Einstaklingar með ofurkrafta Hólmfríður Árnadóttir skrifar 4. september 2021 07:00 Eitt af því sem við höfum öðlast meiri þekkingu um á síðustu árum er ADHD. ADHD er skilgreint sem röskun á boðefnakerfi heila á stöðvum sem gegna hlutverki við stjórn hegðunar. Hversu mikil áhrif röskunin hefur á líf þeirra með ADHD og hvernig röskunin kemur til með að þróast er hins vegar afleiðing af samspili fólks og umhverfis. Það sem einkennir oft fólk með ADHD er hömluleysi og hvatvísi en um leið frumkvæði og hröð hugsun ef viðkomandi hefur náð tökum á þeim frumkröftum sem einkenna ADHD. ADHD getur nefnilega verið ofurkrafturinn sem þarf til að ná langt, hugsunin er fljót, framkvæmd án hiks og hugmyndirnar ótalmargar. Þegar kemur að því að virkja þær þarf viðkomandi oft stuðning og þar þarf að huga að styrkleikum og áhugamálum, greind, alvarleika einkenna, samskiptum og félagslegri stöðu. 50-70% þeirra sem greinast með ADHD, oftast á grunnskólaárum, eru enn með einkenni á fullorðinsárum og þeim vegnar misvel, allt háð því hve snemma og hversu góðan stuðning þau fengu á skólagöngu sinni. Einstaklingar með ADHD eru eins ólíkir og aðrir einstaklingar og eiga sannarlega rétt á sömu tækifærum, þjónustu og virðingu og við öll. Um leið og við lítum á krafta og hæfileika einstaklinga með ADHD með jákvæðum augum drögum við úr hættu á að þeir leiðist út í andfélagslega hegðun og neyslu á unglingsárum og um leið eflum við sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Það er gríðarlega mikilvægt því þetta er hópur sem rekur sig oft á, gerir mistök og fær fæst tækifæri til að læra af þeim því þau eiga það til að vera ofsafengnari en aðrir. Til eru vel þekktar leiðir til að draga úr einkennum og halda kröftum þannig að hægt sé að nýta þá á jákvæðan hátt og þeir valdi ekki alvarlegri félagslegri og hugrænni vanlíðan. Um leið er ADHD alls ekki eina röskunin eða sérþörfin sem hefur verið skilgreind og huga þarf vel að þeim öllum í skólagöngu og uppeldi barna og ungmenna sem og þátttöku fullorðinna í lífi og störfum. Lengi hefur verið kallað eftir því að skólakerfið mæti þessum hópi barna og ungmenna með viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Mjög mikilvægt er að kennarar hafi færni og hæfni til að mæta þeim og geri það í samráði við fjölskyldu nemenda, enda eru foreldrar helstu sérfræðingar í málum eigin barna, stoðþjónustu og einstaklingana sjálfa. Kennsluaðferðir og umhverfi þarf að aðlaga að hverjum einstaklingi enda skýrt kveðið á um það í lögum að öll börn eigi rétt á þjónustu og námi við hæfi og ekki þurfi greiningar til enda kennarar fagfólk sem hæglega geta mætt þörfum allra barna hafi þeir aðgang að stoðþjónustu og úrræðum við hæfi. Þar kemur til þverfagleg teymisvinna og samþættar aðferðir í nærumhverfi nemenda. Þá erum við komin að kjarna málsins sem eru stoðþjónusta í grunn- og framhaldsskólum landsins og þau úrræði sem stjórnendur og kennarar geta leitað til. Á tímum breyttrar samfélagsmyndar er kominn tími á skólakerfið. Það þarf að rúma sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa og félagsráðgjafa, samstilla félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun á þverfaglegan hátt svo líðan barna og ungmenna og það stoðkerfi sem þau eiga sannarlega rétt á sé í boði fyrir öll um land allt. Þessi hópur er til að mynda áberandi þegar kemur að skólaforðun í grunnskóla og brotthvarfi úr námi í framhaldsskóla. Þá greinast þó nokkuð margir, sérstaklega konur, seinna á lífsleiðinni sem getur komið niður á atvinnuþátttöku og líðan með tilheyrandi fylgikvillum líkt og örorku. Byrjum fyrr að aðstoða og koma á úrræðum fyrir börn, styðjum þau í gegn um skólakerfið með styttingu biðlista í greiningar með tilheyrandi ráðgjöf og eflingu skóla- og heilsugæslu með aðgangi að geðteymum og öflugri stoðþjónustu skólanna. Búum svo um hnútana að þegar fullorðinsárin taki við og fólk með ofurkrafta fari út í lífið liti það heiminn fullt sjálfstrausts og með sterka sjálfsmynd. Því eins og segir í kosningaáherslum okkar Vinstri grænna; tækifæri framtíðar byggjast á að við öll getum ræktað hæfileika okkar, ekki má líða mismunun á fólki og síðast en ekki síst er það hlutverk opinberrar þjónustu, mennta- og velferðarkerfis að stuðla að jöfnuði og félagslegu réttlæti. Höfundur er menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem við höfum öðlast meiri þekkingu um á síðustu árum er ADHD. ADHD er skilgreint sem röskun á boðefnakerfi heila á stöðvum sem gegna hlutverki við stjórn hegðunar. Hversu mikil áhrif röskunin hefur á líf þeirra með ADHD og hvernig röskunin kemur til með að þróast er hins vegar afleiðing af samspili fólks og umhverfis. Það sem einkennir oft fólk með ADHD er hömluleysi og hvatvísi en um leið frumkvæði og hröð hugsun ef viðkomandi hefur náð tökum á þeim frumkröftum sem einkenna ADHD. ADHD getur nefnilega verið ofurkrafturinn sem þarf til að ná langt, hugsunin er fljót, framkvæmd án hiks og hugmyndirnar ótalmargar. Þegar kemur að því að virkja þær þarf viðkomandi oft stuðning og þar þarf að huga að styrkleikum og áhugamálum, greind, alvarleika einkenna, samskiptum og félagslegri stöðu. 50-70% þeirra sem greinast með ADHD, oftast á grunnskólaárum, eru enn með einkenni á fullorðinsárum og þeim vegnar misvel, allt háð því hve snemma og hversu góðan stuðning þau fengu á skólagöngu sinni. Einstaklingar með ADHD eru eins ólíkir og aðrir einstaklingar og eiga sannarlega rétt á sömu tækifærum, þjónustu og virðingu og við öll. Um leið og við lítum á krafta og hæfileika einstaklinga með ADHD með jákvæðum augum drögum við úr hættu á að þeir leiðist út í andfélagslega hegðun og neyslu á unglingsárum og um leið eflum við sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Það er gríðarlega mikilvægt því þetta er hópur sem rekur sig oft á, gerir mistök og fær fæst tækifæri til að læra af þeim því þau eiga það til að vera ofsafengnari en aðrir. Til eru vel þekktar leiðir til að draga úr einkennum og halda kröftum þannig að hægt sé að nýta þá á jákvæðan hátt og þeir valdi ekki alvarlegri félagslegri og hugrænni vanlíðan. Um leið er ADHD alls ekki eina röskunin eða sérþörfin sem hefur verið skilgreind og huga þarf vel að þeim öllum í skólagöngu og uppeldi barna og ungmenna sem og þátttöku fullorðinna í lífi og störfum. Lengi hefur verið kallað eftir því að skólakerfið mæti þessum hópi barna og ungmenna með viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Mjög mikilvægt er að kennarar hafi færni og hæfni til að mæta þeim og geri það í samráði við fjölskyldu nemenda, enda eru foreldrar helstu sérfræðingar í málum eigin barna, stoðþjónustu og einstaklingana sjálfa. Kennsluaðferðir og umhverfi þarf að aðlaga að hverjum einstaklingi enda skýrt kveðið á um það í lögum að öll börn eigi rétt á þjónustu og námi við hæfi og ekki þurfi greiningar til enda kennarar fagfólk sem hæglega geta mætt þörfum allra barna hafi þeir aðgang að stoðþjónustu og úrræðum við hæfi. Þar kemur til þverfagleg teymisvinna og samþættar aðferðir í nærumhverfi nemenda. Þá erum við komin að kjarna málsins sem eru stoðþjónusta í grunn- og framhaldsskólum landsins og þau úrræði sem stjórnendur og kennarar geta leitað til. Á tímum breyttrar samfélagsmyndar er kominn tími á skólakerfið. Það þarf að rúma sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa og félagsráðgjafa, samstilla félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun á þverfaglegan hátt svo líðan barna og ungmenna og það stoðkerfi sem þau eiga sannarlega rétt á sé í boði fyrir öll um land allt. Þessi hópur er til að mynda áberandi þegar kemur að skólaforðun í grunnskóla og brotthvarfi úr námi í framhaldsskóla. Þá greinast þó nokkuð margir, sérstaklega konur, seinna á lífsleiðinni sem getur komið niður á atvinnuþátttöku og líðan með tilheyrandi fylgikvillum líkt og örorku. Byrjum fyrr að aðstoða og koma á úrræðum fyrir börn, styðjum þau í gegn um skólakerfið með styttingu biðlista í greiningar með tilheyrandi ráðgjöf og eflingu skóla- og heilsugæslu með aðgangi að geðteymum og öflugri stoðþjónustu skólanna. Búum svo um hnútana að þegar fullorðinsárin taki við og fólk með ofurkrafta fari út í lífið liti það heiminn fullt sjálfstrausts og með sterka sjálfsmynd. Því eins og segir í kosningaáherslum okkar Vinstri grænna; tækifæri framtíðar byggjast á að við öll getum ræktað hæfileika okkar, ekki má líða mismunun á fólki og síðast en ekki síst er það hlutverk opinberrar þjónustu, mennta- og velferðarkerfis að stuðla að jöfnuði og félagslegu réttlæti. Höfundur er menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar