Jöfnum leikinn með vaxtarstyrkjum Brynja Dan Gunnarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir skrifa 2. september 2021 12:30 Á síðastliðnum árum hefur samfélagið áttað sig á mikilvægi íþrótta- og tómstunda á þroska barna. Kostirnir við iðkun íþrótta- og tómstunda eru fjölmargir. Í þeim efnum má til dæmis nefna lýðheilsusjónarmið, en frístundaiðkun stuðlar að líkamlegu og andlegu heilbrigði. Að auki hafa rannsóknir sýnt að ungmenni sem stunda skipulagt frístundastarf eru ólíklegri til að neyta áfengis- eða annarra vímugjafa eða stunda aðra óæskilega hegðun. Forvarnargildi frístundastarfs er óumdeilanlegt. Frístundastyrkir Tölfræðin sýnir að íþrótta- og tómstundaiðkun barna og ungmenna hefur aukist innan þeirra sveitarfélaga sem bjóða upp á slíkan styrk. Þrátt fyrir að slíkir styrkir standa mörgum til boða hér á landi þá eru enn fjölskyldur sem standa höllum fæti fjárhagslega og eiga erfitt með að greiða fyrir frístundastarf barna sinna. Það er mat Framsóknar að styðja verði enn betur við börn og ungmenni hér á landi til að stunda þá frístund sem þau vilja ásamt því að styðja við íþrótta- og tómstundahreyfingar landsins. Jöfnum aðstöðu fjölskyldna með vaxtarstyrkjum Eitt helsta kosningaloforð Framsóknar fyrir komandi alþingiskosningar er að ríkið styðji við frístundir barna með árlegri 60 þúsund króna vaxtarstyrkjum til allra barna og lækka þannig útgjöld fjölskyldna vegna frístunda. Fyrirkomulag þeirra er mjög sambærilegt frístundastyrkjum, en takmarkast ekki við búsetu eða neina aðra þætti. Allar fjölskyldur eru jafnar þegar að styrknum kemur og öll börn hér á landi geta fengið að njóta góðs af honum. Hvort sem um er að ræða líkamlegt eða andlegt atgervi og félagsskap sem börn sem stunda íþróttir og aðrar tómstundir öðlast þá er ljóst að til mikils er að vinna með því að jafna aðstöðu allra barna til þátttöku í íþróttum og tómstundum óháð efnahag. Það á við um allt skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hvort sem það er knattspyrna, píanó, júdó, hestamennska, skák, skátar, körfubolti, myndlist eða hvað annað. Með þessu náum við frekari jöfnuði, stuðlum að lýðheilsu og forvörnum ásamt því að tryggja fjölbreytta íþrótta- og tómstundaiðkun á Íslandi. Brynja Dan situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Norður.Sigrún Elsa situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Brynja Dan Gunnarsdóttir Alþingiskosningar 2021 Íþróttir barna Sigrún Elsa Smáradóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum hefur samfélagið áttað sig á mikilvægi íþrótta- og tómstunda á þroska barna. Kostirnir við iðkun íþrótta- og tómstunda eru fjölmargir. Í þeim efnum má til dæmis nefna lýðheilsusjónarmið, en frístundaiðkun stuðlar að líkamlegu og andlegu heilbrigði. Að auki hafa rannsóknir sýnt að ungmenni sem stunda skipulagt frístundastarf eru ólíklegri til að neyta áfengis- eða annarra vímugjafa eða stunda aðra óæskilega hegðun. Forvarnargildi frístundastarfs er óumdeilanlegt. Frístundastyrkir Tölfræðin sýnir að íþrótta- og tómstundaiðkun barna og ungmenna hefur aukist innan þeirra sveitarfélaga sem bjóða upp á slíkan styrk. Þrátt fyrir að slíkir styrkir standa mörgum til boða hér á landi þá eru enn fjölskyldur sem standa höllum fæti fjárhagslega og eiga erfitt með að greiða fyrir frístundastarf barna sinna. Það er mat Framsóknar að styðja verði enn betur við börn og ungmenni hér á landi til að stunda þá frístund sem þau vilja ásamt því að styðja við íþrótta- og tómstundahreyfingar landsins. Jöfnum aðstöðu fjölskyldna með vaxtarstyrkjum Eitt helsta kosningaloforð Framsóknar fyrir komandi alþingiskosningar er að ríkið styðji við frístundir barna með árlegri 60 þúsund króna vaxtarstyrkjum til allra barna og lækka þannig útgjöld fjölskyldna vegna frístunda. Fyrirkomulag þeirra er mjög sambærilegt frístundastyrkjum, en takmarkast ekki við búsetu eða neina aðra þætti. Allar fjölskyldur eru jafnar þegar að styrknum kemur og öll börn hér á landi geta fengið að njóta góðs af honum. Hvort sem um er að ræða líkamlegt eða andlegt atgervi og félagsskap sem börn sem stunda íþróttir og aðrar tómstundir öðlast þá er ljóst að til mikils er að vinna með því að jafna aðstöðu allra barna til þátttöku í íþróttum og tómstundum óháð efnahag. Það á við um allt skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hvort sem það er knattspyrna, píanó, júdó, hestamennska, skák, skátar, körfubolti, myndlist eða hvað annað. Með þessu náum við frekari jöfnuði, stuðlum að lýðheilsu og forvörnum ásamt því að tryggja fjölbreytta íþrótta- og tómstundaiðkun á Íslandi. Brynja Dan situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Norður.Sigrún Elsa situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Suður.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun