Erlent

Börn bera mestan skaða af hamfarahlýnun

Heimir Már Pétursson skrifar
Börn bera enga ábyrgð á loftslagsbreytingum en eru sá hópur sem verður hvað einna verst úti.
Börn bera enga ábyrgð á loftslagsbreytingum en eru sá hópur sem verður hvað einna verst úti. epa/Gustavo Amador

Hamfarahlýnun grefur undan réttindum barna á hverjum einasta degi.

Í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að nánast hvert einasta barn í heiminum verði nú fyrir að minnsta kosti einu áfalli af völdum hamfarahlýnunar; loftmengun, hitabylgjur, vatnsskortur, gróðureldar, flóð og ofsaveður setji börn um allan heim í mikla hættu. 

Samkvæmt skýrslunni er um það bil milljarður barna, tæplega helmingur allra barna í heiminum, mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar sem ógni heilsu þeirra, menntun og öryggi. 

Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir að í fyrsta sinn hafi verið dregin upp heildarmynd af því hvar og hvernig börn væru viðkvæm fyrir hamfarahlýnun og sú mynd væri skelfileg. 

Börn beri enga ábyrgð á hækkandi hitastigi á heimsvísu en þau muni bera mestan skaða af henni. 

Þetta er í fyrsta sinn sem UNICEF kynnir sérstakan barnamiðaðan loftslagsáhættustuðul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×