðað við það sem haft er eftir hernum í frétt AP fréttaveitunnar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Bandaríkin hafa haldið siglingum sínum um svæðið áfram í mótmælaskyni við tilkall Kína og til að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Ráðamenn í Kína hafa reglulega fordæmt þessar siglingar og sagt þær ógna friði á svæðinu. Kínverjar gera einnig tilkall til Taívans og hafa verið að beita ríkið sífellt meiri þrýstingi að undanförnu og eru í raun sagðir beita Taívan óhefðbundnum hernaði. Forsvarsmenn sjöunda flota Bandaríkjanna, sem USS Curtis Wilbur tilheyrir, birtu í morgun langt svar við yfirlýsingu Kínverja þar sem segir að sigling tundurspillisins hafi verið í takt við alþjóðalög. Það séu hafsvæðiskröfur Kína sem séu ólöglegar og þær ógni frelsi hafsins, siglingum, viðskiptum og öðrum þjóðum við Suður-Kínahaf. Þar segir að Kína, Taívan og Víetnam geri tilkall til Paracel-eyja og allir krefjist þess að þeir séu beiðnir um leyfi eða séu látnir vita af siglingum herskipa um svæðið. Það sé ekki í samræmi við alþjóðalög þar sem hverjum er frjálst að sigla friðsamlega um heimsins höf. Jafnvel herskipum. Þá þvertaka forsvarsmenn flotans fyrir að USS Curtis Wilbur hafi verið rekið á brott af Kínverjum.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30 Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07 Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot. 27. apríl 2021 10:18 Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30
Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07
Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot. 27. apríl 2021 10:18
Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29