Einstaklingar með ofurkrafta Hólmfríður Árnadóttir skrifar 4. september 2021 07:00 Eitt af því sem við höfum öðlast meiri þekkingu um á síðustu árum er ADHD. ADHD er skilgreint sem röskun á boðefnakerfi heila á stöðvum sem gegna hlutverki við stjórn hegðunar. Hversu mikil áhrif röskunin hefur á líf þeirra með ADHD og hvernig röskunin kemur til með að þróast er hins vegar afleiðing af samspili fólks og umhverfis. Það sem einkennir oft fólk með ADHD er hömluleysi og hvatvísi en um leið frumkvæði og hröð hugsun ef viðkomandi hefur náð tökum á þeim frumkröftum sem einkenna ADHD. ADHD getur nefnilega verið ofurkrafturinn sem þarf til að ná langt, hugsunin er fljót, framkvæmd án hiks og hugmyndirnar ótalmargar. Þegar kemur að því að virkja þær þarf viðkomandi oft stuðning og þar þarf að huga að styrkleikum og áhugamálum, greind, alvarleika einkenna, samskiptum og félagslegri stöðu. 50-70% þeirra sem greinast með ADHD, oftast á grunnskólaárum, eru enn með einkenni á fullorðinsárum og þeim vegnar misvel, allt háð því hve snemma og hversu góðan stuðning þau fengu á skólagöngu sinni. Einstaklingar með ADHD eru eins ólíkir og aðrir einstaklingar og eiga sannarlega rétt á sömu tækifærum, þjónustu og virðingu og við öll. Um leið og við lítum á krafta og hæfileika einstaklinga með ADHD með jákvæðum augum drögum við úr hættu á að þeir leiðist út í andfélagslega hegðun og neyslu á unglingsárum og um leið eflum við sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Það er gríðarlega mikilvægt því þetta er hópur sem rekur sig oft á, gerir mistök og fær fæst tækifæri til að læra af þeim því þau eiga það til að vera ofsafengnari en aðrir. Til eru vel þekktar leiðir til að draga úr einkennum og halda kröftum þannig að hægt sé að nýta þá á jákvæðan hátt og þeir valdi ekki alvarlegri félagslegri og hugrænni vanlíðan. Um leið er ADHD alls ekki eina röskunin eða sérþörfin sem hefur verið skilgreind og huga þarf vel að þeim öllum í skólagöngu og uppeldi barna og ungmenna sem og þátttöku fullorðinna í lífi og störfum. Lengi hefur verið kallað eftir því að skólakerfið mæti þessum hópi barna og ungmenna með viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Mjög mikilvægt er að kennarar hafi færni og hæfni til að mæta þeim og geri það í samráði við fjölskyldu nemenda, enda eru foreldrar helstu sérfræðingar í málum eigin barna, stoðþjónustu og einstaklingana sjálfa. Kennsluaðferðir og umhverfi þarf að aðlaga að hverjum einstaklingi enda skýrt kveðið á um það í lögum að öll börn eigi rétt á þjónustu og námi við hæfi og ekki þurfi greiningar til enda kennarar fagfólk sem hæglega geta mætt þörfum allra barna hafi þeir aðgang að stoðþjónustu og úrræðum við hæfi. Þar kemur til þverfagleg teymisvinna og samþættar aðferðir í nærumhverfi nemenda. Þá erum við komin að kjarna málsins sem eru stoðþjónusta í grunn- og framhaldsskólum landsins og þau úrræði sem stjórnendur og kennarar geta leitað til. Á tímum breyttrar samfélagsmyndar er kominn tími á skólakerfið. Það þarf að rúma sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa og félagsráðgjafa, samstilla félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun á þverfaglegan hátt svo líðan barna og ungmenna og það stoðkerfi sem þau eiga sannarlega rétt á sé í boði fyrir öll um land allt. Þessi hópur er til að mynda áberandi þegar kemur að skólaforðun í grunnskóla og brotthvarfi úr námi í framhaldsskóla. Þá greinast þó nokkuð margir, sérstaklega konur, seinna á lífsleiðinni sem getur komið niður á atvinnuþátttöku og líðan með tilheyrandi fylgikvillum líkt og örorku. Byrjum fyrr að aðstoða og koma á úrræðum fyrir börn, styðjum þau í gegn um skólakerfið með styttingu biðlista í greiningar með tilheyrandi ráðgjöf og eflingu skóla- og heilsugæslu með aðgangi að geðteymum og öflugri stoðþjónustu skólanna. Búum svo um hnútana að þegar fullorðinsárin taki við og fólk með ofurkrafta fari út í lífið liti það heiminn fullt sjálfstrausts og með sterka sjálfsmynd. Því eins og segir í kosningaáherslum okkar Vinstri grænna; tækifæri framtíðar byggjast á að við öll getum ræktað hæfileika okkar, ekki má líða mismunun á fólki og síðast en ekki síst er það hlutverk opinberrar þjónustu, mennta- og velferðarkerfis að stuðla að jöfnuði og félagslegu réttlæti. Höfundur er menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem við höfum öðlast meiri þekkingu um á síðustu árum er ADHD. ADHD er skilgreint sem röskun á boðefnakerfi heila á stöðvum sem gegna hlutverki við stjórn hegðunar. Hversu mikil áhrif röskunin hefur á líf þeirra með ADHD og hvernig röskunin kemur til með að þróast er hins vegar afleiðing af samspili fólks og umhverfis. Það sem einkennir oft fólk með ADHD er hömluleysi og hvatvísi en um leið frumkvæði og hröð hugsun ef viðkomandi hefur náð tökum á þeim frumkröftum sem einkenna ADHD. ADHD getur nefnilega verið ofurkrafturinn sem þarf til að ná langt, hugsunin er fljót, framkvæmd án hiks og hugmyndirnar ótalmargar. Þegar kemur að því að virkja þær þarf viðkomandi oft stuðning og þar þarf að huga að styrkleikum og áhugamálum, greind, alvarleika einkenna, samskiptum og félagslegri stöðu. 50-70% þeirra sem greinast með ADHD, oftast á grunnskólaárum, eru enn með einkenni á fullorðinsárum og þeim vegnar misvel, allt háð því hve snemma og hversu góðan stuðning þau fengu á skólagöngu sinni. Einstaklingar með ADHD eru eins ólíkir og aðrir einstaklingar og eiga sannarlega rétt á sömu tækifærum, þjónustu og virðingu og við öll. Um leið og við lítum á krafta og hæfileika einstaklinga með ADHD með jákvæðum augum drögum við úr hættu á að þeir leiðist út í andfélagslega hegðun og neyslu á unglingsárum og um leið eflum við sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Það er gríðarlega mikilvægt því þetta er hópur sem rekur sig oft á, gerir mistök og fær fæst tækifæri til að læra af þeim því þau eiga það til að vera ofsafengnari en aðrir. Til eru vel þekktar leiðir til að draga úr einkennum og halda kröftum þannig að hægt sé að nýta þá á jákvæðan hátt og þeir valdi ekki alvarlegri félagslegri og hugrænni vanlíðan. Um leið er ADHD alls ekki eina röskunin eða sérþörfin sem hefur verið skilgreind og huga þarf vel að þeim öllum í skólagöngu og uppeldi barna og ungmenna sem og þátttöku fullorðinna í lífi og störfum. Lengi hefur verið kallað eftir því að skólakerfið mæti þessum hópi barna og ungmenna með viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Mjög mikilvægt er að kennarar hafi færni og hæfni til að mæta þeim og geri það í samráði við fjölskyldu nemenda, enda eru foreldrar helstu sérfræðingar í málum eigin barna, stoðþjónustu og einstaklingana sjálfa. Kennsluaðferðir og umhverfi þarf að aðlaga að hverjum einstaklingi enda skýrt kveðið á um það í lögum að öll börn eigi rétt á þjónustu og námi við hæfi og ekki þurfi greiningar til enda kennarar fagfólk sem hæglega geta mætt þörfum allra barna hafi þeir aðgang að stoðþjónustu og úrræðum við hæfi. Þar kemur til þverfagleg teymisvinna og samþættar aðferðir í nærumhverfi nemenda. Þá erum við komin að kjarna málsins sem eru stoðþjónusta í grunn- og framhaldsskólum landsins og þau úrræði sem stjórnendur og kennarar geta leitað til. Á tímum breyttrar samfélagsmyndar er kominn tími á skólakerfið. Það þarf að rúma sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa og félagsráðgjafa, samstilla félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun á þverfaglegan hátt svo líðan barna og ungmenna og það stoðkerfi sem þau eiga sannarlega rétt á sé í boði fyrir öll um land allt. Þessi hópur er til að mynda áberandi þegar kemur að skólaforðun í grunnskóla og brotthvarfi úr námi í framhaldsskóla. Þá greinast þó nokkuð margir, sérstaklega konur, seinna á lífsleiðinni sem getur komið niður á atvinnuþátttöku og líðan með tilheyrandi fylgikvillum líkt og örorku. Byrjum fyrr að aðstoða og koma á úrræðum fyrir börn, styðjum þau í gegn um skólakerfið með styttingu biðlista í greiningar með tilheyrandi ráðgjöf og eflingu skóla- og heilsugæslu með aðgangi að geðteymum og öflugri stoðþjónustu skólanna. Búum svo um hnútana að þegar fullorðinsárin taki við og fólk með ofurkrafta fari út í lífið liti það heiminn fullt sjálfstrausts og með sterka sjálfsmynd. Því eins og segir í kosningaáherslum okkar Vinstri grænna; tækifæri framtíðar byggjast á að við öll getum ræktað hæfileika okkar, ekki má líða mismunun á fólki og síðast en ekki síst er það hlutverk opinberrar þjónustu, mennta- og velferðarkerfis að stuðla að jöfnuði og félagslegu réttlæti. Höfundur er menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar