Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 18:46 Kári Stefánsson leggur til nokkrar aðgerðir til að ráðast í strax, þar á meðal að takmarka frelsi óbólusettra. Vísir/Vilhelm Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. Skerðing á frelsi óbólusetts fólks er á meðal aðgerða sem Kári leggur til að stjórnvöld ráðist í á þeim grundvelli að nú þurfi landsmenn að sætta sig við stöðuna. Áður en bólusetning gegn kórónuveirunni hófst hafi verið ljóst hvað þyrfti að gera til að hefta útbreiðslu hennar: samkomutakmarkanir, ferðatakmarkanir, einangrun smitaðra og vernd viðkvæmra hópa. „Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur,“ skrifar Kári í pistli sem birtist meðal annars á Vísi. Nú þurfi fólk æðruleysi til að sætta sig við ástandið. Kári segir þó að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum veiti hún mikli minni vörn gegn smiti en vonast var til. „Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi,“ skrifar Kári. Verkefni sóttvarnayfirvalda sé nú að tryggja að bylgjurnar verði ekki svo stórar að þær sligi heilbrigðiskerfið eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar til að hemja bylgjurnar verða því lengri tíma taki það að ná hjarðónæmi. Hefji nýja bólusetningarherferð Leggur Kári til nokkrar aðgerðir sem grípa ætti til strax: bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, hefja bólusetningarherferð með því að bæta við skammti af Janssen-bóluefninu, bólusetja börn og gefa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum þriðja skammt. „Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu,“ skrifar Kári. Þá vill hann að allir verði skimaðir sem koma til landsins án tillits til bólusetningar því raðgreiningarniðurstöður bendi til þess að veiran flæði stöðugt inn í landið. „Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi,“ skrifar Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Skerðing á frelsi óbólusetts fólks er á meðal aðgerða sem Kári leggur til að stjórnvöld ráðist í á þeim grundvelli að nú þurfi landsmenn að sætta sig við stöðuna. Áður en bólusetning gegn kórónuveirunni hófst hafi verið ljóst hvað þyrfti að gera til að hefta útbreiðslu hennar: samkomutakmarkanir, ferðatakmarkanir, einangrun smitaðra og vernd viðkvæmra hópa. „Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur,“ skrifar Kári í pistli sem birtist meðal annars á Vísi. Nú þurfi fólk æðruleysi til að sætta sig við ástandið. Kári segir þó að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum veiti hún mikli minni vörn gegn smiti en vonast var til. „Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi,“ skrifar Kári. Verkefni sóttvarnayfirvalda sé nú að tryggja að bylgjurnar verði ekki svo stórar að þær sligi heilbrigðiskerfið eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar til að hemja bylgjurnar verða því lengri tíma taki það að ná hjarðónæmi. Hefji nýja bólusetningarherferð Leggur Kári til nokkrar aðgerðir sem grípa ætti til strax: bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, hefja bólusetningarherferð með því að bæta við skammti af Janssen-bóluefninu, bólusetja börn og gefa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum þriðja skammt. „Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu,“ skrifar Kári. Þá vill hann að allir verði skimaðir sem koma til landsins án tillits til bólusetningar því raðgreiningarniðurstöður bendi til þess að veiran flæði stöðugt inn í landið. „Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi,“ skrifar Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira