Segja evrópskt hitamet hafa fallið í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2021 21:43 Miklir gróðureldar hafa geisað víða um Evrópu í sumar. AP Mögulegt er að mesti hiti í Evrópu frá upphafi mælinga hafi mælst í dag, en stjórnvöld á Sikiley segja að 48,8 gráðu hiti hafi mælst skammt frá borginni Siracusa. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en hæsti hiti sem mælst hefur í Evrópu hingað til mældist í Aþenu, höfuðborg Grikklands, árið 1977 og var sléttar 48 gráður. Áður en því er slegið föstu að metið sé fallið þarf Alþjóðveðurfræðistofnunin (WMO) að staðfesta það. Hitabylgjuna sem nú ríður yfir Ítalíu má rekja til hæðar sem gengið hefur norður frá Evrópu, og hefur fengið hið djöfullega nafn Lúsífer. Áætlað er að hæðin muni áfram færast norður og þannig valda hækkandi hita á Ítalíu, til að mynda í höfuðborginni Róm. Heilbrigðisráðuneyti Ítalíu hefur gefið út svokallaðar rauðar viðvaranir vegna hita á nokkrum svæðum. Þá hefur hitabylgjan, sem íbúar fleiri landa í suðurhluta Evrópu hafa fengið að finna fyrir, valdið gríðarlegum gróður- og skógareldum á Ítalíu og víðar. Þannig hafa miklir eldar geisað í Grikklandi, en fjöldi annarra Evrópulanda hefur sent slökkviliðssveitir til þess að létta undir með viðbragðsaðilum í landinu. Veðuröfgar fylgja loftslagsbreytingum Útlit er fyrir að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður bresti þegar á næsta áratug samkvæmt 6. úttektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í fyrradag. Skýrslan er samantekt á vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og er afdráttarlausari um ábyrgð manna og alvarleika afleiðinganna en síðasta skýrsla, sem kom út fyrir sjö árum. Aftakaatburðir verða tíðari og afdrifaríkari, þar á meðal ákafari úrkoma og meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum, líkt og þeim sem nú ríkja í suðurhluta Evrópu. Loftslagsmál Ítalía Veður Tengdar fréttir „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. 10. ágúst 2021 09:33 Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en hæsti hiti sem mælst hefur í Evrópu hingað til mældist í Aþenu, höfuðborg Grikklands, árið 1977 og var sléttar 48 gráður. Áður en því er slegið föstu að metið sé fallið þarf Alþjóðveðurfræðistofnunin (WMO) að staðfesta það. Hitabylgjuna sem nú ríður yfir Ítalíu má rekja til hæðar sem gengið hefur norður frá Evrópu, og hefur fengið hið djöfullega nafn Lúsífer. Áætlað er að hæðin muni áfram færast norður og þannig valda hækkandi hita á Ítalíu, til að mynda í höfuðborginni Róm. Heilbrigðisráðuneyti Ítalíu hefur gefið út svokallaðar rauðar viðvaranir vegna hita á nokkrum svæðum. Þá hefur hitabylgjan, sem íbúar fleiri landa í suðurhluta Evrópu hafa fengið að finna fyrir, valdið gríðarlegum gróður- og skógareldum á Ítalíu og víðar. Þannig hafa miklir eldar geisað í Grikklandi, en fjöldi annarra Evrópulanda hefur sent slökkviliðssveitir til þess að létta undir með viðbragðsaðilum í landinu. Veðuröfgar fylgja loftslagsbreytingum Útlit er fyrir að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður bresti þegar á næsta áratug samkvæmt 6. úttektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í fyrradag. Skýrslan er samantekt á vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og er afdráttarlausari um ábyrgð manna og alvarleika afleiðinganna en síðasta skýrsla, sem kom út fyrir sjö árum. Aftakaatburðir verða tíðari og afdrifaríkari, þar á meðal ákafari úrkoma og meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum, líkt og þeim sem nú ríkja í suðurhluta Evrópu.
Loftslagsmál Ítalía Veður Tengdar fréttir „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. 10. ágúst 2021 09:33 Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24
Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. 10. ágúst 2021 09:33
Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01