Hvað kenndi Covid okkur? Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 28. maí 2021 14:01 Aftur í öldum fyrir nútíma samskipti, tók langan tíma að koma boðum milli landshorna. Þá voru skeyti, bréf og boð borin áfram af embættismönnum sem kallaðir voru landspóstar. Samkvæmt tilskipun frá árinu 1776 skyldu þeir fara þrjár leiðir um landið þrisvar á ári. Eðlilega í ljósi samskipta, sem voru jafn stopul og þá, byggist landstjórn og stjórnsýsla að mestu leyti upp á einum stað, Reykjavík. En í tímans rás hefur margt tekið breytingum, samgöngur hafa eflst og batnað, tækni hefur fleygt svo fram, að formæður okkar og -feður hefðu varla getað gert sér í hugarlund hvað framtíðin bæri í skauti sér. Eitt hefur þó staðist tímans tönn og það er sú staðreynd að stofnanir og ríkisfyrirtæki hafa að mestu byggst upp á einum stað á þessu víðferma og fagra landi okkar. Í mars á síðasta ári var veröld okkar umturnað af völdum þess vágest sem Covid veiran er. Við brugðumst við og með samstöðu, breyttum okkar venjum til að vernda samfélag okkar og samborgara. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Viðbrögð okkar við þessum breyttu aðstæðum voru meðal annars, að færa fjölda starfa út úr skrifstofubyggingum í borginni og í heimahús. Við getum því spurt okkur; Hvað kenndi Covid okkur? Jú, að fjölda starfa má sinna annar staðar en í skrifstofubyggingum staðsettum í Reykjavík. Ég vil líta svo á að hér sé sóknarfæri fyrir landsbyggðina. Í mínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi, sem nær frá Siglufirði til Djúpavogs, eru 3 megin svæði, Eyjafjörður, Þingeyjarsýslur og Austurland. Öll þessi svæði eru vel í stakk búin til þess að taka við fleiri störfum og stofnunum. Það mun styrkja hinar dreifðari byggðir, auk þess að færa ungu fólki af landsbyggðinni, sem haldið hefur til framhaldsnáms, tækifæri til aukins frelsis við val á búsetu og aukin kost á að snúa aftur heim. Samhliða því mun með þessu nást veruleg hagræðing varðandi húsnæðiskostnað, því fasteigna- og leiguverð á landsbyggðinni er til muna lægra en í höfuðborginni. Temjum okkur tækifærin, sem framfarir og tæknin býður. Horfum björtum augum til framtíðar og þeirra möguleika sem þar eru. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. laugardaginn þann 29. maí 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gunnar Hnefill Örlygsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Aftur í öldum fyrir nútíma samskipti, tók langan tíma að koma boðum milli landshorna. Þá voru skeyti, bréf og boð borin áfram af embættismönnum sem kallaðir voru landspóstar. Samkvæmt tilskipun frá árinu 1776 skyldu þeir fara þrjár leiðir um landið þrisvar á ári. Eðlilega í ljósi samskipta, sem voru jafn stopul og þá, byggist landstjórn og stjórnsýsla að mestu leyti upp á einum stað, Reykjavík. En í tímans rás hefur margt tekið breytingum, samgöngur hafa eflst og batnað, tækni hefur fleygt svo fram, að formæður okkar og -feður hefðu varla getað gert sér í hugarlund hvað framtíðin bæri í skauti sér. Eitt hefur þó staðist tímans tönn og það er sú staðreynd að stofnanir og ríkisfyrirtæki hafa að mestu byggst upp á einum stað á þessu víðferma og fagra landi okkar. Í mars á síðasta ári var veröld okkar umturnað af völdum þess vágest sem Covid veiran er. Við brugðumst við og með samstöðu, breyttum okkar venjum til að vernda samfélag okkar og samborgara. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Viðbrögð okkar við þessum breyttu aðstæðum voru meðal annars, að færa fjölda starfa út úr skrifstofubyggingum í borginni og í heimahús. Við getum því spurt okkur; Hvað kenndi Covid okkur? Jú, að fjölda starfa má sinna annar staðar en í skrifstofubyggingum staðsettum í Reykjavík. Ég vil líta svo á að hér sé sóknarfæri fyrir landsbyggðina. Í mínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi, sem nær frá Siglufirði til Djúpavogs, eru 3 megin svæði, Eyjafjörður, Þingeyjarsýslur og Austurland. Öll þessi svæði eru vel í stakk búin til þess að taka við fleiri störfum og stofnunum. Það mun styrkja hinar dreifðari byggðir, auk þess að færa ungu fólki af landsbyggðinni, sem haldið hefur til framhaldsnáms, tækifæri til aukins frelsis við val á búsetu og aukin kost á að snúa aftur heim. Samhliða því mun með þessu nást veruleg hagræðing varðandi húsnæðiskostnað, því fasteigna- og leiguverð á landsbyggðinni er til muna lægra en í höfuðborginni. Temjum okkur tækifærin, sem framfarir og tæknin býður. Horfum björtum augum til framtíðar og þeirra möguleika sem þar eru. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. laugardaginn þann 29. maí 2021.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar