Borholan gaus eftir að bóndinn dældi upp úr henni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 20:01 Hverinn gýs á tíu til tuttugu mínútna fresti. Goshverinn sem opnaðist á Reykjavöllum í Biskupstungum er í raun borhola frá 1947, sem áður var notuð til að hita upp gróðurhús á svæðinu. Jarðfræðingur segir að ekki sé um að ræða eitthvað sem gerist af náttúrunnar hendi, heldur hafi holan farið að gjósa heitu vatni þegar hreinsað var upp úr henni. „Þetta er gömul borhola sem var boruð 1947, ein af sex, og var lengi vel nýtt til að hita upp gróðurhúsin á svæðinu. Svo var hætt að nýta hana, hún var stífluð og hefur verið það síðustu 30 árin. Það var bara leir og drulla í henni,“ segir Heimir Ingimarsson jarðfræðingur í samtali við fréttastofu, en hann var staddur á svæðinu eftir að hafa tekið goshverinn út í rannsóknarskyni. Bóndinn hafi hreinsað upp úr holunni þar sem hann hugðist nýta holuna á nýjan leik. Hann hafi dælt á holuna með loftpressu, en á um sjö metra dýpi er einhver fyrirstaða í holunni. „Þegar hann loftblés, þá kom hann holunni í gos. Hún sýður upp þessa sjö metra vatnssúlu á tíu til tuttugu mínútna fresti, þannig að það koma gos á tíu til tuttugu mínútna fresti,“ segir Heimir. Þess á milli fellur vatnið aftur niður þar til hitinn að neðan, sem nær yfir hundrað gráðum, sýður það upp í gos á nýjan leik. Heimir segir að á nokkurra gosa fresti nái vatnsstrókurinn allt að tíu til fimmtán metra upp í loftið. Ekki beint af náttúrunnar hendi Heimir segir alveg ljóst að hverinn hafi myndast vegna þess að hreinsað var upp úr holunni og almennt megi ekki eiga von á því að svona hverar myndist upp úr þurru. „Þetta er ekkert af náttúrunnar hendi sem gerist bara allt í einu. Það var verið að eiga við borholuna og þess vegna skapaðist þetta,“ segir Heimir. Hann var staddur á svæðinu fyrir hönd Íslenskra orkurannsókna til að taka hverinn út, en sú athugun er þó hluti af stærri jarðhitarannsóknum á Reykjavöllum. „Það hafa verið gerðar rannsóknir hérna í gegnum tíðina og við erum að byrja að skoða þetta aftur eftir svolítið hlé,“ segir Heimir. Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Þetta er gömul borhola sem var boruð 1947, ein af sex, og var lengi vel nýtt til að hita upp gróðurhúsin á svæðinu. Svo var hætt að nýta hana, hún var stífluð og hefur verið það síðustu 30 árin. Það var bara leir og drulla í henni,“ segir Heimir Ingimarsson jarðfræðingur í samtali við fréttastofu, en hann var staddur á svæðinu eftir að hafa tekið goshverinn út í rannsóknarskyni. Bóndinn hafi hreinsað upp úr holunni þar sem hann hugðist nýta holuna á nýjan leik. Hann hafi dælt á holuna með loftpressu, en á um sjö metra dýpi er einhver fyrirstaða í holunni. „Þegar hann loftblés, þá kom hann holunni í gos. Hún sýður upp þessa sjö metra vatnssúlu á tíu til tuttugu mínútna fresti, þannig að það koma gos á tíu til tuttugu mínútna fresti,“ segir Heimir. Þess á milli fellur vatnið aftur niður þar til hitinn að neðan, sem nær yfir hundrað gráðum, sýður það upp í gos á nýjan leik. Heimir segir að á nokkurra gosa fresti nái vatnsstrókurinn allt að tíu til fimmtán metra upp í loftið. Ekki beint af náttúrunnar hendi Heimir segir alveg ljóst að hverinn hafi myndast vegna þess að hreinsað var upp úr holunni og almennt megi ekki eiga von á því að svona hverar myndist upp úr þurru. „Þetta er ekkert af náttúrunnar hendi sem gerist bara allt í einu. Það var verið að eiga við borholuna og þess vegna skapaðist þetta,“ segir Heimir. Hann var staddur á svæðinu fyrir hönd Íslenskra orkurannsókna til að taka hverinn út, en sú athugun er þó hluti af stærri jarðhitarannsóknum á Reykjavöllum. „Það hafa verið gerðar rannsóknir hérna í gegnum tíðina og við erum að byrja að skoða þetta aftur eftir svolítið hlé,“ segir Heimir.
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira