Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2021 21:34 Íbúar í Liege í Belgíu notuðu uppblásna báta þegar áin Meuse flæddi yfir bakka sína. AP Photo/Valentin Bianchi Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. Mikil úrkoma hefur valdið gríðarlegum flóðum í Vestur-Evrópu frá því í gær. Mest tjón hefur orðið í þýsku fylkjunum Norðurrín-Vestfalía og Rínarlandi-Pfalz. Fylkin eru á landamærum Þýskalands við Belgíu, Holland og Lúxemborg, en þar hafa flóðin einnig valdið miklu tjóni. Enn meiri úrkoma er í kortunum næstu daga og því sér ekki fyrir endan á flóðunum á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig ástandið var í þýsku borginni Hagen í gær. Þýski herinn hefur sent herdeildir á vettvang til að sinna björgunaraðgerðum í norður Þúskalandi. Minnst 850 hermenn taka þátt í aðgerðunum. Herinn hefur notað ellefu þyrlur til að bjarga fólki sem hefur flúið flóð upp á húsþök. Þýski fréttamiðillinn Deutsche Welle hefur eftir björgunaraðilum að björgunar- og hreinsistarf gæti tekið allt að nokkrum vikum. Laschet heimsótti Hagen í gær Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu og arftaki Angelu Merkel sem leiðtogi Kristilegra Demókrata, heimsótti bæinn Hagen í gær. Bærinn hefur farið mjög illa í flóðunum. Armin Laschet hélt fjölmiðlafund á slökkvistöð í gær.AP Photo/Martin Meissner „Við munum standa við bakið á bæjum og þeim sem hafa orðið illa illa úti í flóðunum,“ sagði Laschet við fjölmiðla í gær. Laschet kenndi hlýnun jarðar um flóðin. „Við munum standa frammi fyrir svona atburðum aftur og aftur, og það þýðir að við verðum að hraða loftlagsaðgerðum á evrópskum, ríkisbundnum og alþjóðlegum vettvangi,“ sagði hann. Angela Merkel Þýskalandskanslari er í heimsókn til Bandaríkjanna en hún hefur þó lofað þýsku þjóðinni að ríkið muni hjálpa fórnarlömbum flóðanna. „Þið getið treyst á þá staðreynd að ríkið okkar, á alríkis-, svæðis- og samfélagsstigi, muni gera allt til að bjarga lífum, forðast hættu og lina þjáningu í þessum erfiðu aðstæðum,“ sagði hún. Mesta rigning í hundrað ár „Á sumum svæðum höfum við ekki séð aðra eins rigningu í hundrað ár,“ segir Andrea Friedrich, talsmaður þýsku veðurstofunnar, í samtali við CNN. „Sums staðar er úrkoma rúmlega tvöfalt meiri en venjulega og það hefur ollið flóðum og hruni húsa. Þýskaland Belgía Holland Lúxemborg Náttúruhamfarir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Mikil úrkoma hefur valdið gríðarlegum flóðum í Vestur-Evrópu frá því í gær. Mest tjón hefur orðið í þýsku fylkjunum Norðurrín-Vestfalía og Rínarlandi-Pfalz. Fylkin eru á landamærum Þýskalands við Belgíu, Holland og Lúxemborg, en þar hafa flóðin einnig valdið miklu tjóni. Enn meiri úrkoma er í kortunum næstu daga og því sér ekki fyrir endan á flóðunum á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig ástandið var í þýsku borginni Hagen í gær. Þýski herinn hefur sent herdeildir á vettvang til að sinna björgunaraðgerðum í norður Þúskalandi. Minnst 850 hermenn taka þátt í aðgerðunum. Herinn hefur notað ellefu þyrlur til að bjarga fólki sem hefur flúið flóð upp á húsþök. Þýski fréttamiðillinn Deutsche Welle hefur eftir björgunaraðilum að björgunar- og hreinsistarf gæti tekið allt að nokkrum vikum. Laschet heimsótti Hagen í gær Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu og arftaki Angelu Merkel sem leiðtogi Kristilegra Demókrata, heimsótti bæinn Hagen í gær. Bærinn hefur farið mjög illa í flóðunum. Armin Laschet hélt fjölmiðlafund á slökkvistöð í gær.AP Photo/Martin Meissner „Við munum standa við bakið á bæjum og þeim sem hafa orðið illa illa úti í flóðunum,“ sagði Laschet við fjölmiðla í gær. Laschet kenndi hlýnun jarðar um flóðin. „Við munum standa frammi fyrir svona atburðum aftur og aftur, og það þýðir að við verðum að hraða loftlagsaðgerðum á evrópskum, ríkisbundnum og alþjóðlegum vettvangi,“ sagði hann. Angela Merkel Þýskalandskanslari er í heimsókn til Bandaríkjanna en hún hefur þó lofað þýsku þjóðinni að ríkið muni hjálpa fórnarlömbum flóðanna. „Þið getið treyst á þá staðreynd að ríkið okkar, á alríkis-, svæðis- og samfélagsstigi, muni gera allt til að bjarga lífum, forðast hættu og lina þjáningu í þessum erfiðu aðstæðum,“ sagði hún. Mesta rigning í hundrað ár „Á sumum svæðum höfum við ekki séð aðra eins rigningu í hundrað ár,“ segir Andrea Friedrich, talsmaður þýsku veðurstofunnar, í samtali við CNN. „Sums staðar er úrkoma rúmlega tvöfalt meiri en venjulega og það hefur ollið flóðum og hruni húsa.
Þýskaland Belgía Holland Lúxemborg Náttúruhamfarir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira